Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sigurvin Lárus Jónsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Kosið verður í Brasilíu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til að Lulu, fyrrverandi forseti, hafi betur gegn Bolsonaro, sitjandi forseta. Luciano Dutra þýðandi ræddi um kosningabaráttuna, stjórnmálin og ástand mála í Brasilíu en þar eru miklir erfiðleikar og margt fólk býr við sárafátækt.
Vera Illugadóttir rakti sögu Jamæka í tilefni þess að Heimir Hallgrímsson hefur tekið við þjálfun fótboltalandsliðs þjóðarinnar.
Halli var á rekstri Akureyrarbæjar á fyrri hluta ársins - en þó ekki jafnmikill og áætlað var. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri fór yfir fjárhag bæjarins og starfsumhverfi sveitarfélaga í spjalli við Ágúst Ólafsson fréttamann.
Tónlist:
Jamaica - Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Not in Kansas - The National,
Pressure drop - Toots and the Maytals,
Me and Boby McGee - Janis Joplin.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Guðfinnur er hársnyrtinemi, bæjarfulltrúi og aðstoðarmaður sjálfstæðisflokksins,og það er ekki hægt að segja annað en að það sé skemtileg blanda af titlum.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi.
Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK, til að koma í þáttinn til okkar og segja okkur frá þessari herferð og vitundarvakningunni.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Áfram sagði Magnús af ferðum sínum um Evrópu, nú frá Frakklandi og Spáni. Hann heimsótti borgirnar Orange og Arles sem eru báðar frægar fyrir merkilegar og fornar byggingar og myndlistamenn. Hann sagði líka frá Salvador Dalí safninu î Figueres á Spáni, strandbænum Tossa de Mar og fleiri stöðum í Katalóníu. Hann endar í Palma de Mallorca og segir meðal annars frá stærsta diskoteki í heimi.
Tónlist í þættinum í dag:
Hlíðin mín fríða / GÓSS (F. Flemming og Jón Thoroddsen)
Time in a Bottle / Jim Croce (Jim Croce)
Stand By Me / Ben E. King (Ben E. King, Jerry Leiber og Mike Stoller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir er menningarmannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru rannsóknar- og fræðsluseturs og hefur um árabil unnið að fræðslu og rannsóknum á innflytjendalandinu Ísland.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi segja fráleitt og heimskulegt að kenna þeim um skemmdarverk á gasleiðslum í Eystrasalti. Skemmdarverkin séu líka áfall fyrir þá.
Saksóknari sýndi nærri tveggja klukkustunda þögla kvikmynd í Landsrétti í morgun þegar Rauðagerðismálið var tekið þar fyrir. Myndbandið var klippt saman úr upptökum úr öryggismyndavélum sem áttu að sýna aðild þriggja sem sýknuð voru í héraðsdómi.
Ráðstafanir Seðlabankans síðustu mánuði hafa skilað tilsettum árangri, að mati fjármálastöðugleikanefndar bankans. Efnahagshorfur á heimsvísu hafa þó versnað að undanförnu og lægðin gæti haft áhrif á íslenskan þjóðarbúskap.
Íslensk stjórnvöld hyggjast senda fjörutíu flóttamenn til Grikklands á næstu vikum, þar af eru tvö börn og foreldrar þeirra. Rauði krossinn biðlar til stjórnvalda um að virða mannréttindi barnanna og senda þau ekki til baka.
Mikill viðbúnaður er á Flórída því fellibylurinn Jan Ian gengur á land í kvöld. Tveir létust þegar hann fór yfir Kúbu í gær og eyðileggingin er mikil.
