09:03
Með útúrdúrum til átjándu aldar (6 af 6)

Pétur Gunnarsson tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með honum er Hjalti Rögnvaldsson.

Þættirnir eru frá 1996

Umsjónarmaður tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson

Lesið úr leiðangri Stanleys í þýðingu Steindórs frá Hlöðum, útg. 1979

Lesið ljóð Stefáns Harðar Grímssonar: Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu, úr heildarútgáfu Iðunnar.

Þátturinn er sjötti og síðasti þátturinn um átjándu öldina og Leiðangur Stanleys, sem loksins kemst af stað áleiðis til Heklu í þessum síðasta þætti. Ísland á átjándu öld kemur til móts við okkur, meðal annars er komið í Skálholt þar sem Hannes Finnsson biskup tekur á móti okkur, um Þingfell þar sem leiðangursmenn hitta dónalegan prest og endað í Reykjavík.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
e
Endurflutt.
,