16:05
Síðdegisútvarpið
Druslur, Rey Cup, þöggun listamanna og ferðir á Suðurpólinn
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Samfélagið heldur enn fast í þá hugmynd að þolandi kynferðisofbeldis sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þetta segja aðstandendur Druslugöngunnar í aðsendri grein á Vísi. Þær segja þessa orðræðu rótgróna og að orðið drusla hafi verið gert að skammaryrði. Þess vegna er gengin drusluganga. Þær Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir, tvær af skipuleggjendum Druslugöngunnar komu til okkar.

Við höldum áfram að heyra í landvörðum en það gerum við einu sinni í viku í Landvarðarhorninu. Að þessu sinni var það Bjartey Unnur Stefánsdóttir, landvörður í Jökulsárgljúfrum.

Ragnar Eyþórsson, sjónvarps- og kvikmyndaspekúlant Síðdegisútvarpins sagði okkur frá nýjum South park teiknimyndaþætti þar sem gert er stólpagrin að Donald Trump, bandaríkjaforseta.

Arctic Trucks Pol­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Arctic Trucks In­ternati­onal, hyggst bjóða upp á þá nýj­ung að fara með ís­lenska ferðamenn á Suður­heim­skautið næsta vet­ur. Við fengum Emil Grímsson til að segja okkur frá þessu.

Ungversk stjórnvöld hafa nú ákveðið að neita norður-írsku hljómsveitinni Kneecap um inngöngu í landið en sveitin átti að spila á einni stærstu tónlistarhátíð Evrópu eftir tæpar tvær vikur. Einn af liðsmönn­um Kneecap hefur vakið at­hygli fyr­ir um­deild um­mæli sín í garð Ísra­els og einnig breskra þing­manna. Þá er honum gefið að sök að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna á tónleikum hljómsveitarinnar í London í nóvember á síðasta ári. Fyrrum kollegi okkar Snærós Sindradóttir, sem er búsett í Búdapest, var á línunni hjá okkur.

Fjölmennt knattspyrnumót fer nú fram í Laugardalnum en það er hið árlega Rey cup. Elmar Svavarsson einn af dómarastjórum mótsins var á línunni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,