18:00
Kvöldfréttir útvarps
Palestínumenn eiga eingöngu vonina um frið
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Palestínumenn á Gaza hafa misst allt nema vonina um frið, segir talsmaður Unicef. Friðarviðræður Ísraela og Hamas héldu áfram í dag.

Forseti Alþingis lítur innbrot í þinghúsið um helgina alvarlegum augum og segir að gripið hafi verið til aðgerða. Öryggisverði var sagt upp störfum.

Félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að hraða öllum ferlum innan ráðuneytisins til að bregðast við löngum biðlistum hjá umboðsmanni skuldara.

Innviðaráðherra fær völd til að leyfa laxeldisakkeri innan helgunarsvæðis sæstrengja samkvæmt frumvarpsdrögum í samráðsgátt. Félagið VÁ sem berst gegn laxeldi í Seyðisfirði segir undanþáguheimildina sniðna að áformum Kaldvíkur í Seyðisfirði.

Gul viðvörun tekur gildi á sunnanverðu landinu á morgun. Varað er við miklu hvassviðri og sjávargangi á Suðvesturlandi.

Er aðgengilegt til 07. október 2026.
Lengd: 10 mín.
,