Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Tvö ár eru í dag frá hryðjuverkum Hamas í Ísrael, og í kjölfarið fylgdi nær linnulaus hernaður Ísraels á Gaza. Jón Björgvinsson fréttamaður var á línunni frá Ísrael, og ræddi um friðarhorfur.
Sanae Takaichi verður væntanlega forsætisráðherra í Japan síðar í þessum mánuði. Það eru tímamót, kona hefur aldrei gengt því embætti áður. Kristín Ingvarsdóttir, dósent í japönskum fræðum við Háskóla Íslands, ræddi við okkur um japönsk stjórnmál.
Arthúr Björgvin Bollason sagði í Berlínarspjalli frá flygildum, lýðræðisvitund ungs fólks og sameiningarhátíð í Saarbrücken, en 35 ár eru liðin frá því að þýsku ríkin sameinuðust.
Í síðasta hluta þáttarins var svo fjallað um íslenska íðorðasmíð, en lengi hefur verið lögð áhersla á að íslenska erlend sérfræðiorð og hugtök. Ágústa Þorbergsdóttir, ritstjóri Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Haraldur Bernharðsson, prófessor og formaður Málnefndar Háskóla Íslands, sögðu frá.
Tónlist:
Kristjana Stefánsdóttir - Hvar er tunglið?.
Marína Ósk Þórólfsdóttir, Scott Ashley McLemore, Sunna Gunnlaugsdóttir, Nicolas Louis Christian Moreaux - Kvæði ungs manns um sumar.



Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
lagalistinn:
Brownie McGhee - I Gotta Woman.
BOB DYLAN - Things Have Changed.
Kim Wilson - Don't Bite The Hand That Feeds You.
THE ROLLING STONES - Dead Flowers.
Sonny Terry - I Gotta Woman.
Omar Kent Dykes & Jimmie Vaughan - You Made Me Laugh.
VAN MORRISON - Philosophers Stone.
Magic Slim & The Teardrops - You Can't Lose What You Ain't Never had.
The Doobie Brothers - What a Fool Believes.
The Grateful Dead - Uncle John's Band.
Golden Gate Quartet - Gospel Alphabets.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Tvö viðfangsefni hafa áhrif á okkur öll hvort sem við höfum áhuga á þeim eða ekki: heilsa og peningar. Fólk hefur mjög mismunandi viðhorf til peninga og hegðun okkar þegar kemur að fjármálum fer gjarnan frekar eftir tilfinningum okkar til þeirra en því sem við mögulega kunnum og vitum. Hjónin Georg Lúðvíksson og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir þýddu saman bókina Sálfræði peninganna eftir Morgan Housel sem er nýkomin út. Þau komu til okkar í dag og sögðu okkur frá bókinni og þeirra sameiginlega áhugamáli, en eins og þau segja sjálf þá er fjármálanördar hugtak sem á ágætlega við um þau.
Ragnheiður Gröndal tónlistarkona var ein af þeim sem hlaut starfslaun til eins árs, sem tónskáld og tónlistarflytjandi. Hún segir að það hafi verið kærkomið að fá næði og rými til eigin tónsmíða og er með mörg járn í eldinum. Við heyrðum í henni í þættinum og hún leyfði okkur að heyra nýtt lag sem er ekki enn komið út.
