Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ítrekað hefur verið ráðist að orkuinnviðum í Evrópu undanfarin ár, ekki bara í tengslum við stríðið í Úkraínu. Skemmdarverk hafa líka aukist á Norðurlöndunum. Náttúruhamfarir hafa haft mikil áhrif hér á landi. Öryggi ómissandi innviða hér á landi og hvernig þau mál standa voru til umræðu þegar Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, kom á Morgunvaktina.
Arthúr Björgvin Bollason var á sínum stað. Hann ræddi við Auðun Atlason, sendiherra Íslands í Þýskalandi, um Konrad Adenauer, fyrsta kanslara Sambandslýðveldisins þýska. 150 ár voru í síðustu viku liðin frá fæðingu hans.
Hálf öld er í dag síðan jarðskjálftinn mikli varð á Kópaskeri: Kópaskersskjálftinn. Mikið tjón varð á húsum og innviðum, og fólk þurfti að yfirgefa bæinn í flýti. Lovísa Óladóttir frá Kópaskeri rifjaði upp 13. janúar 1976 og dagana á eftir.
Tónlist:
Finnur Bjarnason, Gerrit Schuil - Liederkreis op. 25 : Berg und Burgen schau'n herunter.
Markéta Irglová - Vegurinn heim.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Samtalið fræðsla er ekki hræðsla er forvarnarverkefni með það að markmiði að efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna. Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda og allra áhugasamra sem vilja bæta framtíð barna. Arnrún María Magnúsdóttir leikskólakennari hefur mótað og þróað verkefnið frá aldamótum, en það hefur hlotið fjölda tilnefninga til foreldraverðlauna Heimilis og skóla undanfarin ár. Við fengum Arnrúnu Maríu til að segja okkur betur frá því í þættinum.
Krossgátur eru fyrirbæri sem kom fram á 19.öld og þær urðu gríðarlega vinsælar á þriðja áratug síðustu aldar, í bókaformi, tímaritum og dagblöðum. Krossgátur hafa einnig verið vinsælar hér á landi lengi og við rákum augun í eina slíka í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands og í texta við hana stóð að hún væri eftir Einar G. Pálsson í Borgarnesi, þetta var hans fyrsta krossgáta en hann var sem sagt að taka við af Erlu Guðmundsdóttur sem hafði samið krossgátur í Skessuhorn frá því þær birtust fyrst þar. Einar átti erindi í höfuðborgina í dag og við nýttum tækifærið og fengum hann til að segja okkur aðeins frá krossgátuáhuga sínum og því að semja krossgötur.
Og svo í lokin var það fyrsta Heilsuvakt ársins með Helgu Arnardóttur. Við heyrðum sögu Júlíu Þorvaldsdóttur í síðustu Heilsuvakt ársins 2025 þar sem hún sagði frá þrekraun sinni þegar hún keppti í hálfum járnkarli (eða þríþraut) í Portúgal í fyrra. Þar hjólaði hún 90 km, hljóp hálft maraþon og synti 1,9 kílómetra. Við heyrðu í dag seinni hluta vitalsins við Júlíú, í honum segir hún frá undirbúningnum fyrir svona líkamlegt afrek og hvernig hún hefur umbylt lífi sínu að nánast öllu leyti og byrjað fyrir alvöru að gera hreyfingu að stórum hluta í sínu lífi. Júlía þjáist einnig af miklu svefnleysi og hefur gert í nánast aldarfjórðung en segir hreyfingu breyta allri sinni líðan og svefnheilsu.
Tónlist í þættinum:
Bíldudals grænar baunir / Baggalútur (Valgeir Guðjónsson)
Enginn eins og þú / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Tico Tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Eldur kom ítrekað upp í leikmunageymslu í Gufunesi sem brann í gærkvöld. Lögregla rannsakar vettvanginn. Skemman var í eigu Reykjavíkurborgar, sem segist enga ábyrgð bera á ástandi hússins. Bruninn gæti haft áhrif á kvikmyndagerð hér á landi.
Talið er að þúsundir manna hafi verið drepnir í mótmælum í Íran, sem geisa enn. Sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir klerkastjórnina veikari en nokkru sinni.
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli. Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.