Straumlaust hefur verið sums staðar á Austfjörðum vegna þess hve mikið salt hlóðst á raflínur í óveðrinu um helgina. Unnið er hörðum höndum að því að slá saltið af. Sjötíu ára gamall skógur við Djúpavog er illa farinn eftir veðrið og íbúar eru harmi slegnir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún verður þá fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti ítalska stjórnkerfisins. Það er ekki eina ástæða þess að velgengni hennar í kosningum hefur vakið heimsathygli, Meloni og flokkur hennar eru langt til hægri á hinum pólitíska ás, og hefur hún jafnvel verið kölluð fasisti, enda hóf hún stjórnmálaferill sinn sem unglingur í nýfasískri hreyfingu. Þetta helst skoðaði ævi Meloni, stefnumál hennar og ummæli, og áhugamál en hún hefur haft mikinn áhuga á verkum J.R.R Tolkien og öðrum fantasíubókmenntum frá unga aldri.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við sendum beint út frá ráðstefnu í Háskóla Íslands þar sem fjöldi sérfræðinga er saman kominn og rýnir það í hvernig hugmyndir um réttlæti í kynferðisbrotamálum hafa þróast og hvernig það samsvarar þeim stefnum sem finna má innan dómsstólanna, í refsirétti og hegningarlögum. Viðmælendur: Hildur Fjóla Antonsdóttir nýdoktor við HÍ og skipuleggjandi ráðstefnunnar og María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnastjóri hjá lögreglunni:
Við höfum hér í Samfélaginu fjallað um föngun og förgun koltvísýrings, aðallega í samhengi við carbfix og tengd mál. En það er fleira að gerast. Bandaríska fyrirtækið Running tide er með starfsemi hér á Íslandi, en fyrirtækið vinnur meðal annars að því að finna leiðir til að binda koltvísýrings á hafi úti, meðal annars með þörungum. Við fáum að vita meira um málið á eftir, þegar við tölum við Kristin Árna Lár Hróbjartsson framkvæmdastjóra Running tide á Íslandi.
Við fáum líka málfarsmínútu og vísindaspjall með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.
????????
Útvarpsfréttir.
Fimm þátta sería þar sem Valur Gunnarsson fjallar um breska tónlistarmanninn og lagahöfundinn David Bowie og árin hans í Berlín.
Hjónaband Bowie og eiginkonunnar Angie er í molum og hann kynnist hinni transgender Romy Haag. Hann kemur sér fyrir í hverfinu Schöneberg, þar sem réttindabarátta samkynhneigðra er kominn einna lengst í heiminum, og fólkið þar segir enn um hann sögur í aðdáunartón. Hann hittir rithöfundinn Christopher Isherwood, eitt af sínum helstu átrúnaðargoðum, sem sjálfur hafði komið til Berlínar í leit að strákum til að elska hálfri öld áður og orðið vitni að uppgangi Nasismans.
Umsjón: Valur Gunnarsson.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum fær Sverrir Norland til sín skemmtilega gesti sem endurhugsa með honum heiminn.
Gestur þáttarins er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur. Hann fjallar meðal annars um bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins 1961 til 1972. Hann ræðir einnig um sagnfræðistörf almennt, ritstörf og lífið á Bessastöðum.
Umsjón: Sverrir Norland.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Sæunn Þorsteinsdóttir er einn fremsti sellóleikari Íslands og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir innblásinn og tilfinningaþrunginn leik sinn. Sæunn hefur verið búsett í Bandaríkjunum stóran hluta ævinnar, en verður í vetur staðarlistamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sem slíkur kemur hún fram sem einleikari á tvennum tónleikum hljómsveitarinnar, ásamt því að halda einleikstónleika í tvígang. Sæunn verður gestur Víðsjár í svipmynd dagsins, segir okkur frá þessum og fleiri verkefnum framundan og svarar nokkrum spurningum af spurningalista Proust.
Og við fáum að heyra vangaveltur arkitektúrs-sagnfræðingsins Óskars Arnórssonar. Pistill Óskars fjallar að þessu sinni um það þegar Homer Simpson hannaði bíl og hvernig við getum ekki öll fengið allt það sem við viljum þegar kemur að hönnun. Við sögu koma einnig þvottaefni á ruslahaug í Japan, Vatnshóllinn í Hlíðunum og nýjar byggingar hannaðar fyrir eldri borgara og miðaldra hvítur karl.