Svo var það Heilsuvaktin. Akureyrarklíníkin hefur á einu ári frá stofnun tekið á móti rúmlega fimm hundrað manns sem greinst hafa með langvinnan Covid sjúkdóm. Friðbjörn Sigurðsson einn úr læknateyminu þar segir sjúkdóminn einkennast af mikilli örmögnun og ofsaþreytu og að sjúklingar sem greinist með hann hafi hvað mesta sjúkdómsbyrði af öllum sjúkdómum sem Friðbjörn hefur komist í kynni við sem fyrrverandi krabbameinslæknir. Hann sé enn ólæknanlegur og læknar viti ekki hvaða lyf og meðferðir reynist bestar fyrir sjúklinga. Það sé þó von því mikil vitundarvakning hafi orðið undanfarin misseri um sjúkdóminn. Friðbjörn segist hafa trú á því að lækning eða lyf finnist samhliða auknum rannsóknum í náinni framtíð. Helga talaði við Friðbjörn á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Verst af öllu / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Allar mínar götur / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis)
Ég þakka / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Viðræður um vopnahlé á Gaza halda áfram í Egyptalandi. Tvö ár eru í dag síðan Hamas réðist inn í Ísrael, Ísraelsmenn hófu síðan árásir á Gaza sem standa enn.
Atvinnuráðherra segir boðaðar breytingar á búvörulögum eiga að bæta hag bænda og vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar til föðurhúsanna.
Níutíu og fjögur prósent kennara á Íslandi eru ánægðir í starfi. Áttatíu prósent þeirra eru aftur á móti óánægðir með launakjör, samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun.
Langan tíma gæti tekið að greina hvort riðuveiki sem greindist í Skagafirði í liðinni viku hafi borist víðar. Bændur segja sorg ríkja í sveitinni.
Þrátt fyrir ábendingar og ávítur erlendra eftirlitsaðila undanfarna áratugi, segja fangaverðir og aðstandendur það enn gerast að geðsjúkir fangar, séu vistaðir dögum og jafnvel vikum saman í einangrun.
Forseti Frakklands hefur beðið fráfarandi forsætisráðherra landsins að reyna að bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu.
Mun fleiri eru ánægðir en óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, í nýrri könnun Maskínu. Aðeins tólf prósent eru ánægð með stjórnarandstöðuna.
Einn besti körfuboltamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn LeBron James gæti verið að leggja skóna á hilluna. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu NBA- deildarinnar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ellefu og hálf milljón króna fundust nýlega á reikningi í umsjá Reykjavíkurborgar. Ellefu milljónir sem voru nýlega auglýstar sem einstakt viðbótar framlag í Tónlistarsjóð.
Peningarnir koma upprunalega úr Músíksjóði Guðjóns Sigurðssonar.Í þessum þætti ætlum við að rekja uppruna peninganna og heyra óvenjulega sögu af því hvers vegna þessi væna summa hefur ratað inn Tónlistarsjóð í ár. VIðmælendur: Ása Dýradóttir, Halla Björg Evans, Guðjón Friðriksson, Bjarki Sveinbjörnsson, María Rut Reynisdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Þjóðsögukista heimsins er opnuð í hlaðvarpsþáttum í umsjón Ingibjargar Fríðu Helgadóttur. Sögurnar eru alls konar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar svolítið hræðilegar eða draugalegar. Þjóðsögurnar eru frá ýmsum heimshornum og Ingibjörg Fríða ætlar að setjast hjá okkur og segja okkur allt um Þjóðsögukistuna.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um rannsóknir í umhverfissálfræði og hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt í sínum vikulega pistli.
Í lok þáttar heyrum við viðtal við Daníel Sæberg. Daníel missti son sinn, Jökul Frosta, af slysförum þegar hann var fjögurra ára. Daníel hefur heiðrað minningu Jökuls Frosta með því að halda Grænan dag og tilgangurinn er að safna fjármagni fyrir börn og unglinga í sorg.
Tónlist þáttarins:
Ævilangt / GDRN
A Horse With No Name / America
High heels / Júníus Meyvant
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Fjölbreytni er aðal Gunnars Karels Mássonar þegar tónlist er annars vegar - segja má að hann sé alltaf að gera allskonar, þó að túban sé sjaldan langt undan. Á seinni árum hefur tónlist fyrir leiklist og myndlistarinnsetningar orðið æ stærri hluti af verkaskrá hans og gjarnan tónlist sem hann flytur sjálfur.
