
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Aðalsteinn Þorvaldsson flytur morgunbæn og orð dagsins.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um hið persónulega samband hljóðfæraleikara við hljóðfærið sitt, en hljóðfærið er svo mikill hluti af lífi margra tónlistarmanna að þeir geta myndað tilfinningasamband við það. Rætt verður við Einar Jóhannesson klarínettleikara sem segir frá nokkrum hljóðfærum sem hann hefur átt. Einnig verða lesnar frásögn Hafliða Hallgrímssonar af leitinni að hinu rétta sellói og frásögn Angelu Hewitt af því þegar píanóið hennar eyðilagðist við flutning. Flutt verður tónlist með öllum þessum hljóðfæraleikurum og einnig verður leikið Rondó í e-moll sem Carl Philipp Emanuel Bach samdi árið 1781 og gaf undirtitilinn „Kveðja til Silbermann-hljóðfæris míns“. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdottir, en lesarar eru Halla Harðardóttir og Kristján Guðjónsson.
Í þættinum er fjallað um Góðtemplarahreyfinguna, skemmtanir á vegum stúkunnar og sérstaklega um SKT (Skemmtiklúbb templara), sem stóð fyrir dægurlagasamkeppni meðal íslenskra höfunda árin 1950-1960. Leikin er ýmiskonar tónlist frá þessum árum.
Flytjendur tónlistar: Söngfélag IOGT ; Alfréð Andrésson ; Haukur Morthens ; Smárakvartettinn í Reykjavík ; Alfreð Clausen ; Sigurður Ólafsson ; Ellý Vilhjálms ; Einar Júlíusson ; Erla Þorsteinsdóttir.
étur Pétursson ræðir við eftirtalda: Hauk Morthens um stúkuárin og Gúttó ; Carl Billich og Sigurð Ólafsson um SKT keppnirnar.
Freymóður Jóhannsson kynnir útvarpsdagskrá SKT 9. maí 1956.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Alls eru rúmlega 22 þúsund nemendur í þeim 30 framhaldsskólum sem eru starfandi á Íslandi. Menntamálayfirvöld hafa staðfest tæplega 400 mismunandi námsbrautir hjá þessum skólum og lítið samræmi er á milli skóla. Þetta torveldar gerð námsefnis þar sem enginn er að kenna það sama. Viðmælendur í fyrsta þættinum eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Atli Harðarson, Guðrún Helga Ástríðardóttir, Hildur Ýr Ísberg, Matthildur Ársælsdóttir og Svanhildur Svavarsdóttir.
Guðsþjónusta á degi heilbrigðisþjónustunnar.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur, prédikar.
Prestar Fossvogsprestakalls, séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Þorvaldur Víðisson, þjóna fyrir altari.
Texta og bænir dagsins lesa sjúkrahúsprestar Landspítala – háskólasjúkrahúss, þau Ása Björk Ólafsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson, Ingólfur Hartvigsson, og Þóra Kristín Haraldsdóttir, sérfræðilæknir.
Guðspjallatexti dagsins fjallar um það sem mestu máli skiptir í lífi kristinna manna – tvöfalda kærleiksboðorðið, að elska Guð og náunga sinn.
Kvennakórinn Vox Feminae syngur
Ásta Haraldsdóttir, kantor Grensáskirkju, leikur á orgel.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Forspil Við fætur Jesú
195 Við fætur Jesú Norskt þjóðlag texti: Magnús Runólfsson
264 Miskunnarbæn
746 Ég vil dvelja í skugga vængja þinna. C. Spurr og D. McNeil/ Gunnar Böðvarsson
294 Drottinn Guð af himni háum. T. Johan O. Wallin. Texti: Kristján Valur Ingjólfssonar.
Agnus dei. Cristoph Willibald Gluck
Eftir predikun
585 Mig dreymdi mikinn draum. Enskt þjóðlag texti: Sigurbjörn Einarsson
718 Dag í senn. Lina Sandell texti: Sigurbjörn Einarsson
Eftirspil: Máríuvers. Páll Ísólfsson og Davíð Stefánsson
Útvarpsfréttir.
