22:03
Konsert
Hildur Vala - Emmsjé Gauti og Soffía Björg og Pétur Ben á HEIMA

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Tónlistarhátíðin HEIMA er árlegur viðburður í Hafnarfirði og fer alltaf fram síðasta vetrardag.

Hún fer þannig fram að fólk kaupir miða á TIX – fær svo armband afhent á hátíðardag og prentaða dagskrá með tímasetning og staðsetningum og fer svo þangað sem það vill fara – til að hlusta á það sem það vill hlusta á.

Rás 2 hefur nokkrum sinum mætt á HEIMA og tekið upp og við ætlum að hlusta á 3 tóndæmi frá HEIMA í Konsert í kvöld – og byrjum á Hildi Völu og Ómari Guðjónssyni frá 2022. Svo heyrum við tónleika Emmsjé Gauta frá í fyrra og svo Soffíu Björg og Pétri Ben líka frá síðasta ári.

Er aðgengilegt til 27. febrúar 2026.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,