Lagalisti:
Hljóðleiðingar - Anda
As we walk we sleep fyrir einleikstúbu og sinfóníettu
2-4 brego - 2 poor polish speaking romanians
Flæði VII
Donna - tónlist fyrir Stripp- Slowtek
Suzuki Fire - Boomboom
Vaðlaheiðargöng - Barbara
Árið án sumars - Sandur
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum fyrsta þætti af nokkrum tekur umsjónarmaður saman og les kafla úr æviminningum og samfélagslýsingu austurríska rithöfundarins Stefans Zweigs. Sumarið 2025 var fluttur eins konar kynningarþáttur þar sem athyglin beindist að ferðalagi Zweigs og Halldórs Laxness á rithöfundaþing á fjórða áratugnum. Í byrjun þessa þáttar er raunar lesin merkileg smásaga Zweigs sem heitir Leiðarlok.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á áttunda áratugnum komu fram kenningar um vitsmuni plantna og kosti þess að spila fyrir þær tónlist til að auka vöxt. Hljómplata Mort Garson, Plantasia frá 1976, er í takt við þessar pælingar, en hún verður flutt á tónleikum í Garðheimum á laugardag, á tónlistarhátíðinni State of the Art. Víðsjá hitti aðstandendur hátíðarinnar í Garðheimum, þá Bjarna Frímann, Berg, Magnús Jóhann og Sverri Pál. Einnig kynnum við okkur Forntónlistarhátíðina Kona sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk heldur nú í fjórða sinn, en þar er flutt tónlist eftir konur sem brutust út úr hefðbundnum kynhlutverkum síns tíma til þess að sinna listinni. Og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Með minnið á heilanum eftir Þórhildi Ólafsdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Lóa Björk fær Kristínu í samtal um framtíð sviðslista.
Við hringjum á Ísafjörð og forvitnumst um kvikmyndahátíðina PIFF sem fer fram í fimmta sinn í dag.
Atli Bollason heldur áfram að setja purningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, í pistlaröð sinni Ekki slá í gegn.
Fréttir
Fréttir
Palestínumenn á Gaza hafa misst allt nema vonina um frið, segir talsmaður Unicef. Friðarviðræður Ísraela og Hamas héldu áfram í dag.
Forseti Alþingis lítur innbrot í þinghúsið um helgina alvarlegum augum og segir að gripið hafi verið til aðgerða. Öryggisverði var sagt upp störfum.
Félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að hraða öllum ferlum innan ráðuneytisins til að bregðast við löngum biðlistum hjá umboðsmanni skuldara.
Innviðaráðherra fær völd til að leyfa laxeldisakkeri innan helgunarsvæðis sæstrengja samkvæmt frumvarpsdrögum í samráðsgátt. Félagið VÁ sem berst gegn laxeldi í Seyðisfirði segir undanþáguheimildina sniðna að áformum Kaldvíkur í Seyðisfirði.
Gul viðvörun tekur gildi á sunnanverðu landinu á morgun. Varað er við miklu hvassviðri og sjávargangi á Suðvesturlandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fyrri hluti þáttarins verður helgaður því að í dag eru tvö ár frá því að vígamenn Hamas frömdu grimmilega hryðjuverkaárás í Ísrael sem var upphafið að alblóðugasta kaflanum í margra áratuga stríði Ísraela og Palestínumanna. Við fjöllum líka um af hverju Flokkur fólksins hefur skipt um skoðun um bókun þrjátíu og fimm.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Franz Schubert fæddist árið 1797, og lifði hratt og stutt. Afköst hans voru hreint ótrúleg miðað við hans stuttu ævi, en hann lést tæplega 32 ára gamall og verkalisti hans er miklum mun lengri en verkalisti Beethovens sem þó náði 57 ára aldri. Schubert samdi fjölda strengjakvartetta strax fyrir tvítugt sem margir hverjir hafa glatast, margar óperur og sinfóníu og píanóverk, en þekktastur er hann vitanlega fyrir sönglögin sín. Hann samdi fáa strengjakvartetta eftir hann komst yfir tvítugt, en þeir hafa unnið hylli áheyrenda svo um munar. Einn þeirra er D810 í d-moll sem gengur undir nafninu Dauðinn og stúlkan og hann verður fluttur í þættinum.
