Morgunútvarpið

17. mars -

Hátt í þrjú hundruð hafa tapað lífi og þúsundir misst heimili sín vegna flóða og aurskriða í kjölfar þess fellibylurinn Freddy reið yfir Afríkuríkið Malaví. Við hófum þáttinn á heyra í Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu Íslenska sendiráðsins í Malaví.

Tíðar fréttir af auknum vopnaburði ungmenna hafa hrint af stað ákveðnu viðbragði hjá lögreglunni sem hyggst betur til barna í viðkvæmri stöðu með það í huga koma í veg fyrir framtíðar afbrot. Þess eru dæmi börn hafi mætt vopnuð hnífum í skólann. Við ræddum þessar áætlanir við Eygló Harðardóttur verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra og Unnar Bjarnason varðstjóra og samfélagslöggu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rektor Háskóla Íslands segir í samtali við Fréttablaðið starfsfólki verði tryggð aðstaða til rannsókna og fundarhalda þrátt fyrir breytingar á vinnuaðstöðu. Háskólanum beri hins vegar fara eftir viðmiðum sem Framkvæmdasýsla ríkisins setur, og samkvæmt ákvörðun Framkvæmdasýslunnar eiga einkaskrifstofur víkja fyrir opnum skrifstofurýmum, þar sem starfsfólk er jafnvel ekki með fast skrifborð. Hafin er undirskriftasöfnun til skora á háskólasamfélagið spyrna við ákvörðuninni og þegar hana um 400 skrifað undir. Við ræddum Arngrím Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum og forsvarsmann undirskriftalistans.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað upp úr átta. Gestir okkar þessu sinni voru þau Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Fólk leggur ýmislegt á sig fyrir listina. Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er sem stendur stödd úti á miðum á loðnuskipi til sanka sér efnivið og kynnast vissu andrúmslofti fyrir næstu bók.

Og síðan er það Vaðlaugin í lok þáttar, þar sem við ræðum ríka og fræga fólkið með Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-03-17

KÁRI - Sleepwalking.

CAPITAL CITIES - Safe And Sound.

Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV 11.16?22).

PHOENIX - Alpha Zulu.

The Weeknd - I Feel It Coming (Ft.. Daft Punk).

Jagúar - Disco diva.

DONNA SUMMER - I Feel Love.

MADNESS - Our House.

BRITNEY SPEARS - Toxic.

Frumflutt

17. mars 2023

Aðgengilegt til

15. júní 2023
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.