Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Jazzvakning var stofnuð í Skiphóli í Hafnarfirði laugardaginn 27. september 1975 að undirlagi Jónatans Garðarssonar og félaga hans
Í stofnskránni stóð að klúbburinn væri stofnaður: [T]il að vinna að útbreiðslu jasstónlistar, m.a. með jasskynningu og tilfallandi kennslu og leiðsögn og tónleika og annarri menningarstarfsemi sem að tónlist lýtur.
Til að byrja með töluðu menn um Jazzklúbb Hafnarfjarðar en kjósið var endanlegt nafn úr nokkrum tillögum á fyrsta jazzkvöldinu sem haldið var 14. nóvember það ár. Tvö nöfn fengu flest atkvæði, Jazzáhugamannafélagið eða J.A.M. og Jazzvakning, en síðara nafnið fékk einu atkvæði meira og varð því ofaná.
Fljótlega fóru menn að velta því fyrir sér að gefa út íslenskan jazz á plötu, en lítið hafði verið um slíka útgáfu og reyndar engin jazzbreiðskífa komið út fram til þessa. Á endanum var ákveðið að gefa út verk eftir Gunnar Reynir Sveinsson sem hann nefndi Samstæður og tekið var upp átta árum áður.
Gunnar Reynir Sveinsson fæddist í Reykjavík 1933 og byrjaði snemma að læra á píanó og tónfræði en hafði í sig og á með því að spila á trommur með ýmsum jazzleikurum. Hann sneri sér svo að víbrafóninum og varð fremsti víbrafónleikari okkar og þótt víðar væri leitað. Hann fór svo í frekara nám og í tónsmíðum hér á landi og erlendis og starfaði síðan sem tónlistarkennari, en samdi einnig nokkuð af hljómsveitarverkum og sönglögum og einnig verk fyrir einleikara. Hann lést árið 2008.
Samstæður Gunnars Reynis voru frumfluttar í Norræna húsinu, 28. júní 1970 á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, en verkið var samið fyrir hátíðina. Hann tileinkaði Jóni Múla Árnasyni verkið.
Verk Gunnars semur sig í ætt við það sem kallað var „Third Stream“-tónlist í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en hugmyndin kom fyrst fram í fyrirlestri hjá píanóleikaranum og tónskáldinu Gunther Schuller. Schuller lýsti tónlistinni sem svo að hún sameinaði ólíka strauma klassískrar tónlistar og jazz, sem rynnu saman sem fyrsti og annar straumur og úr yrði sá þriðji, sem væri hvorki jazz né klassík heldur eitthvað nýtt, þriðji straumurinn sem byggði á hljómfræði og formgerð úr klassískri tónlist, en spuna úr jazzi.
Gunther Schuller var leiðandi í þriðjastraums tónlist, en einnig jazzpíanóleikarinn og tónskáldið John Lewis sem fór fyrir Modern Jazz Quartet með Milt Jackson, Percy Heath og ýmsum trommurum, þeirra helstum Kenny Clarke og Connie Kay.
Þriðjastraums tónlist náði aldrei þeim sessi sem Schuller og Lewis og fleiri tónsmiðir og tónlistarmenn vonuðust eftir, sumpart vegna þess að jazzáhugamenn höfðu lítinn áhuga á formfestu klassískrar tónlistar og unnendur klassískrar tónlistar kunnu illa við spunann og það sem þeim fannst agaleysi í jazzinum. Segja má að frjálsi jazzinn og framúrstefnan og síðar bræðingsjazz hafi endanlega gert útaf við hugmyndina.
Þess má geta að Schuller kom hingað til lands 1964 og stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum og flutti fyrirlestur um hugmyndir sínar sem fóru mjög misjafnlega í áheyrendur. Hann kom svo aftur 1990 og stýrði Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum á Listahátið og enn til að stýra Sinfóníunni á Myrkum músíkdögum 1993.