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Á Kýpros: konsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur eftir Leif Þórarinsson.
Kammersveit Reykjavíkur leikur, Bernharður Wilkinsson stjórnar.
Útg. 2002 á plötunni Leitin eilífa.
Chiquilin de Bachin eftir Astor Piazzolla. Rúnar Þórisson leikur á gítar. Útg. 2023 á plötunni Latin America.
Spönsk rapsódía S.254 eftir Franz Liszt. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á píanó.
Hljóðritað í Ríkisútvarpinu í mars 1951.
De luce et umbra eftir Jóhann Jóhannsson. Dirac kvartettinn leikur. Útg. 2016 á plötunni Orphée.
Sofðu unga ástin mín, þjóðlag í útsetningu Hafsteins Þórólfssonar.
Schola cantorum syngur, Hörður Áskelsson stjórnar. Útg. 2023 á plötunni Meditatio II. Music for mixed choir.
Credo úr Missa pacis eftir Sigurð Sævarsson. Sönghópurinn Hljómeyki syngur, Sigurður Halldórsson leikur á selló, Steingrímur Þórhallsson á orgel og Frank Aarnink á slagverk. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Útg. 2011 á plötunni Missa pacis.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Þjóðsögukista heimsins er opnuð í hlaðvarpsþáttum í umsjón Ingibjargar Fríðu Helgadóttur. Sögurnar eru alls konar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar svolítið hræðilegar eða draugalegar. Þjóðsögurnar eru frá ýmsum heimshornum og Ingibjörg Fríða ætlar að setjast hjá okkur og segja okkur allt um Þjóðsögukistuna.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um rannsóknir í umhverfissálfræði og hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt í sínum vikulega pistli.
Í lok þáttar heyrum við viðtal við Daníel Sæberg. Daníel missti son sinn, Jökul Frosta, af slysförum þegar hann var fjögurra ára. Daníel hefur heiðrað minningu Jökuls Frosta með því að halda Grænan dag og tilgangurinn er að safna fjármagni fyrir börn og unglinga í sorg.
Tónlist þáttarins:
Ævilangt / GDRN
A Horse With No Name / America
High heels / Júníus Meyvant
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Silja Aðalsteinsdóttir les, hljóðritun frá 1974.- Gísla saga er ein af hinum vinsælustu Íslendingasögum.
Tilfinningar sögufólksins birtast þar miklu berlegar en í flestum öðrum sögum. Þetta er saga um heitar ástir, sterka tryggð og mikla ógæfu sem þjóðin hefur lifað sig inn í, enda er það sorglegast hversu fer um samskipti náinna skyldmenna og venslafólks. Hæst ber útlagann Gísla Súrsson og hina kjarkmiklu og traustu eiginkonu hans, Auði Vésteinsdóttur. Gísla saga hefur á undanförnum áratugum verið lesin öðrum fornsögum meira í framhaldsskólum á Íslandi og Ágúst Guðmundsson gerði eftir henni kvikmyndina Útlagann. Hvort tveggja sýnir hve háan sess hún skipar.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Tvö viðfangsefni hafa áhrif á okkur öll hvort sem við höfum áhuga á þeim eða ekki: heilsa og peningar. Fólk hefur mjög mismunandi viðhorf til peninga og hegðun okkar þegar kemur að fjármálum fer gjarnan frekar eftir tilfinningum okkar til þeirra en því sem við mögulega kunnum og vitum. Hjónin Georg Lúðvíksson og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir þýddu saman bókina Sálfræði peninganna eftir Morgan Housel sem er nýkomin út. Þau komu til okkar í dag og sögðu okkur frá bókinni og þeirra sameiginlega áhugamáli, en eins og þau segja sjálf þá er fjármálanördar hugtak sem á ágætlega við um þau.