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA og því allt útlit fyrir að verkfall skelli á í kvöld. Flugfélögin hafa gert ráðstafanir til að þær valdi sem minnstri röskun.
Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um brot á vopnahléssamkomulagi og forsætisráðherra Ísraels hótar hefndum. Ásakanir ganga á víxl.
Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsókn í snúinni stöðu því augljósustu formannskostir flokksins eiga ekki sæti á Alþingi. Hann segir þó margt geta breyst fram að formannskjöri í febrúar.
Níu munum úr skartgripasafni Napóleons var stolið af Louvre safninu í París, í Frakklandi, í morgun. Ránið tók sjö mínútur og virðist hafa verið þaulskipulagt.
Móðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum í fyrra gagnrýnir ráðherra fyrir að gefa í skyn að íslenskar meðferðarstofnanir uppfylli staðla sem erlendar stofnanir gera ekki. Ár er í dag frá brunanum en lögregla hefur ekki enn lokið rannsókn.
Milljónir komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna í gær til að mótmæla konungstilburðum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Hann brást við með því að birta myndir af sér í konungsskrúða með hjálp gervigreindar.
Veggjalýs hafa fundist í skálum Útivistar í Básum og Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Skálunum hefur verið lokað og meiri háttar endurbætur hófust um helgina í Básum.
Atvinnuvegaráðherra segir ýmsa uppbyggingarmöguleika á Bakka við Húsavík, bæði hvað varðar heilsársferðaþjónustu og fiskeldi. Bættar samgöngur og aukið framboð á orku séu lykilatriði.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur í dag sinn annan leik í undankeppni EM 2026 þegar liðið mætir Portúgal ytra.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um stöðuna á Gaza, vopnahlé og friðarviðræður. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson er gestur þáttarins og útskýrir atburði síðustu vikna.
Það hefði mátt halda að hrun Rómaveldis táknaði endalok menningarheims fornaldar. Svo var ekki.
Menningararfur rómverska heimsveldisins lifði áfram í starfi kirkjunnar sem teygði arma sína æ lengra norður. Þó varðveittist hann sýnu best í umsjá býsanska ríkisins sem áður var austurhluti Rómaveldis.
Ágúst Þór Árnason gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur hans í þriðja þættinum eru:
Sveinbjörn Rafnsson
Ríkarður Örn Pálsson
Sigurður Líndal
Gunnar Ágúst Harðarson
Hjalti Hugason
Einnig er Ragnheiður Gyða Jónsdóttir lesari í þættinum.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum kennir ýmissa grasa en ef eitthvað eitt einkennir þetta Tónhjól þá er það hljóðfærið harpa. Það eru þó ólíkar hörpur og hörpuleikarar sem koma við sögu. Í þættinum er rætt við dúó Rán sem þær Melissa Achten hörpuleikari og Ida Nørby skipa, en einnig hljómar platan Edyf með velska söngskáldinu Cerys Hafana í seinni hluta þáttar.
Verk sem hljóma í þættinum:
The Water Tower með Rán:
Shattered
Cotton
Music Box
Idu Nørby: Surfaced
Melissa Achten: Beauty Cave
Björk: Pagan Poetry
Platan Edyf með Cerys Hafana:
Comed 1858
Cilgerran
Crwydro
Tragwyddoldeb
Y Pibydd Coch
Bridoll
Y Môr o Wydr
Nant yr Arian
Hen Garol Haf
Yr Elen
Tragwyddoldeb
Heimasíður tónlistarmanna:
Rán: https://www.melissaachten.com/collaborative/ran-duo
Idu Nørby: https://idanoerby.dk
Melissa Achten: https://www.melissaachten.com
Cerys Hafana: https://ceryshafana.com
Umsjón: Berglind María Tómasdóttir
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Íslenska er auðug af skammaryrðum um bæði konur og karla. Guðrún Kvaran gerði athugun á samheitum um konur árið 1985 og Margrét Jónsdóttir fjallaði um þau í útvarpsþættinum Daglegu máli. Nokkru seinna skrifaði Guðrún greinina Ambindrylla og puðrureddi – Um heiti karla og kvenna. Niðurstöðurnar eru meðal annars þessar: Skammaryrði sem vísa í léttúðugt líferni eru feiknarmörg um konur en þeim er varla til að dreifa um karla. Þó eru neikvæð orð um karla almennt ívíð fleiri.
