11:03
Mannlegi þátturinn
Nám í öryggisfræðum, bananabrauðsvinkill og Þórir lesandinn
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag.

Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur:

Our Band could be Your life e. Michael Azerrad

Skugga Baldur e. Sjón

Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard

Childhood e. Tove Ditlevsen

Hringadrottinssaga e. Tolkien

Tónlist í þættinum

Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)

Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)

Banana Pancakes / Jack Johnson (Jack Johnson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,