06:50
Morgunvaktin
Stjórnmál í Brasilíu, saga Jamæka og fjármál sveitarfélaga
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Kosið verður í Brasilíu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til að Lulu, fyrrverandi forseti, hafi betur gegn Bolsonaro, sitjandi forseta. Luciano Dutra þýðandi ræddi um kosningabaráttuna, stjórnmálin og ástand mála í Brasilíu en þar eru miklir erfiðleikar og margt fólk býr við sárafátækt.

Vera Illugadóttir rakti sögu Jamæka í tilefni þess að Heimir Hallgrímsson hefur tekið við þjálfun fótboltalandsliðs þjóðarinnar.

Halli var á rekstri Akureyrarbæjar á fyrri hluta ársins - en þó ekki jafnmikill og áætlað var. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri fór yfir fjárhag bæjarins og starfsumhverfi sveitarfélaga í spjalli við Ágúst Ólafsson fréttamann.

Tónlist:

Jamaica - Vilhjálmur Vilhjálmsson,

Not in Kansas - The National,

Pressure drop - Toots and the Maytals,

Me and Boby McGee - Janis Joplin.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,