Fréttir
Fréttir
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flugumferðastjóra vera í sjálfheldu í kjaradeilu sinni. Fyrsta lota verkfalla þeirra hefst í kvöld.
Brestir eru komnir í vopnahléð á Gaza. Á fjórða tug féll í loftárásum Ísraelshers í dag.
Aldrei hafa veiðst eins fáir villtir laxar á stöng og í sumar samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar. Þetta vekur ugg, segir sviðsstjóri hjá Hafró. Ekki er vitað af hverju.
Þjóðminjavörður segir að ráðist hafi verið á hjarta frönsku þjóðarinnar þegar gripum úr skartgripasafni Napóleons var rænt af Louvre-listasafninu í París í morgun.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Portúgal í háspennuleik í undankeppni Evrópumótsins í dag.
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum fjalla Freyja Haraldsdóttir og Silja Snædal Drífudóttir um aðgerðir sem virðast spretta upp af sjálfu sér, áhrif berskjöldunar og mikilvægi samstöðu í femínískum aktívisma.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Lagalistinn:
B.G. og Ingibjörg, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir - Ég hef heyrt.
Anna Pálína Árnadóttir - Haustvísa.
Facon - Ég er frjáls.
Álftagerðisbræður - Í Álftagerði.
Miðaldamenn - Ævisaga.
Six Pack Latino - Til þín.
Grettir Björnsson - Austfjarðaþokan.
Egill Ólafsson - Ástardúett.
Kammerkór Reykjavíkur, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Jón Sigurðsson - Ave María.
Guðrún Gunnarsdóttir Dagskrárgerðarm. - Ástardúett.
Gaye, Marvin - Yesterday.
Nézet-Seguin, Yannick, Batiashvili, Lisa - Beau Soir.
Six Pack Latino - Til þín.
B.G. og Ingibjörg - Ég hef heyrt.
Egill Ólafsson - Ástardúett.
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir - Ég hef heyrt.
Anna Pálína Árnadóttir - Haustvísa.
Facon - Ég er frjáls.
Álftagerðisbræður - Í Álftagerði.
Miðaldamenn - Ævisaga.
Grettir Björnsson - Austfjarðaþokan.
Kammerkór Reykjavíkur, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Jón Sigurðsson - Ave María.
Guðrún Gunnarsdóttir Dagskrárgerðarm. - Ástardúett.
Pasche, Jean-Marc, Stader, Maria - Abendempfindung, an Laura in F major, KV 523 (1787).
Regnfang, Regnfang, Regnfang - Midnat.