Samstæður voru fluttar víða erlendis á næstu árum eftir frumflutninginn, til að mynda í finnska sjónvarpinu í nóvember 1971 og á jazzhátíð í Júgóslavíu og hljóðritun af verkinu var flutt í útvarpi í Belgíu, Bretlandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Sviss og Tyrkland. Verkið var þó ekki flutt aftur hér á landi fyrr en á kammerdjasstónleikum Íslensku hljómsveitarinnar í Norræna húsinu í mars 1993. Í viðtali við DV af því tilefni sagði Gunnar að þegar hann samdi verkið hafi jazzinn var í mikilli lægð í heiminum og frægustu jassleikarar hafi afgreitt á bensínstöðvum.
„Mér rann blóðið til skyldunnar að semja þetta verk sem ég kalla kammerjass og nafnið Samstæður þýðir að klassísk tónlist og jass séu ekki andstæður heldur samstæður," sagði hann við það tækifæri, en hann tekur eins til orða á umslagi plötunnar.
Í viðtali í Morgunblaðinu skömmu fyrir frumflutninginn sagði Gunnar Reynir að sig hefði langað til að gleðja sálina og semja eitthvað fyrir eftirlætis djassleikarana sína, sem hann lék raunar lengi með sjálfur, þá Jón „Bassa" Sigurðsson, trommuleikarann Guðmund „Papa Jazz“ Steingrímsson, saxófónleikarann Gunnar Ormslev og Reynir Sigurðsson víbrafónleikara. Yngri eru þeir Örn Ármannsson sem leikur á gítar og Jósef Magnússon á flautu, en Jósef var ekki jazzleikari, heldur starfaði hann með Sinfóníuhljómsveitinni. Gunnar Reynir stjórnaði sveitinni við flutninginn.
Gagnrýnendur sem skrifuðu um tónleikana tóku verkinu vel, til að mynda JMÁ, Jón Múli Árnason, sem skrifaði fyrir Þjóðviljann: „Hafi Gunnar Reynir Sveinsson ætlað sér að sanna að jazzinn og aðrar tegundir tónlistar séu ekki andstæður, heldur samstæður þá tókst honum það fullkomlega. En eins og margan hafði grunað fyrirfram, hlaut jazzsveiflan að bera af öðrum þáttum þessa frumlega, margslungna, fagra og glaða verks.“
Upptakan frá 1970 er notuð við útgáfuna 1978 og á umslagi plötunnar er þeirri spurningu velt upp af hverju verkið var ekki tekið upp að nýju fyrir útgáfuna. Því er svarað svo:
„Svarið er einfalt. Það er ekki hægt að endurtaka það sem áður var gert. Upptakan hefði orðið betri en þótt verkið sé meira skrifað en algengast er í djassinum hefðu þær Samstæður, hljóðritaðar 1978, orðið allt aðrar Samstæður en þær sem þessi breiðskífa geymir.“
Samstæður eru í sex hlutum og sækja heiti í ljóð Aðalsteins Kristmundssonar, Steins Steinarr.
A-hliðin hefst á Frumvarpi til laga um almennan söng á þjóðvegum. Þar næst kemur Samræmt göngulag fornt og svo loks Hámarksverð á nótum.
B-hliðin hefst með Lagi án ljóðs, þá er það Nýtt bráðabirgðalag og svo kemur sjötti og síðasta þáttur verksins, Að ófengnum skáldalaunum.
Saga Heiðmerkur í sjötíu ár.
Fjallað er um fyrstu tilraunir til að friða og rækta skóg í nágrenni Reykjavíkur, löngun bæjarbúa eftir útivistarsvæði nærri borginni og aðdragandann að opnun Heiðmerkur 1950.
Umsjón: Kári Gylfason.
Á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá því að Heiðmörk var friðuð og opnuð almenningi, hefur þar vaxið mikill og fjölbreyttur skógur. Svæðið býður upp á útivistarmöguleika og nyt sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir aðeins fáeinum áratugum. Enda er svæðið afar fjölsótt. Í Heiðmörk koma hundaeigendur, fjölskyldur í sveppaleit, ástfangið fólk á ástarfundi, gönguskíðafólk og seiðkonur. Í þættinum verður gengið um Heiðmörk og rætt við skógræktarfólk og gesti Heiðmerkur um Heiðmörk, náttúruna, skóginn og skógarlíf.
