Morgunútvarpið

22. nóv. - Ættarnöfn, fjárfestingar, SÁÁ, verslun, jólaórói, íþróttir

Föðurnafnasiðurinn er forn á Íslandi, þ.e. kenna sig við föður og hefur hann einkennt okkur í alþjóðlegu samhengi og gerir enn, sbr. t.d. myllumerkið dóttir sem víða er notað í íþróttasamhengi nútímans. Í seinni tíð hefur hins vegar aukist fólk kenni sig við móður eða jafnvel báða foreldra, en svo eru líka til ættarnöfn á Íslandi. En það eru ekki allir sem vita um þau hafa staðið deilur nær sleitulaust frá 19. öld. Páll Björnsson sagnfræðingur hefur ritað bók um þessi mál sem heitir einfaldlega Ættarnöfn á Íslandi, átök um þjóðararf og ímyndir. Við heyrðum í Páli.

Láttu peningana vinna fyrir þig er frasi sem stundum heyrist, en venjulegu fólki vex það þó kannski í augum finna út úr því hvernig það er best gert, en hafa athafnakonurnar ungu á bak við Fortuna Invest tekið saman fróðleik fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum. Við fengum góð fjárfestingarráð frá þeim Rósu Kristinsdóttur og Kristínu Hildi Ragnarsdóttur.

Hátt í 700 manns eru á biðlista eftir því komast á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi en biðlistar hafa lengst mikið á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar. Sjúkratryggingar Íslands hafa hafnað beiðni SÁÁ um niðurgreiðslu á fjarþjónustu sem samtökin bjóða upp á, en hún gæti, þeirra sögn, komið sérstaklega til hjálpar fyrir þau sem búa á landsbyggðinni og vilja leita aðstoðar við fíkn. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, kom til okkar og ræddi málið.

Íslendingar hafa orðið varir við vöruskort í hinum ýmsu vöruflokkum og gámaskortur hefur haft áhrif á innflutning til landsins. Þeir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Björn Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar hjá Eimskip komu til okkar og fóru yfir stöðuna eins og hún er núna.

er rétt rúmur mánuður til jóla, aðventan framundan og margt sem gleður hug og hjarta. En það hlakka ekki allir til jólanna og margir fyllast streitu og kvíða á þessum tíma, nokkurs konar jólaóróa. Á morgun hefjast sérstakar stuðnings samverustundir í Seljakirkju fyrir fólk sem kvíðir jólunum og verða þær í boði á þriðjudagskvöldum fram undir jól. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur kom til okkar og sagði okkur aðeins meira af þessu. Við fórum svo yfir helstu tíðindi úr heimi íþróttanna þegar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson kom til okkar.

Tónlist:

Thin Jim and the Castaways - Confessions.

Adele - Easy on me.

Jón Jónsson - Fyrirfram.

Memfismafían og Sigurður Guðmundsson - Mannanafnanefnd.

John Mellencamp og Bruce Springsteen - Wasted days.

Svavar Knútur - November.

Quarashi - Mess it up.

Birt

22. nóv. 2021

Aðgengilegt til

20. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.