Í dag gefur Sögufélagið út bókina Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, eftir skáldið og sagnfræðinginn Kristínu Svövu Tómasdóttur. Í bókinni er ekki aðeins sögð 100 ára saga Farsóttarhússins, heldur líka saga af lækningum, saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Víðsjá hitti Kristínu Svövu í litlu herbergi á fyrstu hæð timburhússins gamla á horni Spítalastígs og Þingholtsstrætis og forvitnaðist um bókina.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Siðasta föstudag kom út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens og Auðuni Lútherssyni, sem kemur fram undir listamannsnafninu Auður. Þetta er fyrsta lagið sem Auður sendir frá sér eftir að hann dró sig í hlé um mitt síðasta ár í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Fjölda tónleika var aflýst, hann dró sig úr hlutverkum í leikhúsi og sjónvarpsþáttum auk þess sem tónlist, sem hann hafði gefið út, var tekin út af streymisveitum. Talað var um að honum hefði verið slaufað.
Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi fjallar um nýja plötu Ara Árelíusar, Hiatus Terræ.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýnir í þættina Piparjónkan.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála.
Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana.
Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti.
-------------
Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO.
Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman.
Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum ætlum við að fjalla um risastórt hugtak sem skiptir okkur öll miklu máli, lýðræði. Hvað er lýðræði og hvað er þá lýðveldi? Hvað tryggir lýðræði okkur? Hvernig þróaðist lýðræði á Íslandi og hvenær urðum við lýðveldi? Svo ætlum við að heyra aðeins af forsetunum okkar.
Við fjöllum um hvað hugtökin lýðræði, lýðveldi, beint lýðræði, fulltrúa lýðræði, þingræði, þingbundin konungsstjórn, forsætisráðherra, forseti, konungur og drottning þýða. Svo það er óhætt að segja að við verðum margs fróðari eftir þáttinn í dag.
Svo getið þið athugað hvort það sé beint lýðræði eða einræði inni á ykkar heimili - hver velur t.d. hvað er í matinn? Fá allir að segja sína skoðun eða ræður alltaf sá sami? Hvort finnst ykkur betra? Ætti kannski bara að kjósa í kvöldmatarnefnd?
Sérfræðingur þáttarins er: Stefanía Óskarsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá 50 ára afmælistónleikum , „Sellóleikaranna tólf“, sellósveitar Berlínarfílharmóníunnar sem fram fóru í Philharmonie-tónlistarhúsinu í Berlín í janúar s.l.
Á efnisskrá eru verk úr ýmsum áttum í útsetningum fyrir sellósveit, m.a. eftir Joseph Haydn, John Williams, Nino Rota, George Gershwin og Astor Piazzolla.
Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við sendum beint út frá ráðstefnu í Háskóla Íslands þar sem fjöldi sérfræðinga er saman kominn og rýnir það í hvernig hugmyndir um réttlæti í kynferðisbrotamálum hafa þróast og hvernig það samsvarar þeim stefnum sem finna má innan dómsstólanna, í refsirétti og hegningarlögum. Viðmælendur: Hildur Fjóla Antonsdóttir nýdoktor við HÍ og skipuleggjandi ráðstefnunnar og María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnastjóri hjá lögreglunni:
Við höfum hér í Samfélaginu fjallað um föngun og förgun koltvísýrings, aðallega í samhengi við carbfix og tengd mál. En það er fleira að gerast. Bandaríska fyrirtækið Running tide er með starfsemi hér á Íslandi, en fyrirtækið vinnur meðal annars að því að finna leiðir til að binda koltvísýrings á hafi úti, meðal annars með þörungum. Við fáum að vita meira um málið á eftir, þegar við tölum við Kristin Árna Lár Hróbjartsson framkvæmdastjóra Running tide á Íslandi.
Við fáum líka málfarsmínútu og vísindaspjall með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.
????????
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi.
Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK, til að koma í þáttinn til okkar og segja okkur frá þessari herferð og vitundarvakningunni.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Áfram sagði Magnús af ferðum sínum um Evrópu, nú frá Frakklandi og Spáni. Hann heimsótti borgirnar Orange og Arles sem eru báðar frægar fyrir merkilegar og fornar byggingar og myndlistamenn. Hann sagði líka frá Salvador Dalí safninu î Figueres á Spáni, strandbænum Tossa de Mar og fleiri stöðum í Katalóníu. Hann endar í Palma de Mallorca og segir meðal annars frá stærsta diskoteki í heimi.
Tónlist í þættinum í dag:
Hlíðin mín fríða / GÓSS (F. Flemming og Jón Thoroddsen)
Time in a Bottle / Jim Croce (Jim Croce)
Stand By Me / Ben E. King (Ben E. King, Jerry Leiber og Mike Stoller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Siðasta föstudag kom út lagið Tárin falla hægt með Bubba Morthens og Auðuni Lútherssyni, sem kemur fram undir listamannsnafninu Auður. Þetta er fyrsta lagið sem Auður sendir frá sér eftir að hann dró sig í hlé um mitt síðasta ár í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Fjölda tónleika var aflýst, hann dró sig úr hlutverkum í leikhúsi og sjónvarpsþáttum auk þess sem tónlist, sem hann hafði gefið út, var tekin út af streymisveitum. Talað var um að honum hefði verið slaufað.
Davíð Roach Gunnarsson tónlistargagnrýnandi fjallar um nýja plötu Ara Árelíusar, Hiatus Terræ.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir rýnir í þættina Piparjónkan.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Fredriksen, fullyrti í gær að skemmdir hefðu verið unnar á tveimur gasleiðslum Nord Stream sem liggja neðansjávar í Eystrarsaltinu, með þeim afleiðingum að mikið gas lekur nú út í hafið en marga daga gæti tekið að gera við leiðslurnar. Við erum forvitin um þetta mál og hvernig fyrirbæri þessar gasleiðslur eru svo við hringdum í Guðrúnu Sævarsdóttur dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem kom og fræddi okkur betur um þykkt og breidd svona leiðsla, hvernig þær eru lagðar og svo framvegis.
Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að banna eigi ónauðsynlegar aðgerðir og rannsóknir á börnum. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars vísað til lífsskoðana foreldra sem gætu ýmist krafist ónauðsynlegra aðgerða eða synjað heimild til nauðsynlegra aðgerða á börnum. Við fengum að heyra betur hvað Flokkur fólksins er að pæla í þessu tiltekna máli þegar Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður þeirra kom til okkar.
Klukkan korter í átta ræddum við við séra Davíð Þór Jónsson, prest í Laugarneskirkju, en heimsókn grunnskólabarna þangað verður afþökkuð á komandi aðventu. Í tilkynningu frá kirkjunni kemur fram að það sé vegna þeirrar andstöðu og sundrungu sem heimsóknirnar hafa skapað.
Forvirkar rannsóknarheimildir eru aftur til umræðu hér á landi, en að þessu sinni eftir að lögreglu tókst að afstýra hættuástandi hér á landi í síðustu viku þegar hún lét úrskurða tvo menn í gæsluvarðhald sem hún telur að hafi ógnað öryggi lögreglu og Alþingis. Til að ræða þessi mál komu til okkar tvær þingkonur, þær Diljá Mist Einarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frá Pírötum
Kaupmáttur launa heldur áfram að rýrna samkvæmt nýrri úttekt Landsbankans. Tæplega tólf ára semfelldri kaupmáttaraukningu lauk í júní á þessu ári, sé horft til breytinga milli ára. Við ræddum þessa þróun við Ara Skúlason, hagfræðing hjá Landsbankanum.