Ragnheiður Gröndal tónlistarkona var ein af þeim sem hlaut starfslaun til eins árs, sem tónskáld og tónlistarflytjandi. Hún segir að það hafi verið kærkomið að fá næði og rými til eigin tónsmíða og er með mörg járn í eldinum. Við heyrðum í henni í þættinum og hún leyfði okkur að heyra nýtt lag sem er ekki enn komið út.
Svo var það Heilsuvaktin. Akureyrarklíníkin hefur á einu ári frá stofnun tekið á móti rúmlega fimm hundrað manns sem greinst hafa með langvinnan Covid sjúkdóm. Friðbjörn Sigurðsson einn úr læknateyminu þar segir sjúkdóminn einkennast af mikilli örmögnun og ofsaþreytu og að sjúklingar sem greinist með hann hafi hvað mesta sjúkdómsbyrði af öllum sjúkdómum sem Friðbjörn hefur komist í kynni við sem fyrrverandi krabbameinslæknir. Hann sé enn ólæknanlegur og læknar viti ekki hvaða lyf og meðferðir reynist bestar fyrir sjúklinga. Það sé þó von því mikil vitundarvakning hafi orðið undanfarin misseri um sjúkdóminn. Friðbjörn segist hafa trú á því að lækning eða lyf finnist samhliða auknum rannsóknum í náinni framtíð. Helga talaði við Friðbjörn á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Verst af öllu / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Allar mínar götur / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis)
Ég þakka / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Kristín Eysteinsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands, leikstjóri og fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Lóa Björk fær Kristínu í samtal um framtíð sviðslista.
Við hringjum á Ísafjörð og forvitnumst um kvikmyndahátíðina PIFF sem fer fram í fimmta sinn í dag.
Atli Bollason heldur áfram að setja purningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, í pistlaröð sinni Ekki slá í gegn.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Á Vísi í gær var sagt frá því að á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, spjallar við okkur um málið.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor svarar spurningunni -Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu? (Jafnt á Vísindavefnum og hjá okkur) Við ræðum líka við hann um stöðu Íslands í heimsmálunum í dag.
Í nýrri úttekt Financial Times sem birt var um helgina kemur fram að notkun samfélagsmiðla minnki nú nokkuð, og að ungt fólk leiði þá þróun. Við ræðum við Tryggva Frey Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðing og stjórnanda.
Það vakti töluverða athygli um helgina þegar prestur á landsbyggðinni þurfti að sverja af sér rætnar kjaftasögur um sig sem höfðu gengið um bæjarfélagið. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, félagsfræðingur, hefur rannsakað sérstaklega samfélagsleg áhrif slúðurs, og hún verður á línunni hjá okkur þegar við ræðum þessi mál almennt.
Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa verið auglýstir til sölu á vef Efnisveitunnar, fyrirtækis sem sérhæfir sig í að selja notuð húsgögn og fleira. Við ætlum að ræða við Huga Hreiðarsson, annan eiganda veitunnar, og forvitnast um hvernig gangi að selja ýmis húsgögn og innanstokksmuni sem áður tengdust áberandi fyrirtækjum, hvort sem það er hornsófi í litum Play, stórir lýsandi stafir Fréttablaðsins sem stóðu í gluggum miðilsins eða gamli hótelbarinn á Hótel Sögu.
Hvert er samband Íslendinga við hið yfirnáttúrulega? Þjóðfræðinemarnir Kristín Dögg Kristinsdóttir og Þórunn Valdís Þórsdóttir hafa verið að skoða þjóðtrú á Íslandi og segja okkur betur frá.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Midnight Cowboy, Dr. Gunni 60 ára, Michael Jackson var kallaður Smelly, Jeff Buckley, meira Lola Young vesen, RUSH lifnar við, Carrie Swidecki dansaði í tæplega 6 daga og Pavarotti miður sín að góla með Duran Duran.
