19:45
Lesandi vikunnar
Sólveig Jónsdóttir

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.

Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og rithöfundur, en hún var að senda frá sér bókina Móðurlíf II, framhald af bókinni Móðurlíf, sem var örsagnasafn um allar mögulegar og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. Við fengum hana til þess að segja okkur um nýju bókina og svo auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Hver á mig? e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur

Jórvík e. Þorstein frá Hamri

Ireland in Iceland e. Manchán Magan

On Writing e. Stephen King

Antarctica e. Claire Keegan

Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima e. Lars Henrik Olsen

Er aðgengilegt til 21. desember 2026.
Lengd: 14 mín.
e
Endurflutt.
,