Það styttist í heimsmeistaramót karla í fótbolta sem verður haldið í Katar í nóvember og desember. Katar hefur legið undir verulegu ámæli vegna aðbúnaðar farandverkafólks í aðdraganda HM og vegna slæmrar stöðu mannréttinda í landinu. Það vakti til að mynda athygli í vikunni þegar Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United og goðsögn í knattspyrnuheiminum, sagðist ekki ætla að horfa á Heimsmeistaramótið. Við ræddum við Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamann, um mótið og hvort eina vitið sé að sniðganga það.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 28. september 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Björk - All is full of love
Beabadoobee - The perfect pair
Einar Ágúst - Þakka þér
Roxy Music - More than this
Nýdönsk - Horfðu til himins
Pj Harevey - Who by fire
Árný Margrét - sniglar
200.000 naglbítar - Allt í heimi hér
Whitney - Memory
Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
Specials - A message to you Rydy
Systur - Dusty road
New Order - 1963
Of monsters and men - Alligator
10:00
Dikta - Dig deeper
Madonna - Music
SH Draumur & Prins Polo - Draumaprinsessan
Terence trent D?arby - Whising well
Four tops - Ain?t no woman (like the one I got)
A-ha - You have what it take
Steve Lacy - Bad Habit
Stebbi og Eyfi - Allt með öðrum blæ
Karitas - All the things you said
Aldous Harding - Tick Tock
Suede - Animal nitrate
Mugison - Haustdansinn
Moby & Indochine - This is not our world
Warmland - Overboard
11:00
Moses Hightower - Alltígóðulagi
Forrest - Rock the boat
Snorri Helgason - Falleg
Hurts - Stay
311 - Amber
Celebs & Freyjólfur - Bíttu mig
Joji - Glumpse of us
Ourlives - Out of place
Garbage - Stupid girl
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað um mig og þig?
Vök - Cold (Plata vikunnar)
Lizzo - 2 Be loved
Smiths - Girlfriend in a coma
Emilía Torrini - Perlur og svín
12:00
Árstíðir - Hvenær kemur sól
Malcolm McLaren - Madam Butterfly
Baggalútur - Allt
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi segja fráleitt og heimskulegt að kenna þeim um skemmdarverk á gasleiðslum í Eystrasalti. Skemmdarverkin séu líka áfall fyrir þá.
Saksóknari sýndi nærri tveggja klukkustunda þögla kvikmynd í Landsrétti í morgun þegar Rauðagerðismálið var tekið þar fyrir. Myndbandið var klippt saman úr upptökum úr öryggismyndavélum sem áttu að sýna aðild þriggja sem sýknuð voru í héraðsdómi.
Ráðstafanir Seðlabankans síðustu mánuði hafa skilað tilsettum árangri, að mati fjármálastöðugleikanefndar bankans. Efnahagshorfur á heimsvísu hafa þó versnað að undanförnu og lægðin gæti haft áhrif á íslenskan þjóðarbúskap.
Íslensk stjórnvöld hyggjast senda fjörutíu flóttamenn til Grikklands á næstu vikum, þar af eru tvö börn og foreldrar þeirra. Rauði krossinn biðlar til stjórnvalda um að virða mannréttindi barnanna og senda þau ekki til baka.
Mikill viðbúnaður er á Flórída því fellibylurinn Jan Ian gengur á land í kvöld. Tveir létust þegar hann fór yfir Kúbu í gær og eyðileggingin er mikil.
Straumlaust hefur verið sums staðar á Austfjörðum vegna þess hve mikið salt hlóðst á raflínur í óveðrinu um helgina. Unnið er hörðum höndum að því að slá saltið af. Sjötíu ára gamall skógur við Djúpavog er illa farinn eftir veðrið og íbúar eru harmi slegnir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Þau Siggi Gunnars og Rósa Birgitta Ísfeld flökkuðu um Poppland í dag. Fjölbreytt tónlist að vanda.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Mugison - Haustdansann
Nýdönsk og Svanhildur Jakobsdóttir - Á sama tíma að ári
Niall Horan - Nice To Meet Ya
Björk - Ovule
Depeche Mode - Enjoy The Silence
Gabriels - One and Only
Bill Withers - Who Is He (And What Is He to You?)
