Morgunútvarpið

20. ágúst-Hallormsstaðaskóli, heilbrigðismál, Einkunnir, hégómavísindi

Í Hallormsstaðaskóla er kennd Sjálfbærni og sköpun. Í náminu er blandað saman fræðilegri- og verklegri nálgun á sjálfbærni með áherslu á sköpunargleði og nýsköpun. Námið hófst haustið 2019 en vegna Covid varð vetur endasleppur, en það náðist kenna allan síðasta vetur. Sigurður Eyberg er fagstjóri þessa nýja náms og hann var á línunni og sagði okkur frá.

Framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu við aldraða verður til umfjöllunar á heilbrigðisþingi sem hefst í dag. Þingið er haldið í beinu streymi þar sem flutt verða margvísleg erindi sem varða þjónustu við aldraða auk þess sem kynnt verða drög stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom til okkar og sagði okkur nánar frá þinginu og þessum nýju stefnudrögum í heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Á morgunn verður haldinn Einkunnadagurinn í Borgarbyggð. Dagurinn hefur þó ekkert með skólaeinkunnir gera heldur er dagurinn tileinkaður fólkvanginum í Einkunnum sem er útvistarparadís sem íbúar í Borgarbyggð nýta sér í vaxandi mæli. En fólkvangurinn þarfnast viðhalds og því var ákveðið blása til Einkunnadagsins þar sem allir sem vilja leggja hönd á plóg eru boðnir hjartanlega velkomnir. Við slógum á þráðinn til Pavle Estrajher hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar og heyrðum meira af þessu verkefni.

Margir sem hafa fengið Covid 19 hafa lýst veikindum til lengri tíma og sumir mánuðum saman. Reykjalundur hefur tekið sér sinna endurhæfingu þeirra sem glíma við eftirköst Covid 19 til langs tíma. Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var gestur okkar og fór yfir stöðuna.

Þá snéri Hégómavísindahornið aftur eftir sumarfrí þegar Freyr Gígja Gunnarsson mætti með nýjustu tíðindi af ríka og fræga fólkinu.

Tónlist:

Jónas Sig og lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart.

Ásgeir Trausti - Leyndarmál.

Snorri Helgason- Haustið 97.

Simple Minds - Promised you a miracle.

Helgi Júlíus og Valdimar Guðmundsson - Hún er mín.

Kiriyama Family - Pleasant ship.

Unnsteinn Manúel - Lúser.

Leon Bridges - Bad bad news.

Lauryn Hill - Cant take my eyes off you.

Birt

20. ágúst 2021

Aðgengilegt til

18. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.