Þátturinn er sá síðari af tveimur um Heiðmörk, í tilefni af 70 ára afmælis útivistarsvæðisins.
Umsjón: Kári Gylfason.

Veðurstofa Íslands.
Ritstjórn Landans fór af stað með upptökutæki í hönd og forvitnaðist um alls konar sögur, staði, menn og málefni, eins og þeim einum er lagið.
Dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hafsteinn flakkar um Markúsartorg í Breiðholti og Gísli fræðist um álagabletti á Ströndum.
Viðmælendur: Hlynur Einarsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
Umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson og Gísli Einarsson
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, og Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi og fulltrúi Vinstri Grænna í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Í vikunni beitti forseti Alþingis 71. grein þingskapalaga til að stöðva lengstu umræður þingsins hingað til um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það voru líka tíðindi í innviðamálum, Vegagerðin fékk loks aukafjárveitingu til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir í sumar og átök milli virkjanasinna og umverfisverndar halda áfram.
Útvarpsfréttir.
Búið er að fresta atkvæðagreiðslu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra, eftir að forseti þingsins knúði fram lok annarar umræðu um frumvarpið í gær. Meirihluti atvinnuveganefndar lagði eftir fram breytingatillögu við frumvarpið.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur hingað til lands í næstu viku. Á fundum með forsætis- og utanríkisráðherra stendur meðal annars til að ræða möguleikana á samstarfi í öryggis- og varnarmálum.
Aukin harka í loftárásum Rússa á Úkraínu heldur áfram, íbúar í Kyiv eru dauðuppgefnir eftir svefnlausar nætur. Rússar skutu hundruðum dróna og tugum eldflauga að Úkraínu í nótt.
Sóttvarnalæknir varar við því að fólk hætti að bólusetja sig eða börn sín gegn mislingum. Næstum 130 þúsund smit voru staðfest í Evrópu í fyrra, tvöfalt fleiri en í hitteðfyrra.
Reykjavíkurborg vill útrýma tröllahvönn í borgarlandinu. Plantan getur valdið bruna á húð og jafnvel sjónskerðingu, berist safi úr henni í augu fólks.
Um átta hundruð hlauparar taka þátt í Laugavegshlaupinu sem nú stendur yfir milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Búist er við fyrstu þátttakendum í mark um eittleytið.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Á miðvikudaginn í þessari viku, þann 9. júlí, voru 80 ár liðin frá komu farþegaskipsins Esju hingað til lands, fyrstu ferð skipsins hingað með farþega eftir síðari heimsstyrjöld. 300 manns voru um borð í skipinu og sjaldan hafa fleiri beðið á hafnarbakkanum eftir komu eins skips eins og 9.júlí árið 1945.
Þarna voru fjölmargir um borð og sögurnar því fjölmargar. Jóhann Svarfdælingur sneri þarna heim eftir starfsferil í sirkusum víða um Evrópu, rúmir tveir metrar og þrjátíu sentimetrar á hæð. Svo var líka um borð líkið af Guðmundi Kamban rithöfundi sem var skotinn til bana af dönskum andspyrnusveitum tveimur mánuðum fyrr. Og tónskáldið Jón Leifs sem svelti sig í sólarhing um borð í skipinu í mótmælaskyni svo fáir einir séu nefndir.
Þá eru ótaldir þeir sem komust ekki á áfangastað. Fimm manns voru handteknir og fluttir frá borði af Bretum sem voru á höttunum eftir öllum sem höfðu veitt Nasistum liðveislu með einum eða öðrum hætti. Birta og Brynja Björnsdætur fjalla um Esjuferðina.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan Singrún Jónsdóttir var búin að spila allskonar tónlist með allskonar listamönnum víða um heim þegar hana fór að langa að semja tónlist fyrir sjálfa sig. Fyrsta platan kom út fyrir átta árum og síðan eru komnar fimm plötur og fimm smáskífur með allskonar músík.