Self Esteem - Fucking Wizardry
K.D. Lang - Constant Craving
Freyjólfur - Dönsum ein
Vök - Lost in the weekend
Hard-Fi - Living For The Weekend
Spilverk Þjóðanna - Fyrstur á fætur
Björgvin Gíslason, Sigurður Bjóla og Bryndís Jakobsdóttir - Vatn
Spilverk Þjóðanna - Hippi
George Harrison - My Sweet Lord
Laufey - Falling Behind
Sergio Mendes - Mas que nada
David Bowie - Changes
Mazie - I think I wanna be alone
Gorillaz ft. Tame Impala & Bootie Brown - New Gold
Chromeo - Needy Girl
Vök - Headlights
Spin Doctors - Two princes
Green Day - Basket Case
The Killers - Boy
Future Islands - King of Sweden
Sigrid - A driver saved my night
Robyn & Neneh Cherry ft Mapei - Buffalo Stance
Emmsjé Gauti - Hvað er að frétta
Toploader - Dancing in the moonlight
Védís - Blow my mind
Koop - Koop Island Blues
Memories - Waldeck
MGMT - Little Dark Age
Gus Gus - Love is alone
Steve Lacey - Bad habit
Silk Sonic - Smokin? out the window
Phoenix - Alpha Zulu
Hot Chip ? Keep Fallin?
Alanis Morissette - You oughta know
The Prodigy - Out of Space
The Prodigy - Charly
Lay Low - Little by little
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Evrópusamtök höfunda GESAC sem STEF á aðild að gefur út í dag nýja áhugaverða skýrslu um streymi á tónlist . Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFS kemur til okkar og segir okkur frá helstu niðurstöðum skýrslunnar.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett í núna klukkan fjögur með ávarpi formanns stjórnar Sambandsins Aldísar Hafsteinsdóttur. Dagskrá þingsins sem fram fer á Akureyri er fjölbreytt venju samkvæmt og má búast við áhugaverðum erindum og umræðum um sveitarstjórnarmál. Aldís mun á þinginu láta af embætti formanns en því hlutverki hefur hún gengt í fjögur í ár og það mun koma í hlut Heiðu Bjargar Hilmisdóttur að taka við keflinu. Aldís er á línunni hjá okkur.
Samtök Iðnaðarins standa fyrir kynningu á skýrslu á morgun er varðar umbótatillögur sem ætlað er að efla samkeppnishæfni í grænni iðnbyltingu og stuðla að framförum. Í skýrslunni er að finna 26 umbótatillögur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins er kominn til okkar til að segja okkur frá því helsta og ræða við okkur um hvers vegna við þurfum að fara að fullum þunga í græna iðnbyltingu.
Nú er komið haust og þá kemur tími kerta, kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða. Kvikmynda og sjónvarpsrýnirinn okkar Ragnar Eyþórsson mætir til okkar og mælir með einhverju fyrir okkur að horfa á.
Á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs stendur hús sem á sér viðburðaríka sögu. Það var byggð árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala og geðsjúkrahúsi og seinast að gistiskýli fyrir heimilislausa. Núna klukkan fimm hófst síðan útgáfuhóf í húsinu til að fagna útkomu bókarinnar Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Höfundur bókarinnar Kristín Svava Tómasdóttir er komin hingað til okkur til að segja okkur frá bókinni og þessu merkilega húsi.
Rafmagnslaust er á gjörvallri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian fór þar hamförum í gær. Fárviðrið hamaðist á vesturhluta eyríkisins af ógnarkrafti í fimm tíma áður en það mjakaðist aftur á haf út. Fellibylurinn Ian stefnir nú nánast beint norður yfir Mexíkóflóann til Flórída í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar hafa skikkað 2,5 milljónir manna, einkum við Tampaflóa, til að yfirgefa heimili sín og forða sér í öruggt skjól áður en ofviðrið skellur á í kvöld eða nótt. Ian var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk yfir Kúbu, hann hefur sótt í sig veðrið og má búast við að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann tekur land í Flórída. Á línunni hjá okkur er Óskar Kristjánsson íbúi í Orlando í Flórída.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Stórbruni varð á Egilsstöðum í dag þegar kviknaði í þvottahúsinu Vaski, lítið varð ráðið við eldinn fyrr en liðsauki barst frá flugvallarslökkviliðinu. Íbúar eru beðnir að loka gluggum og kynda til að varna því að reyk leggi inn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður var á vettvangi og ræddi við Harald Geir Eðvarðsson slökkviliðsstjóra Múlaþings.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir á föstudag um skemmdir á rússneskum gasleiðslum í Eystrasalti. Rússar bera af sér sök um skemmdarverk og óskuðu eftir fundinum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að grannt verði fylgst með framvindu mála.
