16:05
Síðdegisútvarpið
16.janúar
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Síðdegisútvarpið verður stutt að þessu sinni vegna landsleikjar í handbolta. Karlalið Íslands í handknattleik mætir Suður Kóreu á HM í handbolta klukkan fimm í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður á línunni hjá okkur frá Svíþjóð þar sem hún er stödd til að fylgjast með liðinu. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets upplýsir okkur um ástæður rafmagnsleysis á Suðurnesum og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður hitar upp fyrir leikinn með okkur.

Var aðgengilegt til 16. janúar 2024.
Lengd: 45 mín.
,