Lagalisti
Onælan - Vex
Hringsjá - Vítahringur
Hringsjá - yyUyy
Tog - Haltu Fast
Tog - Djúpbláir
Smitari - Grandi
Onælan - Anneal Me
Onælan - Heyrir
Arfur - Dagsmóðir
Monster Milk / Thirst for first - Monster Milk / Thirst for first
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Í þessum þætti verður skyggnst inn í starfsemi áhugaleikhússins. Hrefna Ósk Jónsdóttir ræðir ástríðuna fyrir leikhúsinu og gefur hlustendum góða innsýn inn í starfsemi þess.
Umsjón: Elín Hrönn Jónsdóttir
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Í öðrum þætti af fjórum er hugað að bókmenntaverkum sem með einhverjum hætti brugðust við hernámi og hersetu á Íslandi.
Flutt eru brot úr:
Haustljóð að vori, eftir Einar Braga
Önnur persóna eintölu, eftir Halldór Stefánsson
Súoermann, eftir Ástu Sigurðardóttur
Hinn ríki unglingur, eftir Elías Mar
Í leit að eigin spegilmynd, eftir Matthías Viðar Sæmundsson.
Formáli Árbókar skálda 1955, eftir Kristján Karlsson
Dymbilvaka, eftir Hannes Sigfússon
Íslenskar nútímabókmenntir, eftir Kristinn E. Andrésson.
Lesarar með umsjónarmanni eru Halla Margrét Jóhannesdóttir og Gunnar Stefánsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
James, Elmore - Sunnyland.
Kári Egilsson Band - Óróapúls.
Ingibjörg Elsa Turchi - Neos.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Stórsveit Reykjavíkur - Fyrir sunnan Fríkirkjuna.
Lehman, Steve, Orchestre National de Jazz - 39.
New Air - Salute to the enema bandit.
Erskine, Peter, Mitchell, Joni, Shorter, Wayne, Richard, Emil, Alias, Don, Hancock, Herbie, Pastorius, Jaco - Goodbye pork pie hat.
Armstrong, Louis and his Orchestra - If we never meet again.
Jón Páll Bjarnason, Útlendingahersveitin, Árni Scheving, Þórarinn Ólafsson, Pétur Östlund, Árni Egilsson - Íslenskt vögguljóð á hörpu.
Kvartett Reynis Sigurðssonar - Ég veit þú kemur.
Sims, Henry, Patton, Charley - Rattlesnake blues.
Charles, Ray - Confession blues.
Kristján Sigurjónsson segir frá fjarlægum slóðum
Kristján Sigurjónsson segir frá fjarlægum slóðum
Frá 5. maí 2001
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Fjallað um sögu, tungumál og tónlist Korsíku.
Rætt við:
1. Baldur Ragnarsson, málfræðing, um sögu og tungumál Korsíkumanna. 5.16 mín.
2. Hjónin Sigurð H. Lúðvíksson og Rögnu Blandon, sem sögðu frá dvöl sinni á Korsíku 1990-1991. 5.21 mín.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kvartett trompetleikarans Woody Shaw leikur lögin Stormy Weather, If I Were A Bell, Dat Dere, You And The Night And The Music og Imagination. Sextett saxófónleikarans Stefan Koschizki leikur lögin You Make Me Feel So Young, Joy Spring, I Let A Song Go Out Of My Head, Star Eyes og Four Brothers. Tríó píanóleikarans Hank Jones flytur lögin Round Midnight, Bloomdido, Confirmation, Mouse The Mooche og Yard Bird Suit.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orð af orði, þáttur um íslensku og önnur mál.
Fjallað er um elfdælsku, sem um 2500 manns tala í Dölunum í Svíþjóð, og hið útdauða tungumál norn, sem talað var á Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og Katanesi í skosku Hálöndunum. Skoðuð er beyging, merking og þróun orðsins elfur og annarra íslenskra orða.
