Helgarútgáfan var á svipuðum nótum líkt og iðulega á laugardögum, tíðarandinn gripinn þessa helgina, fólk sem er að undirbúa hvers konar viðburði stolið í símaviðtal og truflað á versta tíma og auðvitað tekið á móti frábærum gestum í Meðmælasúpu dagsins.
Það voru fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir, sem var valin sjónvarpsmanneskja ársins á Íslensku sjónvarpsverðlaununum á dögunum og hins vegar leikarinn, uppistandarinn og útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason sem mættu í Meðmælasúpuna klyfjuð af gullmolum fyrir okkur að moða úr!
Við heyrðum af áhugaverðum viðburði er kallast Haustpeysufögnuður sem fram fór í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík, þar áður var Regnboginn til húsa en þar kom fólk saman í haustpeysum sínum og gladdist yfir lífinu. Berglind Häsler var einn hátíðarhaldara og sagði okkur allt um gleðina sem fellst í því að klæðast haustpeysu ... já eða prjóna sér eina slíka!
Loks heyrðum við í einum hressasta vert landsins, Gísla Ægi Ágústssyni sem oft er kallaður Vegamótaprinsinn en hann rekur veitingastaðinn Vegamót á Bíldudal. Þar hefur hann vissulega vakið athygli ásamt félaga sínum, kokkinum Kris fyrir mikinn hressleika og í miðju havaríi í kringum jólahlaðborð Vegamóta náðum við að trufla Gísla og heyra af því undirbúningi jóla er háttað á Bíldudal.
Tónlistin var ekki af verri endanum ... frekar en fyrr:
Frá kl. 12:45
FRIÐRIK DÓR - Hvílíkur dagur
SONNY & CHER - I Got You Babe
ELVAR - Miklu betri einn
LORDE - Royals
DR. GUNNI & KRISTJANA STEFÁNS - Meira myrkur
TODMOBILE - Stelpurokk
SÓLDÖGG - Svört Sól
Frá kl. 14:00
STJÓRNIN - Láttu þér líða vel
BAND AID - Do They Know It's Christmas
FELDBERG - Don't Be A Stranger
FJALLABRÆÐUR - Og þess vegna erum við hér í kvöld
THE STROKES - Someday
RÍÓ TRÍÓ - Léttur yfir jólin
PAUL YOUNG - Love Of The Common People.
Frá kl. 15:00
BAGGALÚTUR - Kósíheit Par Exelans
THE CLASH - Should I Stay Or Should I Go
BORKO - Haustpeysan
BENNI HEMM HEMM, KÓRINN - Haustpeysan mín
QUEEN - Killer Queen
BEE GEES - Nights On Broadway
ROSALÍA - La Perla
COLDPLAY - Clocks
JOURNEY - Don't Stop Believin'