Bezuidenhout, Kristian, Freiburger Barockorchester - Double concerto for piano, violin and orchestra in D minor MWV 04 : II. Adagio.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í dag var Sigrún Eldjárn, einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunaanna og Fjöruverðlaunanna fyrir bók sína Sigrún á safninu sem kom út í fyrra. Í þeirri bók sagði hún frá æskuheimili sínu á þjóðminjasafninu og nú er komin út ný bók Torf, grjót og burnirót þar sem útskýrt er hvernig torfbær er reistur. En Sigrún sagði okkur auðvitað frá bókum og höfundum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Paloma Shemirani, frá suðausturhluta Bretlands, var aðeins 23 ára þegar hún lést úr eitilfrumukrabbameini í fyrrasumar. Þegar hún greindist sjö mánuðum áður, voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar, Kate Shemirani, er þekkt í Bretlandi. Hún missti leyfi sitt sem hjúkrunarfræðingur í kórónuveirufaraldrinum fyrir að dreifa skaðlegum upplýsingum um Covid-19. Kate Shemirani tókst að sannfæra dóttur sína um að hafna lyfjameðferð og gangast frekar undir óvísindalegar meðferðir skottulækna. Hún tapaði því baráttu sinni við meinið. Dánardómstjóri í Bretlandi segir umsjá Kate Shemirani yfir dóttur sinni ófullnægjandi og skammarlega, en ekki glæpsamlega. Bróðir Palomu er ósáttur við niðurstöðuna. Í viðtali við Odd Þórðarson segir bróðirinn, sem heitir Gabriel, að hann kenni móður þeirra um andlát systur sinnar. Mamma þeirra hafi á grundvelli samsæriskenninga og vantrúar á heilbrigðiskerfið, sannfært hana um að hafna lyfjameðferð.
Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Alls eru rúmlega 22 þúsund nemendur í þeim 30 framhaldsskólum sem eru starfandi á Íslandi. Menntamálayfirvöld hafa staðfest tæplega 400 mismunandi námsbrautir hjá þessum skólum og lítið samræmi er á milli skóla. Þetta torveldar gerð námsefnis þar sem enginn er að kenna það sama. Viðmælendur í fyrsta þættinum eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Atli Harðarson, Guðrún Helga Ástríðardóttir, Hildur Ýr Ísberg, Matthildur Ársælsdóttir og Svanhildur Svavarsdóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Skvísa. Ung, tískuleg kona. Það er ein orðabókaskilgreining þessa hugtaks en skvísan er samt svo margt annað sem erfitt er að ná fyllilega utan um í einni setningu. Hver er skvísan? Hvað gerir skvísu að skvísu? Geta öll verið skvísur? Hverjar eru eiginlega þessar skvísur? Í þessum þætti verður gerð tilraun til að svara þessum spurningum og komast til botns um hver og hvað skvísan er.
Umsjón: Ragnheiður Helga Egilsdóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Langur skuggi (1999) eftir Hauk Tómasson.
Þættirnir eru:
I. Semplice, trasparente
II. Arcaico, ritmico
III. Presto nervoso
IV. Lento tenace
V. Presto feroce
VI. Calmo bucolico
Eþos kvartettinn leikur.
Hava eftir Lottu Wennäkoski. Sinfóníuhljómsveit finnska útvarpsins leikur. Dima Slobodeniouk stjórnar.
Fimm verk fyrir tvær fiðlur og píanó (1933-55) eftir Dmitríj Shostakovitsj.
Flytjendur eru fiðluleikararnir Gidon Kremer og Madara Petersone ásamt Georgijs Osokins píanóleikara. Þetta var hljóðritað í júní 2021 og gefið út í maí 2025.
Þættir verksins:
Nr. 1, Prelude
Nr. 2, Gavotte
Nr. 3, Elegy
Nr. 4, Waltz
Nr. 5, Polka
A young man's song (2007) eftir Báru Grímsdóttur við ljóð eftir William Blake. Einar Clausen syngur einsöng með Kammerkór Suðurlands, stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Útg. á plötunni Kom skapari 2017.
Mánaskin á strönd eftir Báru Grímsdóttur. Dúó Freyja leikur, dúettinn skipa mæðgurnar Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari.
Hljóðritað í Guðríðarkirkju 12.-14. júlí 2021
Útg. 2021 á plötunni Íslensk tónlist fyrir fiðlu og víólu.
