Morgunútvarpið

3. jan. - Mývatnsstofa, gláka, handbolti, Taívan, skógar, stjórnarskrá

Við hringdum norður í Þingeyjarsveit þar sem við heyrðum í Úllu Árdal sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Mývatnsstofu. Við heyrðum af Mývatnsstofu og helstu verkefnum hennar auk frétta af svæðinu.

Gauti Jóhannesson augnlæknir og dósent við Háskóla Íslands hefur fengið stóran rannsóknarstyrk frá sænsku vísindastofnuninni Vetenskapsrådet til rannsaka nýja meðferð við gláku, en gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Gauti er staddur hér á landi og við fengum hann til okkar til segja okkur betur frá þessari spennandi rannsókn.

EM karla í handbolta hefst eftir viku, en fyrsti leikur Íslands er gegn Serbíu er 12. janúar og eftirvæntingin virðist þegar mikil hjá íslensku þjóðinni. Við ræddum við Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamann, um leikina fram undan, væntingar og stöðu landsliðsins.

Árið 2024 er mikið kosningaár, en tveir milljarðar ganga kjörkössunum í rúmlega 70 löndum í ár. Í næstu viku verður kosið í Taívan þar sem úrslitin gætu ráðið miklu varðandi tengsl landsins við Kína, en Xi Jinping Kínaforseti sagðist í áramótaávarpi sínu sannfærður um sameiningu landanna. Því gera ráð fyrir því bandarísk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið allt fylgist nokkuð grannt með útkomunni í næstu viku. Við ræddum við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, um kosningarnar og möguleg áhrif þeirra.

Íslenskir skógar eru í sókn sem og framleiðsla á ýmsum vörum úr íslensku timbri. Fyrirtækið Skógarafurðir í Fljótsdal er eitt þeirra sem vinna margs konar vörur úr íslenskum skógi og það nýjasta er svokallaður Skógarylur. Við slógum á þráðinn austur í Fljótsdal og heyrðum í Bjarka M. Jónssyni sem sagði okkur af nytjaskógrækt og frumkvöðlastarfsemi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, sagði í fréttum í gær það yrði undarleg niðurstaða ráðast í breytingar á stjórnarskrá en hrófla ekki við kaflanum um þjóðhöfðingjann. Stjórnarskrármál á Íslandi séu í sjálfheldu og kaflinn um forsetann hafi þarfnast endurskoðunar frá stofnun lýðveldisins. Við ræddum við Katrínu Oddsdóttur, lögmann og stjórnarmann í Stjórnarskrárfélagsinu, um þessi orð forsetans og þær reglur sem gilda um forseta og forsetakosningar.

Tónlist:

Mannakorn og Ellen - Elska þig.

The Stranglers - Always the sun.

Elvis Costello - Good year for the roses.

Zach Bryan og Kacey Musgraves - I remember everything.

Pale Moon - Spaghetti.

Mugison - Gúanó kallinn.

Coldplay - Speed of sound.

Þórunn Antonía - So high.

Birgir Hansen - Poki.

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

2. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,