18:00
Spegillinn
Fáir fóru á sóttkvíarhótel
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti landsréttur niðurstöðu hérðasdóms um að lagastoð skorti verði brugðist við því.

Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast.

Lögfræðinga greinir á um hvort úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sýni brotalamir í sóttvarnarlögum. Reglugerð heilbrigðisráðherra hafi hins vegar skort lagastoð.

Eldfjallafræðingur segir líklegt að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga. Gosið nú muni að líkindum standa í langan tíma en ekki sé þó líklegt að hraun renni yfir Suðurstrandarveg fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Nemendur í Fossvogsskóla geta snúið aftur til náms í Korpuskóla á morgun. Viðgerðir hafa staðið yfir í Korpuskóla um páskana eftir að rakaskemmdir komu þar í ljós.

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum segir að sýkingarmáttur breska veiruafbrigðisins sem gangi hér nú sé meiri en eldri afbrigða og því þurfi hertar aðgerðir til að sporna við ástandinu. Ef það sé ekki gert aukist líkur á hópsmiti hér á landi. Hann vonar að stjórnmálamenn byggi traustari lagastoð undir aðgerðirnar. Bergljót Baldursdóttir talaði við Magnús.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsla lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur sé á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma. Hann segir að nýja gosið sé meira og minna hrein viðbót við gosið í Geldinadölum. Því megi segja að það sé verið að tvöfalda framleiðnina. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson.

Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær 2. stig í afléttingu Covid-19 takmarkana, sem verður 12. apríl. Ferðamöguleikar Breta utanlands í sumar eru þó enn óljósir og stærsta spurningin er, eftir sem áður, hvort og þá hvernig bólusetningarvottorð verði gerð að skyldu. Sigrún Davíðsdóttir sagi frá.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,