Kammerkórinn Kordía syngur Úr passíusálmi 17 – Um leirpottarans akur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Höfundur ljóðs er Hallgrímur Pétursson. Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir. Útg. 2023 á plötunni Himindaggir: íslensk kirkjutónlist á 21. öld.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þriðja þætti sem umsjónarmaður tekur saman upp úr æviminningum Stefans Zweigs segir hann frá menningarlífinu í Vínarborg en menningarlífið var þar afar blómlegt, einkum fyrir borgarastéttina og yfirstéttirnar. Jafnframt er sagt nokkuð frá stöðu Gyðinga í Austurrísk-ungverska keisaradæminu.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Lagalistinn:
ALBERT HAMMOND - The Air That I Breathe.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einhverntíman.
THE BEATLES - The Long And Winding Road.
Beatles, The - Something.
THE BEATLES - Penny Lane.
Lennon, John - Maggie Mae.
THE DOORS - Love Street.
Womack, Bobby - Across 110th street.
MAMAS & THE PAPAS - Dancing in the street.
Hljómsveit Jörn Grauengård, Haukur Morthens - Fyrir átta árum.
ELLÝ VILHJÁLMS - Vegir Liggja Til Allra Átta.
THE KINKS - Dead end street.
Glámur og Skrámur - Í Umferðarlandi.
Elly Vilhjálms - Sveitin milli sanda.
Canned Heat - On the road again.
Bubbi Morthens - Trúir Þú Á Engla.
SIMON & GARFUNKEL - The 59th Street Bridge Song (Feelin' Groovy).
THE BEATLES - Why Don't We Do It In The Road.
RAY CHARLES - Hit The Road Jack.
Bee Gees - Nights On Broadway.
ROGER MILLER - King Of The Road.
Pálmi Gunnarsson - Vegurinn heim.
THE STREETS - Don't Mug Yourself.
John, Elton - Goodbye yellow brick road.
CAT STEVENS - Portobello Road.
Emilíana Torrini - Sunny road.
Spilverk þjóðanna - Styttur bæjarins.
Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Við lifum í vitskertri veröld og lífið er stundum algjör svínastía. En þetta var gott ár. Þú ert stjarna. Tökum til og allt verður betra.
Pétur W. Kristjánsson - Vitskert veröld.
FRANK SINATRA - It Was a Very Good Year.
Carpenters - Superstar.
JONI MITCHELL - A Case of You.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
Bob Dyland & Johnny Cash - Girl from the north country.
Karen Dalton - Something On Your Mind.
MORRISSEY - Life Is A Pigsty.
Lola Young - d£aler.
STEELY DAN - Dirty Work.
Útvarpsfréttir.
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA og því allt útlit fyrir að verkfall skelli á í kvöld. Flugfélögin hafa gert ráðstafanir til að þær valdi sem minnstri röskun.
Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um brot á vopnahléssamkomulagi og forsætisráðherra Ísraels hótar hefndum. Ásakanir ganga á víxl.
Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsókn í snúinni stöðu því augljósustu formannskostir flokksins eiga ekki sæti á Alþingi. Hann segir þó margt geta breyst fram að formannskjöri í febrúar.
Níu munum úr skartgripasafni Napóleons var stolið af Louvre safninu í París, í Frakklandi, í morgun. Ránið tók sjö mínútur og virðist hafa verið þaulskipulagt.
Móðir drengs sem lést í bruna á Stuðlum í fyrra gagnrýnir ráðherra fyrir að gefa í skyn að íslenskar meðferðarstofnanir uppfylli staðla sem erlendar stofnanir gera ekki. Ár er í dag frá brunanum en lögregla hefur ekki enn lokið rannsókn.
Milljónir komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna í gær til að mótmæla konungstilburðum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Hann brást við með því að birta myndir af sér í konungsskrúða með hjálp gervigreindar.
Veggjalýs hafa fundist í skálum Útivistar í Básum og Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Skálunum hefur verið lokað og meiri háttar endurbætur hófust um helgina í Básum.
