16:05
Síðdegisútvarpið
6.apríl
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

En við byrjum á Björgvini Halldórssyni sem fagnar sjötugsafmæli sínu með streymistónleikum í Borgarleikhúsinu þann 16. apríl nk. Það verður væntanlega öllu tjaldað til eða hvað ......

Það dregur ekki úr tíðindum þegar kemur að eldsumbrotum á Reykjanesskaganum en hvað er hægt að lesa í stöðuna eins og hún er núna? Hvað hefur breyst eftir tíðindi gærdagsins og hverju getum við átt von á úr þessu? Páll Einarsson jarðfræðingur skoðar þau mál með okkur.

Í gær féll úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að komufarþegar eru ekki lengur skikkaðir í farstóttarhús og í dag voru reglur á landamærum voru rýmkaðar þegar fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins var gert kleift að koma hingað til lands án þess að sæta sóttkví, framvísi það vottorði um bólusetningu eða yfirstaðna sýkingu. Við fáum viðbrögð við þessum fréttum frá formanni samtaka ferðaþjónustunnar Bjarnheiði Hallsdóttur.

Áætlanir viðbragðsaðila vegna gosstöðvanna breyttust skyndilega í gær þegar nýjar gossprungur tóku að opnast um í námunda við eldgosið í Geldingadölum. Við heyrum í Guðbrandi Erni Arnarsyni en hann er verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu og hefur unnið mikið að skipulagi vegna þeirra ótal verkefna sem björgunarsveitir hafa þurft að sinna við gosstöðvarnar.

Farfuglarnir eru byrjaðir að koma til landsins við fáum að heyra af því allra nýjasta í þeim efnum frá Brynjúlfi Brynjúlfssyni hjá fuglaathugunarstöð Suðausturlands.

Við heyrum í líka í Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkur en umferð allra þeirra þúsunda sem hafa heimsótt gosið hefur streymt í gegnum bæinn. Álagið hefur líklegast verið meira á bæjarbúum undanfarin misseri en oft áður.

Var aðgengilegt til 06. apríl 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,