Morgunútvarpið

18. nóv - Prófatíð, geimréttur, skipulagsmál, rafmagnsleysi og ópera

Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir

Námsmenn og skólastarfsfólk hefur þurft laga sig breyttum veruleika vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Við ræddum við Eyjólf Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, um prófatíðina framundan og hvaða lærdóm hægt draga af faraldrinum.

Við hringdum austur á Hérað, en Stefán Bogi Sveinsson lögfræðingur og héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, er sérfræðingur í geimrétti. Tilefnið er heimsókn Sævars Helga Bragasonar til okkar á þriðjudag þar sem hann sagði okkur mikill pirringur ríkti í garð Rússa eftir þeir sprengdu í loft upp eigið gervitungl.

Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri, kom til okkar til ræða skipulagsmál. Hann hefur um margra ára skeið barist ötullega fyrir því miðbær Akureyrar verði skipulagður upp á nýtt.

RARIK hefur staðið í ströngu við leggja línur í jörð á þessu ári. Við heyrðum í Ásbirni Gíslasyni, deildarstjóra framkvæmdadeildar Rarik á Norðurlandi, um hvernig fyrirtækið er í stakk búið takast á fárviðri á borð við það sem gekk yfir landið í desember 2019.

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Þetta er í fjórða sinn í röð sem bankinn hækkar vexti á þessu ári. Við heyrðum í Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands.

Í lok þáttar fengum við til okkar meðlimi óperunnar Arctic opera, sem er starfrækt hér á Akureyri.

Lög:

Sunny Road (Tónatal 2021) - Valdimar

Never as good as the first time - Sade

Heimur allur hlær - Stefán Hilmarsson

Wasted days - John Mellencamp

Þorparinn - Mannakorn

Everybody's changing - Keane

Við gætum reynt - Magni og Ágústa Eva

Running Wild - Vök

Birt

18. nóv. 2021

Aðgengilegt til

16. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.