16:05
Síðdegisútvarpið
Óveður í Skotalandi, fréttir frá Grænlandi, Fannar bæjarstjóri í Grindavík og mest lesnu svörin á Vísindavefnum 2025

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Við tókum stöðuna á óveðrinu sem geysar í Skotlandi en þar eru um 100 þúsund heimili rafmagnslaus

Kristín Hannesdóttir, arkitekt, listakona og fyrrverandi ræðismaður sem hefur búið í Skotlandi í 58 ár var á línunni.

Magnús Eiríksson, texta-og lagahöfundur, lést í dag. Við minntumst hans með smá samantekt sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman fyrir okkur.

Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í vinnuferð á Grænlandi hann var á línunni með tíðindi þaðan.

Hvaða svör skyldu vera mest lesnu svörin á Vísindavefnum á árinu 2025? Jón Gunnar Þorsteinsson er ritstjóri Vísindavefsins hann kom til okkar í Síðdegsiútvarpið í dag.

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur verður föstudagsgesturinn okkar. Hann stendur á tímamótum þar sem hann hættir sem bæjarstjóri í Grindavík í vor, þá verður hann 69 ára á árinu. Við litum yfir farinn veg með Fannari og horfðum líka til framtíðar.

Við fengum ábendingu um færslu sem Agnes Erlingsdóttir setti á FB síðu sína um áramótaheit sem hún setti sér um áramótin 2024-2035 en það var að lesa 25 bækur á nýja árinu. Ári áður hafði hún lesið 4. Markmiðið tókst og nú hefur Agnes setti sér enn hærra markmið ? En hvert skyldi það vera ? Við fengum að vita það í Síðdegisútvarpinu í dag.

Breytingar hafa orðið á dagskránni hér á Rás 2 á nýju ári. Til að mynda er kominn nýr dúett í Morgunútvarpið, þau Guðrún Dís og Atli Fannar. En það eru fleiri breytingar. Til að mynda hefur Doddi færst sig úr Síðdegisútvarpinu og skipt við Rúnar á sunnudögum. Sportrásin snýr aftur á sunnudaginn með Dodda og Gunnlaugi Jónssyni sem sérstökum aðstoðarmanni en hvernig verður Sportrásin? Doddi, Þórður Helgi og Gunnlaugur Jónsson mættu til okkar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,