07:03
Morgunútvarpið
Hraðasti sundlaugarennibrautakappi landsins, jólahlaup, tækni o.fl.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson er með allt á hreinu, eins og alltaf.

Árdís Ilmur segir okkur frá hlaupaferðalagi sínu.

Um helgina voru nýjar rennibrautir vígðar við Sundlaugina í Þorlákssöfn og þar þótti við hæfi að fulltrúi eldri borgara færi fyrstu ferðina. Það kom því í hlut hins 78 ára gamla Kára Böðvarssonar að vígja rennibrautirnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunútvarpið heyrir í Kára.

Íþróttirnar verða á sínum stað og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fer yfir þær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,