Það væri fínt að geta fengið að vera í almennilegum skóla segir Arna Sif Jóhannssdóttir, nemandi í níunda bekk Hagaskóla. Bæta þarf við útistigum og breyta gluggum til að tryggja brunavarnir í húsi skólans í Ármúla segir Björn Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur aldrei verið jafn bág og nú að mati nýkjörins Heiðu Bjargar Hilmisdóttur formanns sambands þeirra. Erfitt sé að gera áætlanir fyrir næsta ár þegar óvíst sé um tekjustofna. Ágúst Ólafsson ræddi við hana.
Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir þremur einstaklingum fyrir aðild að morði í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Karlmaður var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi fyrir að hafa játað á sig manndrápið, en þremenningarnir voru sýknaðir. Alexander Kristjánsson sagði frá málflutningi í Landsrétti.
-------------
Eyjarskeggjum á dönsku eyjunum Borgundarhólmi og Kristjánsey er órótt yfir að vera allt í einu í miðjum hráskinnaleik á heimssviðinu. Flestum að Danmörk að hún sé ekki svo fjarri og stríð og átök hafi færst nær við fréttir af sprengingum og skemmdarverkum í Eystrasalti. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um viðbragð Íslands og NATO.
Næstu tveir sólarhringar verða andstyggilegir, segir Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída í Bandaríkjunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu vegna fellibylsins Ians sem nær landi í kvöld eða nótt. Ásgeir Tómasson tók saman.
Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt og skráð hamingju Íslendinga staðfastlega í nær tvo áratugi. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sviðsstjóra lýðheilsu hjá Landlækni um hamingjumælingar og versnandi líðan íslenskra ungmenna eftir C
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kvöldvaktin er að venju samkvæmt með það nýjast í tónlistinni fyrir þjóðina meðal annars frá ; Bomba Estéreo ft Manu Chao, Jamie xx, Beabadoobee, Fred Again, Úlfi Úlf og Birni, Panda Bear, Moby ásamt Indochine, Kusk, Jawny, Biig Piig og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Kusk - Undan berum himni
Tame Impala - 'Cause I'm A Man
Jawny - Adios
The Beach Boys - Good Vibrations
Panda Bear, Sonic Boom - Edge of the Edge
PJ Harvey, Tim Philips - Who By Fire
MGMT - Congratulation
Beabadoobee - The Perfect Pair
Amadou et Mariam - Sabali
Bomba Estéreo, Manu Chao - Me Duele
Radiohead - Weird Fishes Arpeggi
The Orielles - The Room
Ólafur Kram - Aumingja Þuríður
Whitney - Memory
Blood Orange - Jesus Freak Lighter
Steve Lacy - Bad Habit
Loyle Carner - Nobody Knows
WuTang Clan - Triumph
Úlfur Úlfur og Birnir - Dínamít
Fatboy Slim - Right Here, Right Now
Confidence Man - Luvin U Is Easy
Jamie xx - Kill Dem
Prodigy - Out Of Space
Bonobo - ATK
Biig Piig - Kerosene
Fred Again - Danielle
Dikta - Dig Deeper
Oasis - D'ya Know What I Mean?
Simple Minds - First You Jump
Big Country - Look Away
Suede - 15 Again
Placebo - Special K
Smashing Pumpkins - Beguiled
Pixies - Tame
Björk - Ovule
Die Antwoord - Ugly Boy
PVA - Hero Man
The Normal - T.V.O.D.
Unnsteinn - Púki
Inspector Spacetime - Under My Underwear
PinkPantheress - Picture In My Mind
Four Tet - Mango Feedback
Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 17. - 24. september.