11:03
Sumarmál
Plöntuveiðimenn, Bæjarperlan Flúðir og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Tígrisdýr, jarðskjálftar, tryggir smáhundar, sjávarháskar og uppreisnir, hvernig tengist þetta plöntunum í Grasagarðinum í Laugardal? Jú, í gegnum plöntuveiðimenn. Björk Þorleifsdóttir og Svavar Skúli Jónsson stýra fræðslugöngum í Grasagarðinum í sumar, þau komu til okkar í dag og sögðu okkur meðal annars frá plöntuveiðimönnum og umhirðu sumarblóma.

Við fengum svo fjórðu bæjarperluna í dag frá Hinriki Wöhler. Áfangastaður vikunnar var Hrunamannahreppur, eða nánar tiltekið þéttbýliskjarninn Flúðir. Vatnið, jarðhitinn, ylrækt, tómatar, gúrkur, Sólskinsbúðin og jafnvel mojitosíróp koma við sögu. Hinrik talaði við garðyrkjubóndann Höllu Sif Svansdóttur Hölludóttur og Helenu Eiríksdóttur sem rekur Hrunalaug ásamt systkinum sínum.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Hjalti Þorkelsson, texti Eiríkur Fannar Torfason)

Here Comes The Sun / Nina Simone (George Harrison)

Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,