16:05
Síðdegisútvarpið
28.apríl
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

?Í hvert sinn sem ég frétti af andláti vegna ofneyslu vímuefna fæ ég sting í hjartað og hugsa til Sissu dóttur minnar sem lést fyrir nærri 13 árum - þá aðeins 17 ára gömul. Það eru að verða komin 13 ár síðan stelpan mín dó og 12 ár síðan ég sagði sögu Sissu og kafaði ofan í heim ungra barna í neyslu fyrir Kastljós. Umræðan í samfélaginu þá var svipuð og nú - kallað var eftir aðgerðum til að bjarga mannslífum. Þetta skrifaði fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í færslu í FB á dögunum - Jóhannes kemur til okkar á eftir og ræðir fráfall Sissu og úrræðaleysið sem ríkir í þessum málum.

Við dembum okkur í mánaðarlega spurningakeppni Síðdegisútvarpsins sem hefur formlega fengið nafnið Spursmál, nafn sem kom frá diggum hlustenda eftir að leitað var til þeirra. Þeir bræður Árni Beinteinn og Gústi B. sjá um sjónvarpsþáttinn Kökukast á stöð 2. Þeir mæta í Spursmál á eftir og verður þema keppninnar að sjálfsögðu kökur.

Það er ekki á hverjum degi sem Síðdegisútvarpinu býðst að vera á Bruce Springsteen tónleikum. Sá draumur rætist í dag en í mýflugumynd þó. Þeir Fílalags fóstbræður Snorri Helgason og Bergur Ebbi munu ræða við okkur á eftir þar sem þeir verða staddir í mannmergðinni, á tónleikum Bruce Springsteen í Barcelona á Spáni.

Krabbameinsfélag Íslands hefur gengið til liðs við Global Relay for Life, samtök í eigu ameríska krabbameinsfélagsins, til þess að geta haldið viðburðinn Relay for Life hér á landi. Viðburðurinn hefur fengið íslenska nafnið Styrkleikarnir. Um er að ræða alþjóðlegan viðburð sem fer árlega fram á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Sigríður Hrund Pétursdóttir og Eva Íris Eyjólfsdóttir sitja í undirbúningsnefnd Styrktarlikanna og þær koma til okkar í þáttinn.

Á sunnudaginn verður hin árlega sæluvika Skagfirðinga sett í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, er aðalmanneskjan þegar kemur að skipulagi og stjórnun Sæluvikunnar í ár við hringjum norður í Skagafjörð og heyrum í Hebu

Hringfarinn Kristján Gislason mun leiða Snigla þann 1. Maí nk. Tilefnið er ærið því ný Íslandssería hefst síðar í mai hér hjá okkur á Ruv. Kristján kemur til okkar í þáttinn

Var aðgengilegt til 27. apríl 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,