Lagalisti þáttarins:
NÝDÖNSK - Hjálpaðu Mér Upp.
NILSSON - Everybody's Talkin'.
BOB DYLAN - Lay Lady Lay.
Máni Orrason - Pushing.
UNUN - Ást Í Viðlögum.
S.H. Draumur - Mónakó.
FRIÐRIK DÓR - Fröken Reykjavík.
Marvin Gaye - What's Going On.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
LIONEL RICHIE - Dancing On The Ceiling.
NIRVANA - The Man Who Sold The World.
Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn.
Birta Dís Gunnarsdóttir - Fljúgðu burt.
STARSAILOR - Goodsouls.
JEFF BUCKLEY - Last Goodbye.
Green Day - Wake Me Up When September Ends.
RUSH - The Spirit Of Radio.
THE CARDIGANS - Erase/Rewind.
Young, Lola - d£aler.
DURAN DURAN - Ordinary World.
Royel Otis - Moody.
Florence and the machine - Everybody Scream.
Waits, Tom - 16 shells from A 30.6.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
JOHNNY CASH - Hurt.
sombr - 12 to 12.
TAME IMPALA - Let It Happen.
MADONNA - Into the groove.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Þeir máttu það.
Carpenter, Sabrina - Tears.
Portugal. The man - Silver Spoons.
LEON BRIDGES - Coming Home.
Allman Brothers Band - Midnight Rider.
CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - Born on the Bayou.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Laufey - Mr. Eclectic.
WOLF ALICE - Freazy.
Ngonda, Jalen - Illusions.
MERCURY REV - Nite and Fog

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Viðræður um vopnahlé á Gaza halda áfram í Egyptalandi. Tvö ár eru í dag síðan Hamas réðist inn í Ísrael, Ísraelsmenn hófu síðan árásir á Gaza sem standa enn.
Atvinnuráðherra segir boðaðar breytingar á búvörulögum eiga að bæta hag bænda og vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar til föðurhúsanna.
Níutíu og fjögur prósent kennara á Íslandi eru ánægðir í starfi. Áttatíu prósent þeirra eru aftur á móti óánægðir með launakjör, samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun.
Langan tíma gæti tekið að greina hvort riðuveiki sem greindist í Skagafirði í liðinni viku hafi borist víðar. Bændur segja sorg ríkja í sveitinni.
Þrátt fyrir ábendingar og ávítur erlendra eftirlitsaðila undanfarna áratugi, segja fangaverðir og aðstandendur það enn gerast að geðsjúkir fangar, séu vistaðir dögum og jafnvel vikum saman í einangrun.
Forseti Frakklands hefur beðið fráfarandi forsætisráðherra landsins að reyna að bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu.
Mun fleiri eru ánægðir en óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, í nýrri könnun Maskínu. Aðeins tólf prósent eru ánægð með stjórnarandstöðuna.
Einn besti körfuboltamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn LeBron James gæti verið að leggja skóna á hilluna. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu NBA- deildarinnar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Fjölbreyttur þáttur í dag eins og venjulega. Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson ræddu Possibillies en sú hljómsveit er að koma saman aftur í tilefni 40 ára afmælis hennar. Árni Matt fór undir yfirborðið og Margrét velti fyrir sér lögum sem tengjast tívólítækjum.
