06:50
Morgunvaktin
Tískubylgjur í heilsu, áhrif kulda og ólík fjölskylduform
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Fjölmargir heimilislæknar hafa íhugað að fara í veikindaleyfi eða minnka við sig vinnuna vegna mikils álags. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður félags heimilislækna. Hún ræddi þessi mál og líka um tískubylgjurnar sem koma úr fjölmiðlum og af samfélagsmiðlum og inn til heimilislækna.

Kuldinn hefur aldeilis áhrif á okkur en við hækkum bara í ofnunum og klæðum okkur vel - en hvað gera dýrin? Eða öllu heldur hvernig fer kuldinn í dýrin stór og smá? Við spurðum Helgu Gunnarsdóttur dýralækni í Eyjafirði.

Við fjölluðum líka um fjölskyldu- og sambúðarform landsmanna. Með grófri alhæfingu má segja að áður fyrr hafi fjölskylda samanstaðið af konu karli og börnum þeirra og þau búið saman þar til börnin fluttu út og stofnuðu sína eigin fjölskyldu. Nú er fjölskyldan fjölbreytt og allavega. hjónabönd eru samkynja, börn eiga tvö heimili, fólk kýs að búa eitt, börnin eru lengur heima, vinir búa saman og svo framvegis. við skoðuðum hvernig fjölskyldumynstrið hefur breyst og þróast í gögnum Hagstofunnar.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

The look of love - Nina Simone

Rainy days and Mondays - The Carpenters

Close to you - The Carpenters

Ljúfa líf - Ellen Kristjánsdóttir

Ó, ljúfa líf - Flosi Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,