16:05
Síðdegisútvarpið
Samsköttun, ESB, rafrettur og tískusystur í Keflavík
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Skattahækkun dulbúin sem einföldun – svik við kjósendur og líklega högg fyrir barnafjölskyldur. Svo hefst feisbúkk færsla Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins en í færslunni gagnrýnir hann stjórnvöld sem hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Vilhjálmur var á línunni.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi útskýrði fyrir hlustendum hvað samsköttun er.

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga? Þessari spurningu var svarað í grein sem birtist á Vísindavefnum á dögunum. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, var ein af þeim sem skrifaði greinina og hún kom og svarði þessari spurningu í þættinum.

Á borgarstjórnarfundi í dag er umræða að ósk sjálfstæðismanna um þéttingu byggðar. Til stend­ur að byggja 17 hundruð íbúðir á ýms­um lóðum og svæðum í Breiðholti. Helgi Áss Grét­ars­son vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að umræða fari fram um skipu­lags­mál áður en það verði of seint. Helgi var á línunni hjá okkur.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor fór yfir niðurstöðu nýs Þjóðarpúls Gallups þar sem kom fram að 44% Íslendinga eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og setti í sögulegt samhengi.

Það eru stór tímamót hjá tískusystrum í Keflavík um þessar mundir - en þær Kristín og Hildur Kristjánsdætur hafa rekið verslunina Kóda við Hafnargötu í Keflavík í 42 ár og hafa nú ákveðið að komið sé gott. Hún Guðrún Sóley lagði leið sína í búðina og spjallaði við systurnar um árin í bransanum og hvað tekur svo við.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,