Morgunútvarpið

Gervigreind tröll, menntakerfið, orkuöryggi, Kína miðlar málum o.fl.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var velt upp þeirri spurningu hvort skólinn væri úreltur, hvort ekki kominn tími til endurhugsa og breyta áherslum í menntakerfinu og öllum skólastigum með hliðsjón af nýjum tæknibyltingum. Við ætlum ræða við Mjöll Matthíasdóttur, formann Félags grunnskólakennara, um hvort menntakerfið hafi sofnað á verðinum í upphafi þáttar.

Við höldum áfram ræða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, í þetta skiptið ætlum við ræða umtalsverð áhrif kínverskra stjórnvalda á svæðinu, en greinahöfundur tímaritsins Spectator sagði í vikunni Kína hafi sýnt fram á getuleysi sitt til miðla málum þar. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, verður á línunni.

Áskoranir þegar kemur orkuöryggi á Norðurlöndum hafa breyst undanförnu, ekki síst í ljósi nýlegra atvika í Eystrasalti. Auk þess hefur ákall um umhverfisvæna orkualdrei verið meira. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur til okkar ræða áskoranir í orkumálum Norðurlanda og hvar kunnátta íslendinga getur nýst vel.

Einn lést og tveir slösuðust í bruna sem varð í húsi við Funahöfða í fyrradag. Í húsinu hefur hópur fólks búið þó það skilgreint sem atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. Brunavarnir voru þó ásættanlegar. Í ágúst sagði starfandi slökkvistjóri staðan hefði versnað síðan slökkviliðið, HMS og ASÍ kortlögðu óörugga búsetu fólks árið 2021. Við ræðum við Finnbjörn A. Hermannsson forseta ASÍ um húsnæðisvandann.

Við ræddum í gær við Björn Kristjánsson, ráðgjafa hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, um bílastæðagjöld og hvort æskilegt fara þá leið sem yfirvöld í París og Lyon eru fara núna, láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld en eigendur lítilla bíla, með þeim rökum þeir noti meira pláss og reyni meira á göturnar. Björn taldi skoða mætti þetta hér á landi, en fyrir er deilt mikið um breytingar á bílastæðagjöldum í Reykjavíkurborg. Við ætlum ræða þessi mál við Pétur Martein Urbancic Tómasson, formann íbúaráðs miðborgar og hlíða.

Er hægt skapa list með gervigreind? Kallast það þá list eða kallast það eitthvað allt annað? Nú, hvað þá með verk eftir listamann sem notast við gervigreind sem verkfæri? Tröll Egils Sæbjörnssonar, Ugh og Bõögâr, hafa komið víða við en geta þau talað saman fyrir tilstilli gervigreindar sem Miðeind hefur ljáð verunum í samvinnu við Egil. Við heyrum í Agli.

Lagalisti:

FLEETWOOD MAC - Rhiannon (Will You Ever Win).

MAGNÚS ÞÓR & JÓNAS SIGURÐSSON - Ef ég gæti hugsana minna (Hljómskálinn).

Tatjana, Joey Christ - Gufunes

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

17. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,