12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. janúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

19 þúsund fermetra þjóðarhöll verður tilbúin 2025 og er áætlaður kostnaður við byggingu hennar fimmtán milljarðar króna. Áform um byggingu hallarinnar voru kynnt í morgun.

Bankastjóri Landsbankans segir af og frá að bankinn sanki að sér erlendum gjaldeyri til að borga niður eigin lán. Umfangsmikil gjaldeyriskaup á undanförnum misserum endurspegli einungis mikinn viðskiptahalla þjóðarbúsins.

Enn er leitað að fólki í kappi við tímann í blokk í Dnipro í Úkraínu sem Rússar sprengdu á laugardag. Þrjátíu og sex hafa fundist látin og óttast er að þau verði fleiri.

Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk í Reykjavík hafa verið opin óvenjumikið í vetur. Skýlin voru fullsetin um helgina og verða opin í dag vegna kuldans.

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áætlar að nefndin ljúki umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna í næstu viku. Þingstörf hófust á ný í morgun eftir jólafrí.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut enn ein verðlaunin fyrir tónlist sína í nótt.

Valdamesti maður sikileysku mafíunnar var handtekinn í morgun. Ítalska lögreglan hafði leitað hans í þrjá áratugi.

Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Suður-Kóreu í lokaleik sínum í undanriðli HM í Svíþjóð í dag. Sigur tryggir sæti í milliriðli.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,