12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 21. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Vegagerðin ætlar koma upp nýrri varnarlínu við Þjóðveginn hjá Vík í Mýrdal. Endurtekin flóð hafa veikt sjávarkambinn fyrir austan bæinn og sjór hefur gengið lengra inn á land og ógnað veginum.

Bandaríkjamenn tóku í gær yfir stjórn olíuskips á leið frá Venesúela. Það er í annað sinn í þessum mánuði sem það er gert. Skipið var á alþjóðlegu hafsvæði.

Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að setja verklagsreglur um hvenær læknum beri að rjúfa trúnaðarskyldu við sjúklinga - í ljósi nýfallins dóms yfir konu sem beitti föður sinn alvarlegu ofbeldi í langan tíma.

Gyðingar á Íslandi finna fyrir auknum fordómum hér á landi vegna stríðsins á Gaza og vilja síður opinbera trúa sína . Þetta kemur fram í grein í ísraelskum fjölmiðli.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur verið við völd í eitt ár í dag. Inga Sæland fer með fer með málefni þriggja ráðuneyta á meðan innviðaráðherra fer í fæðingarorlof.

Sænskir þjófar hafa verið ákærðir fyrir þjófnað á Pókemon-spilum fyrir á aðra milljón sænskra króna.

Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir mun spila á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta ári, LET Evrópumótaröðinni og Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Everton í gær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,