Spiluð lög:
PÁLL ÓSKAR & BENNI HEMM HEMM – Eitt af blómunum
MINNIE RIPERTON – Les Fleurs
TRAVIS – Flowers in the Window
HJÁLMAR – Blómin í brekkunni
SYCAMORE TREE – Forest Rain
LANA DEL REY – Doin' Time
POSSIBILLIES – Móðurást
POSSIBILLIES – Handaband
RAYE & MARK RONSON – Suzanne
SNORRI HELGASON – Torfi á orfi
COLDPLAY – In My Place
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS – Hvar er draumurinn
UNA TORFA & CEASETONE – Þurfum ekki neitt
CAT STEVENS – Wild World
RICHARD ASHCROFT – Lovin' You
ST. PAUL & THE BROKEN BONES – Sushi and Coca-Cola
THE THRILLS – Big Sur
STUÐMENN – Tívolí
ÁSGEIR TRAUSTI – Ferris Wheel
GDRN – Parísarhjól
B*WITCHED – Rollercoaster
STEPHEN SANCHEZ – Until I Found You
LAUFEY – Tough Luck
ROYEL OTIS – Who's your boyfriend
OF MONSTERS & MEN – Dream Team
BRÍET – Rólegur kúreki
KK – Kærleikur og tími
PRINCE – 1999
MUGISON – Til lífins í ást
SCISSOR SISTERS – Take Your Mama
GKR – Stælar
MILEY CYRUS – Flowers
TURNSTILE – SEEIN' STARS
CAAMP – Mistakes
ÁLFGRÍMUR AÐALSTEINSSON – Augun opin
DR. GUNNI – Aumingi með Bónuspoka
PÁLL ÓSKAR & BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
BENNI HEMM HEMM, URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ – Á óvart
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í dag eru 30 ár síðan útvarpsþátturinn Rokkland fór fyrst í loftið á Rás 2. Ungur, þá tæknimaður stjórnaði þættinum, Ólafur Páll Gunnarsson.
Næstkomandi sunnudag fer síðan Rokklandsþáttur númer 1386 í loftið og 1. nóvember verður blásið í herlúðra í Hofi á Akureyri og Rokkland sett á svið í samstarfi við SinfoniuNord. Rokkforsetinn, Ólafur Páll eða Óli Palli var á línunni, beint frá Akranesi.
Við heyrðum í fréttaritara okkar á Spáni, Jóhanni Hlíðari Harðarsyni og hann ræddi komandi þing við okkur en þar á að taka fyrir bæði vændi og reykingar í vetur.
Nói Klose kom til okkar en hann er einn þriggja stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins MyRise, sem nú er að þróa nýja tegund af heilsuappi. Það sem gerir MyRise ólíkt öðrum heilsuöppum er að í MyRise er verið að þróa innbyggðan tilfinningageindar-gervigreindarþjálfara. Sem skilur hvernig þér líður dag frá degi. Nói sagði okkur frá þessu í þættinum.
Á morgun verður haldin í Veröld málstofa um alþjóðaviðskipti, sérstaklega út frá stöðu Kína og Íslands í stórbreyttu geópólitísku umhverfi. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stendur að viðburðinum ásamt Iceland Business Forum o.fl. samstarfsaðilum. Við fjölluðum um þessa breyttu stöðu og fengum smá nasasjón af því sem fjallað verður um á morgun þegar þau Jónína Bjartmarz og Hafliði Sævarsson komu í þáttinn.
Það eru allir að tala um nýju plötuna hennar Taylor Swift, en svo virðist vera sem að platan sé ekki að fá nógu góða dóma. Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður kom til okkar og sagði okkur allt það helsta.
Þórhallur Þórhallsson verður með uppistandssýningu í Tjarnabíoi á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Þetta er síðasta sýning hans á þessu verki þar sem hann talar um föðurhlutverkið, hvernig það er að eiga alltof áhyggjufulla móður, beef við Rottweiler hunda og margt fleira. Þórhallur mætti í Síðdegisútvarpið.
Fréttir
Fréttir
Palestínumenn á Gaza hafa misst allt nema vonina um frið, segir talsmaður Unicef. Friðarviðræður Ísraela og Hamas héldu áfram í dag.
