18:00
Kvöldfréttir útvarps
Verðbólgan, flug til Ísafjarðar, KSÍ gagnrýnir borgina, vantar fræðslu um hjólaumferð, sátt borgar og Árskógabúa
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Formaður VR segir stjórnvöld og fyrirtæki í landinu bera ábyrgð á hve illa gengur að ná verðbólgu niður. Hún sakar stjórnvöld um aðgerðaleysi í húsnæðismálum og segir fyrirtæki ekki hafa staðið v ið gefin lofr

Flugleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er ekki sjálfbær án ríkisstyrkja. Endanleg niðurstaða vinnu við markaðsgreiningu á flugleiðinni liggur fyrir í september.

Knattspyrnusamband Íslands er óánægt með framkvæmdir við skólaþorp nærri Laugardalsvelli. Formaður KSÍ segir lóðavinnu hafa byrjað í sumar, sambandinu að óvörum.

Formaður Reiðhjólabænda fagnar tilkomu skilta sem minna á reglur um hjólandi umferð, en segir þörf á frekari fræðslu til að tryggja öryggi hjólreiðafólks.

Sátt hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og íbúa í Árskógum í Breiðholti vegna umdeilds göngustígs sem verið er að leggja þétt upp við húsið. Formaður húsfélagsins segir sáttina fagnaðarefni.

Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir

Er aðgengilegt til 24. júlí 2026.
Lengd: 10 mín.
,