Atvinnuvegaráðherra segir ýmsa uppbyggingarmöguleika á Bakka við Húsavík, bæði hvað varðar heilsársferðaþjónustu og fiskeldi. Bættar samgöngur og aukið framboð á orku séu lykilatriði.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur í dag sinn annan leik í undankeppni EM 2026 þegar liðið mætir Portúgal ytra.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 19. október 1987 í Bandaríkjunum var Bad með Michael Jackson. Þá áttu Dire Straits. Eitís plötu vikunnar frá árinu 1982 en það er fjórða plata þeirra Love over gold. Og Matt Bianco áttu Nýjan ellismell vikunnar, Wanderlust.
Lagalisti:
Friðrik Dór - Dönsum (eins og hálfvitar).
Carly Simon - You're So Vain.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Deacon Blue - When Will You Make My Telephone Ring.
Todmobile - Brúðkaupslagið.
K.C. and the Sunshine band - Please Don't Go.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Bee Gees - Night Fever.
Ai-lín - 1700 vindstig
Caamp - Mistakes.
HjaltalínN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
TOTO - Hold The Line.
Matt Bianco - Wanderlust.
Sabrina Carpenter - Espresso.
A-HA - Hunting High And Low.
Damiano David ásamt Tyla og Nile Rodgerse - Talk to me.
Teddy Swims - Bad Dreams.
14:00
Páll Óskar Hjálmtýsson og Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Ragnhildur Gísladóttir - Fegurðardrottning.
Olivia Dean - Man I Need.
Ph.D - I won't let you down.
Mono Town - Because Of You.
Duran Duran - Evil Woman.
Gigi Perez - Sailor Song.
Bryan Adams & Mel C - When You're Gone.
Michael Jackkson - Bad.
Taylor Swift - The Fate of Ophelia.
The Smiths - This Charming Man.
George Michael - Waiting for that day.
Sophie Ellis-Bextor - Taste.
Harry Styles - Late night talking.
15:00
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel.
Gary Numan - Cars.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Spandau Ballet - The Freeze (Steven Wilson Remix).
Mazzy Star - Fade Into You.
Stereophonics - Colours Of October.
Lukas Graham - 7 years.
Eminem - My name is.
Dire Straits - Private investigations.
Dire Straits - Industrial disease.
Joy Crookes - Somebody To You.
Ultravox - Dancing with tears in my eyes.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. Nóvember – þar sem SinfoníaNord – todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum, lagið The Trooper eftir Iron Maiden.
ABBA kemur við sögu en Rokkland var í London um síðustu helgi á ABBA Voyage í ABBA Arena og var hann Ray sem er búinn að fara 24 sinnum á ABBA Voyage, en Ray er búinn að vera aðdáandi síðan hann var 13 ára, í næstum hálfa öld. Hann sá ABBA á sviði í gamladaga og hitti hljómsveitina þegar hún kom til Englands.
En Robert Plant söngvari Led Zeppelin er í aðahlutverki í Rokklandi vikunnar. Hann er orðinn 77 ára og var að senda frá sér plötuna Saving Grace. Við förum yfir árin 40+ sem hafa liðið eftir að Led Zeppelin lagði upp laupana.
Fréttir
Fréttir
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flugumferðastjóra vera í sjálfheldu í kjaradeilu sinni. Fyrsta lota verkfalla þeirra hefst í kvöld.
Brestir eru komnir í vopnahléð á Gaza. Á fjórða tug féll í loftárásum Ísraelshers í dag.
Aldrei hafa veiðst eins fáir villtir laxar á stöng og í sumar samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar. Þetta vekur ugg, segir sviðsstjóri hjá Hafró. Ekki er vitað af hverju.
Þjóðminjavörður segir að ráðist hafi verið á hjarta frönsku þjóðarinnar þegar gripum úr skartgripasafni Napóleons var rænt af Louvre-listasafninu í París í morgun.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Portúgal í háspennuleik í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.