Þáttaröð í fjórum hlutum sem fjalla um birtingarmyndir fötlunar í menningu og listum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir leiða hlustendur í gegnum sögu fötlunar, skilgreiningar hennar og hvaða mynd listin dregur upp af fötluðu fólki. Þær ræða við fræða- og listafólk, höfunda, fatlað fólk og aðgerðasinna sem sér efnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti verður kveikt á sjónvarpinu og farið í bíó. Birtingarmyndir fötlunar í kvikmyndum og sjónvarpi hefur tekið breytingum í gegnum árin, þar eru fatlaðar persónur oft annað hvort hetjan eða skúrkurinn og í gegnum söguna hafa ófatlaðir leikarar sem leika fatlaða persónu gjarnan verið tilnefndir til verðlauna, og unnið. Og myndlistin verður líka skoðuð og hvernig fötlun birtist í listinni og hver tækifæri fatlaðra listamanna eru.
Viðmælendur þáttarins: Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræði menntunar við Háskóla Íslands, Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri hjá ÖBÍ, Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona, Margrét Norðdahl myndlistarmanneskja og framkvæmdastýra Listvinnslunnar, Inga Björk Margrétar- Bjarnadóttir listfræðingur og doktorsnemi.
Umsjón: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson.