Stjórnmálaskýrandi DR býst við að spenna eigi eftir að ríkja á fundi óttast erfiðan fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna á morgun. Varaforseti Bandaríkjanna verður líka á fundinum.
Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga í Reykjavík í fyrra leiddi í ljós að kveikt var í. Enginn verður sóttur til saka því sá sem er grunaður um íkveikju lést í eldsvoðanum.
Betri útbúnaður björgunarsveita, endurnýjun ljósleiðara og Hvalárvirkjun væru álitlegir kostir fyrir uppbyggingu varnarinnviða á Vestfjörðum. Formaður fjórðungssambands Vestfjarða segir áfallaþol samfélagsins mikilvægara en loftvarnarbyrgi, ekki síst í ljósi fjölþáttaógna.
Draumur Marine Le Pen um að verða forseti Frakklands veltur á niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem tók til starfa í París í dag. Le Pen sækist eftir því að ógilda dóm frá því í fyrra, sem fól í sér fimm ára bann við framboði í opinbert embætti.
Englendingurinn Michael Carrick stýrir Manchester United út tímabilið. Hann hefur áður sinnt sama hlutverki en þá í einungis þremur leikjum.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Eftir að bandaríski herinn gerði loftárás á höfuðborg Venesúela og handtók einræðisherrann Nicolas Maduro hefur skapast ákveðin óvissa um hver það er sem fer með völdin í landinu. Stýrir eftirmaður Maduros, Delcy Rodriguez, Venesúela eða Donald Trump Bandaríkjaforseti?
Yfirvöld í Caracas handtóku blaðamenn í kjölfar árásarinnar og stöðvuðu fólk á götum úti til að skoða símana þeirra og athuga hvort það hefði lýst yfir velþóknun á handtöku Maduros. Á sama tíma hafa yfirvöld í landinu sleppt pólitískum föngum og andstæðingum stjórnarinnar í Caracas úr fangelsi.
Orðin sem hafa verið notuð til að lýsa ástandinu í landinu eru meðal annars mótsagnir og mótsagnakennt af því að ákvarðanir sem hafa verið teknar eru þess eðlis. Hvað er eiginlega í gangi þarna og stefnir landið í lýðræðisrátt?
Rætt er við Vensúelabúa á sextugsaldri sem býr í olíuborginni Maracaibo í Vesturhluta Venesúela um stöðuna í landinu. Einnig er rætt sögukennarann Stefán Ásgeir Guðmundsson sem hefur verið fararstjóri á Kúbu í 20 ár.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Surtseyjarfélagið gaf nýverið út ritið Surtsey Research í sextánda sinn. Ritið er safn vísindagreina um eyna, jarðfræði hennar og lífríki. Tíu manna handvalinn hópur heimsækir Surtsey í júlí ár hvert og sinnir þar rannsóknum sem síðar rata í ritið.
Í þætti dagsins spjöllum við við Hólmfríði Sigurðardóttur formann Surtseyjarfélagsins og Bjarna Diðrik Sigurðsson ritstjóra Surtsey Research og gjaldkera félagsins.
Og í lok þáttar ræðir Páll Líndal vellíðan og farsældarhyggju í sínum reglubundna pistli. En við byrjum á Surtseyjarrannsóknum.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er gluggað í magnaða frásögn skáldsins Bólu-Hjálmars um ævi Höskuldar Jónssonar bónda og sjómanns sem bjó á Siglufirði og í nágrannasveitum á fyrri hluta 19. aldar. Eftir miklar raunir sem fjölskylda hans lenti í vegna snjóflóða tekur almenn lífsbarátta við, en stundum þarf Höskuldur ekki síður að hafa áhyggjur af nágrönnum sínum en náttúruöflunum.

Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Saga múslima á Íberíuskaga spannar níu aldir, en lauk árið 1614 þegar hundruð þúsunda múslima höfðu verið flutt nauðungaflutningum frá Spáni. Áhrif þessa tíma má sjá um gervallann skagann, bæði á Spáni og í Portúgal, en þrátt fyrir það hefur ekki alltaf ríkt sátt um umfang þessara áhrifa eða þýðingu. Nýlega kom út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur smáritið Al-andalus, saga múslima á Íberíuskaga. Höfundur bókarinnar, Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands, er gestur þáttar. Einnig heimsækjum við Listamenn gallerí við Skúlagötu til að ræða við myndlistarmanninn Helga Hjaltalín um einkasýningu hans, Skuggi sem mælieining. Þar fer Helgi í hugmyndaferðalag um hernumin svæði Evrópu, trúarbrögð, allskonar elda og stórkarlalegan hugsunarhátt.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Þorleifsdóttir var í hópi þeirra sem kom á fót nýju BA-námi í sviðslistum sem hét þá fræði og framkvæmd, en heitir í dag sviðshöfundabraut. Á morgun verður kynnt nýtt meistarnám í sviðslistum í Listaháskólanum og að því tilefni kom Una og ræddi sviðslistir, nám og samfélagslegt mikilvægi sviðslistaverka.
Þórir Baldursson, tónlistarmaður, hefur unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Hann á sér merkilega sögu sem Jóhann Sigmarsson sá að tilefni var til að segja í heimildarmynd. Sú mynd hefur litið dagsins ljós og heitir Maðurinn sem elskar tónlist. Jóhann og Þórir ræða við Jóhannes Bjarka.
Fréttir
Fréttir
Grænland stendur á eigin fótum og vill ekki vera hluti af Bandaríkjunum. Danmörk og Grænland ganga sameinuð á fund Bandaríkjanna á morgun.
Vorþing hefst á morgun. Samgönguáætlun er í forgangi segir forsætisráðherra.
Fiskimjölsverksmiðjur landsins nota flestar rafmagn í ár í stað olíu, sem stórminnkar losun frá bræðslunum. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir þó öfugsnúið að rafmagn til verksmiðjunnar í Eyjum sé verðlagt út af markaðnum með háum flutningsgjöldum.
Fimm ár eru í dag síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í læknavísindum. Guðmundur segir síðustu fimm ár hafa verið baráttu - en vel þess virði.
Óvenju þurrt hefur verið í höfuðborginni fyrstu daga ársins. Veðurfræðingur segir mögulegt að fyrri helmingur janúar verði sá þurrasti í Reykjavík í 90 ár.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir líkurnar á falli klerkastjórnarinnar í Íran meiri en oft áður. Umfang mannskæðra mótmæla undanfarna daga koma honum verulega á óvart og viðbrögð stjórnvalda líka. Þau hafi vissulega verið mjög hörð, segir hann, en ekki jafn skjót og ákveðin og oft áður.
VIð stöndum í miðju stormsins sagði Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku landsstjórnarinnar, með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sér við hlið á blaðamannafundi þar sem enn var ítrekað að Grænland væri ekki falt. Stormbálið sem geisar vegna yfirlýsinga og ásælni Bandaríkjanna í Grænland snerist ekki aðeins um eyjuna sjálfa heldur um skipan heimsmála og ef hún félli þá stæði Grænland og heimurinn frammi fyrir ögrun sem yrði erfitt að mæta.
Samtök um karlaathvarf voru í hópi þeirra sem fengu milljóna styrk frá þáverandi félags-og húsnæðismálaráðherra í lok nóvember þrátt fyrir að matsnefnd hefði talið að þau væru ekki réttu aðilarnir.

Nokkur vel valin lög

frá Veðurstofu Íslands
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Í þessum þætti verður leikin tónlist sem er vel til þess fallin að veita birtu og yl í hjörtu og líkama hlustenda, tangóar og tónlist ættuð frá ýmsum heimshornum verður leikin, flytjendur eru Astor Piassolla og kvintett hans, og Kronos kvartettinn.
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
I. þáttur: Adagio sostenuto - Presto úr Sónötu op. 47 nr. 9 (Kreutzer sónötunni) eftir Ludwig van Beethoven. Sif Margrét Tulinius leikur á fiðlu og Richard Simm á píanó. Upptaka fór fram í Salnum í Kópavogi í júlí 2025
Konsert fyrir selló og hljómsveit (1983) eftir Jón Nordal.
Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur með undir stjórn Petri Sakari. Hljóðritun gerð á vegum Ríkisútvarpsins 2009.
Grafskrift eftir Eirík Stephensen.
Flytjendur eru Asbjørn Bruun, Emil Friðfinnsson, Maximilian Riefellner og Stefán Jón Bernharðsson sem leika á horn; og á básúnur leika: David Bobroff, Jón Arnar Einarsson og Sigurður Þorbergsson. Stjórnandi er Högni Egilsson.
