Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ríkisútvarpið er 95 ára. Af því tilefni voru leikin samtöl úr Morgunvaktinni frá 2020, á 90 ára afmælinu. Rætt var Guðjón Friðriksson sagnfræðing og Gunnar Stefánsson, fyrrverandi dagskrárstjóra og höfund bókarinnar Útvarp Reykjavík.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna í síðustu viku þar sem samþykkt var tilhögun fjármögnunar fjárstuðnings við Úkraínu.
Það er jólalegt í Hrísey og aðventan þar notaleg. Ásrún Ýr Gestsdóttir, verslunarstjóri í Hríseyjarbúðinni, sagði frá.
Margir leggja leið sína í kirkjugarðana yfir jólahátíðina. Umferðaröngþveiti hefur skapast við garðana í Reykjavík síðustu ár. Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs, hvetur fólk til sækja garðana utan háannatíma - sem er í kringum hádegi á aðfangadag.
Tónlist:
Have yourself a merry little Christmas - Frank Sinatra,
White Christmas - Frank Sinatra.



Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur sveiflulög og sálarsöngvar í flutningi íslenskra flytjenda, ýmist á íslensku eða ensku. Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari syngur þrjú lög úr söngleikjum og kvikmyndum sem komu út á plötunni Lögin úr leikhúsinu árið 2010. Það eru lögin Lukka komdu í kvöld, Norðurleiðarútan og Svo ung og bjartsýn. Síðan eru tvö sálarlög sem komu út á Svörtu plötunni. Regína Ósk syngur Spooky og Hera Björk og Margrét Eir syngja Shake Your Tailfeather. Þá eru þrjú lög af plötu sem Stórsveit Reykjavíkur gerði árið 1995. Egill Ólafsson syngur It Don't Mean a Thing (If it ain't got that swing), Egill og Raggi Bjarna syngja Einungis fyrir djass og Elly Vilhjálms syngur Almost Like Being In Love. Bubbi Morthens syngur að lokum þrjú lög sem Haukur Morthens frændi hans hljóðritaði á sínum tíma. Það eru lögin Lóa litla á Brú, Með blik í auga og Ó, borg mín borg, en í því lagi hljómar rödd Hauks einnig.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Útvarpsfréttir.

Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Leiknar eru gamlar hljóðritanir úr segulbandasafni Ríkisútvarpsins, af segulböndum og gömlum lakkplötum.
Flytjendur: Gísli Magnússon ; Krisján Þ. Stephensen ; Sigurður I. Snorrason ; Haukur Guðlaugsson ; Jón H. Sigurbjörnsson ; Gunnar Egilsson ; Sigurður Markússon ; Guðmundur Jónsson ; Ólafur Vignir Albertsson ; Ragnheiður Guðmundsdóttir ; Magnús Jónsson ; Þúríður Pálsdóttir ; Fritz Weisshappel ; Jórunn Viðar ; Kristinn Hallsson

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fjallað um barnabækurnar Galapagoseyjar eftir Felix Bergsson og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.
Einnig er rætt við Kristínu Ómarsdóttur um þriðju bókina um uppvöxt langömmu hennar í Biskupstungunum, Móðurást: Sólmánuður. Fyrir fyrstu bókina Móðurást: Oddný hlaut Kristín Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Viðmælendur: Kristín Ómarsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Felix Bergsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Elon Musk hefur lýst yfir mikilli vanþóknun á nýju frumvarpi Bandaríkjaforseta, Big, Beautiful Bill, því það mun auka ríkisútgjöld og vinna gegn þeirri miklu niðurskurðarvinnu sem Musk og liðsmenn hans í DOGE, hagræðingahópnum, hafa staðið í síðastliðna 130 daga. Hvort þetta þýði að áhrif Musks fari minnkanndi í Hvíta Húsinu á eftir að koma í ljós. En fyrir hvað stendur hann, fyrir hverju berst hann og á hvað trúir hann? Hvernig tengist nýlenda á Mars börnunum 14?
Efni sem var notað við gerð þáttarins:
Ævisagan Elon Musk eftir Walter Isaacson (2023)
Viðtöl við Elon Musk og fleira:
Elon Musk: War, AI, Aliens, Politics, Physics, Video Games, and Humanity | Lex Fridman Podcast #400
https://www.youtube.com/watch?v=JN3KPFbWCy8
Elon Musk at Qatar Economic Forum
https://www.youtube.com/watch?v=76nZJbiSTqQ
Joe Rogan Experience #2281 - Elon Musk
https://www.youtube.com/watch?v=sSOxPJD-VNo
Elon Musk delivers SpaceX update on Starship, Mars goals and more at Starbase
https://www.youtube.com/watch?v=0nMfW7T3rx4
Í ljósi sögunnar:
Ættir og ævi Elon Musk
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sch
Elon Musk í Norður-Ameríku
https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/b78sci
Annað efni:
We Went To The Town Elon Musk Took Hostage
https://www.youtube.com/watch?v=5cZEZoa8rW0
The Tactics Elon Musk Uses to Manage His ‘Legion’ of Babies—and Their Mothers
https://www.wsj.com/politics/elon-musk-children-mothers-ashley-st-clair-grimes-dc7ba05c
On the Campaign Trail, Elon Musk Juggled Drugs and Family Drama
https://www.nytimes.com/2025/05/30/us/elon-musk-drugs-children-trump.html
Longtermism:
https://www.williammacaskill.com/longtermism
Áhrifarík umhyggja - umfjöllun í Lestinni
https://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/b72p37/georg-ludviksson-um-effective-altruism

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

úr ýmsum áttum

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Jólakveðjur landsmanna lesnar


Veðurfregnir kl. 22:05.

Jólakveðjur landsmanna lesnar

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson er með allt á hreinu, eins og alltaf.
Árdís Ilmur segir okkur frá hlaupaferðalagi sínu.
Um helgina voru nýjar rennibrautir vígðar við Sundlaugina í Þorlákssöfn og þar þótti við hæfi að fulltrúi eldri borgara færi fyrstu ferðina. Það kom því í hlut hins 78 ára gamla Kára Böðvarssonar að vígja rennibrautirnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunútvarpið heyrir í Kára.
Íþróttirnar verða á sínum stað og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fer yfir þær.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Við stiklum á stóru í yfirferð okkar um árið 2025 í plötu vikunnar. Atli Már sér um að leiða okkur í gegnum fyrstu mánuði ársins og hvað kom inn til okkar þá. Hildur, Floni, Ný Dönsk, Amor Vincit Omnia, Elín Hall og Birnir láta sjá sig meðal annara.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.