18:00
Kvöldfréttir útvarps
Efling segir upp kjarasamningi og stýrivextir gætu lækkað enn frekar

Fréttir

Fréttir

Efling hefur sagt upp kjarasamningi rúmlega tvö þúsund félagsmanna sem starfa á hjúkrunarheimilum á grundvelli forsenduákvæðis um bætta mönnun. Formaður Eflingar segir Eflingarfólk sinna störfum fagfólks á hjúkrunarheimilum, fyrir mun lægri laun.

Aðalhagfræðingur Landsbankans segir nýjar verðbólgutölur afar jákvæðar og telur ekki útilokað að stýrivextir verði lækkaðir um fimmtíu punkta í næsta mánuði.

Álag á fangavörðum landsins er mikið vegna fáliðunar. Fangelsismálastjóri segir stöðuna vera áhyggjuefni fyrir bæði starfsfólk og fanga.

Óvissa ríkir í Vesturbyggð eftir dóm Landsréttar um að eldislax sé ekki sjávarafli.

Er aðgengilegt til 27. febrúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,