Heiti plötu: Eirrek (2025)
An Die Musik, D 547 eftir Franz Schubert. Textinn er úr ljóði eftir Franz von Schober. Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran syngur, Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó. Hljóðritun gerð á ljóðatónleikum í Hannesarholti 2025 sem báru yfirskriftina Draumsýn.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Surtseyjarfélagið gaf nýverið út ritið Surtsey Research í sextánda sinn. Ritið er safn vísindagreina um eyna, jarðfræði hennar og lífríki. Tíu manna handvalinn hópur heimsækir Surtsey í júlí ár hvert og sinnir þar rannsóknum sem síðar rata í ritið.
Í þætti dagsins spjöllum við við Hólmfríði Sigurðardóttur formann Surtseyjarfélagsins og Bjarna Diðrik Sigurðsson ritstjóra Surtsey Research og gjaldkera félagsins.
Og í lok þáttar ræðir Páll Líndal vellíðan og farsældarhyggju í sínum reglubundna pistli. En við byrjum á Surtseyjarrannsóknum.

frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Samtalið fræðsla er ekki hræðsla er forvarnarverkefni með það að markmiði að efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna. Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda og allra áhugasamra sem vilja bæta framtíð barna. Arnrún María Magnúsdóttir leikskólakennari hefur mótað og þróað verkefnið frá aldamótum, en það hefur hlotið fjölda tilnefninga til foreldraverðlauna Heimilis og skóla undanfarin ár. Við fengum Arnrúnu Maríu til að segja okkur betur frá því í þættinum.
Krossgátur eru fyrirbæri sem kom fram á 19.öld og þær urðu gríðarlega vinsælar á þriðja áratug síðustu aldar, í bókaformi, tímaritum og dagblöðum. Krossgátur hafa einnig verið vinsælar hér á landi lengi og við rákum augun í eina slíka í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands og í texta við hana stóð að hún væri eftir Einar G. Pálsson í Borgarnesi, þetta var hans fyrsta krossgáta en hann var sem sagt að taka við af Erlu Guðmundsdóttur sem hafði samið krossgátur í Skessuhorn frá því þær birtust fyrst þar. Einar átti erindi í höfuðborgina í dag og við nýttum tækifærið og fengum hann til að segja okkur aðeins frá krossgátuáhuga sínum og því að semja krossgötur.
Og svo í lokin var það fyrsta Heilsuvakt ársins með Helgu Arnardóttur. Við heyrðum sögu Júlíu Þorvaldsdóttur í síðustu Heilsuvakt ársins 2025 þar sem hún sagði frá þrekraun sinni þegar hún keppti í hálfum járnkarli (eða þríþraut) í Portúgal í fyrra. Þar hjólaði hún 90 km, hljóp hálft maraþon og synti 1,9 kílómetra. Við heyrðu í dag seinni hluta vitalsins við Júlíú, í honum segir hún frá undirbúningnum fyrir svona líkamlegt afrek og hvernig hún hefur umbylt lífi sínu að nánast öllu leyti og byrjað fyrir alvöru að gera hreyfingu að stórum hluta í sínu lífi. Júlía þjáist einnig af miklu svefnleysi og hefur gert í nánast aldarfjórðung en segir hreyfingu breyta allri sinni líðan og svefnheilsu.
Tónlist í þættinum:
Bíldudals grænar baunir / Baggalútur (Valgeir Guðjónsson)
Enginn eins og þú / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Tico Tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Þorleifsdóttir var í hópi þeirra sem kom á fót nýju BA-námi í sviðslistum sem hét þá fræði og framkvæmd, en heitir í dag sviðshöfundabraut. Á morgun verður kynnt nýtt meistarnám í sviðslistum í Listaháskólanum og að því tilefni kom Una og ræddi sviðslistir, nám og samfélagslegt mikilvægi sviðslistaverka.
Þórir Baldursson, tónlistarmaður, hefur unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna. Hann á sér merkilega sögu sem Jóhann Sigmarsson sá að tilefni var til að segja í heimildarmynd. Sú mynd hefur litið dagsins ljós og heitir Maðurinn sem elskar tónlist. Jóhann og Þórir ræða við Jóhannes Bjarka.