Forseti Alþingis lítur innbrot í þinghúsið um helgina alvarlegum augum og segir að gripið hafi verið til aðgerða. Öryggisverði var sagt upp störfum.
Félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að hraða öllum ferlum innan ráðuneytisins til að bregðast við löngum biðlistum hjá umboðsmanni skuldara.
Innviðaráðherra fær völd til að leyfa laxeldisakkeri innan helgunarsvæðis sæstrengja samkvæmt frumvarpsdrögum í samráðsgátt. Félagið VÁ sem berst gegn laxeldi í Seyðisfirði segir undanþáguheimildina sniðna að áformum Kaldvíkur í Seyðisfirði.
Gul viðvörun tekur gildi á sunnanverðu landinu á morgun. Varað er við miklu hvassviðri og sjávargangi á Suðvesturlandi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fyrri hluti þáttarins verður helgaður því að í dag eru tvö ár frá því að vígamenn Hamas frömdu grimmilega hryðjuverkaárás í Ísrael sem var upphafið að alblóðugasta kaflanum í margra áratuga stríði Ísraela og Palestínumanna. Við fjöllum líka um af hverju Flokkur fólksins hefur skipt um skoðun um bókun þrjátíu og fimm.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Icyguys - Iceguys 4 Life
Izleifur - Vera hann
Ólöf Arnalds - Tár í morgunsárið
Daníel Hjálmtýsson - Sleep Paralysis
Woolly Kind - ...og svo kom óttinn
Rúnar Þórisson - Svo fer
Anita - Alla nótt

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel.
Bon Iver - THINGS BEHIND THINGS BEHIND THINGS.
Big Thief - Los Angeles.
Radiohead - Let down.
Florence and the machine - Everybody Scream.
Olivia Dean - Man I Need.
Whitest Boy Alive, The - Burning.
Taylor Swift - The Fate of Ophelia.
ABC - Poison Arrow
Young, Lola - d£aler.
Wolf Alice- Just Two Girls.
Of Monsters and Men - Dream Team.
R.E.M. - Electrolite.
Tame Impala - Dracula.
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Temper Trap - Giving Up Air.
AIR - Mer du Japon.
Stereolab - Fed Up With Your Job.
Thundercat - I Wish I Didn't Waste Your Time.
Joy Crookes - Somebody To You.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Kraak and Smaak, Ivar - Travel Light.
Tyler, The Creator - Sugar On My Tongue
RAYE - WHERE IS MY HUSBAND!.
ARCTIC MONKEYS - You know I'm No Good
Say She She - Disco Life.
Jamie xx, Popcaan, Young Thug - I Know there's gonna be (Good times)
Saint Etienne, Confidence Man - Brand New Me.
Digital Ísland - Eh plan?.
Oliver Sim - Obsession.
Daði Freyr - Me and you.
CHANNEL TRES - 6 am.
Kali, Leven, Disclosure, Lake, Chris - One2three
Mk, Clementine Douglas - Come Find Me.
Izleifur - Vera hann.
Jeff Tweedy - Enough.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Geese - 100 Horses
Kasabian - LSF
David Byrne, Hayley Williams - What Is the Reason For It
Dr Gunni - Allar sætu stelpurnar
Haim - The Wire
Smashing Pumpkins - Chrome Jets
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Sigur Rós hélt núna í vikunni ferna tónleika í Royal Albert hall í London með London Contemporary Orchestra. Royal Albert hall sem Bítlarnir minnast á í laginu A day in the life –
Royal Albert hall sem var tekin í notkun árið 1871 og var vígð af Viktoríu drottningu – enda er nafnið komið frá eiginmanninum Albert prins. Og þarna voru strákarnir okkar fjögur kvöld í röð og allt uppselt.
Um þessar mundir er platan þeirra sem heitir Takk líka 20 ára og Rokkland vikunnar er endurunnið upp úr þætti númer 493 frá 4. september 2005 – þegar Takk platan var splunkuný.