Umsjón: Bjarni Benedikt Björnsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Þetta er síðari þáttur þar sem blaðað er í ferðabók Dufferins lávarðar og segir nokkuð frá samkvæmislífi í Reykjavík í júní 1856.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 23. maí 2008


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan slær upp íslensku balli og leikur hljóðritanir með Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar og Hljómsveit Ingimars Eydal.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, og Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi og fulltrúi Vinstri Grænna í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Í vikunni beitti forseti Alþingis 71. grein þingskapalaga til að stöðva lengstu umræður þingsins hingað til um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það voru líka tíðindi í innviðamálum, Vegagerðin fékk loks aukafjárveitingu til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir í sumar og átök milli virkjanasinna og umverfisverndar halda áfram.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Guðmundur Pálsson leysir Felix Bergsson af í Fram og til baka þennan laugardagsmorgun. Gestur í Fimmunni er Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður sem segir frá fimm alþjóðlegum viðburðum sem hann hefur sótt þar sem tónlist og dans hafa verið í forgrunni.
Lagalisti:
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).
TEARS FOR FEARS - Sowing the Seeds of Love.
BOB DYLAN - Don't think twice it's all right.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
PÉTUR BEN, ÓLÖF ARNALDS & LAY LOW - Freight Train.
MAROON 5 - Sunday Morning.
Karl Orgeltríó - Bréfbátar.
DOLLY PARTON - Here You Come Again.
Vampire Weekend - Oxford Comma.
NORAH JONES - Sunrise.
NICK LOWE - I Love The Sound of Breaking Glass.
Feist - 1234.
DR. GUNNI - Á Eyðieyju.
JAGÚAR - Disco Diva.
Fimman með Samma:
Beny Moré - ¿Cómo Fue?
País Tropical - Jorge Ben Jor
Vinicíus de Moraes - Berimbau
Mamady Keïta, Sewa Kan - Dununba
New birth brass band - Show me that dance called the second line
Ragga Holm, Júlí Heiðar Halldórsson, Ragnhildur Jónasdóttir - Líður vel.
Aron Can - Monní.
KK - Þetta lag er um þig.
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Margrét Lára Viðarsdóttir kíkti í morgunkaffi til Söndru og Jóhanns Alfreðs á seinni klukkutímann og spjallaði um ferilinn, fótboltann og nýútkomna bók sína Ástríða fyrir leiknum.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-12
Morgunkaffið - MORGUNKAFFIÐ - UPPHAF.
FRIÐRIK DÓR - Fröken Reykjavík.
CHICAGO - Saturday In The Park.
Kaleo - Bloodline.
Ruth Reginalds - Furðuverk.
Stuðlabandið - Við eldana.
Beatles, The - Here comes the sun.
Helgi Björnsson - Lífið sem eitt sinn var.
Morgunkaffið - MORGUNKAFFIÐ - UPPHAF.
Laufey - Lover Girl.
Dion, Céline - The power of love.
Presley, Elvis - Can't help falling in love.
Coldplay - Fix you.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Þú ert nú meiri.
Útvarpsfréttir.
Búið er að fresta atkvæðagreiðslu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra, eftir að forseti þingsins knúði fram lok annarar umræðu um frumvarpið í gær. Meirihluti atvinnuveganefndar lagði eftir fram breytingatillögu við frumvarpið.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur hingað til lands í næstu viku. Á fundum með forsætis- og utanríkisráðherra stendur meðal annars til að ræða möguleikana á samstarfi í öryggis- og varnarmálum.
Aukin harka í loftárásum Rússa á Úkraínu heldur áfram, íbúar í Kyiv eru dauðuppgefnir eftir svefnlausar nætur. Rússar skutu hundruðum dróna og tugum eldflauga að Úkraínu í nótt.
Sóttvarnalæknir varar við því að fólk hætti að bólusetja sig eða börn sín gegn mislingum. Næstum 130 þúsund smit voru staðfest í Evrópu í fyrra, tvöfalt fleiri en í hitteðfyrra.
Reykjavíkurborg vill útrýma tröllahvönn í borgarlandinu. Plantan getur valdið bruna á húð og jafnvel sjónskerðingu, berist safi úr henni í augu fólks.
Um átta hundruð hlauparar taka þátt í Laugavegshlaupinu sem nú stendur yfir milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Búist er við fyrstu þátttakendum í mark um eittleytið.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Stuð, stemning og suðræn sveifla á Rás 2, öll laugardagskvöld í sumar.
Doddi sér til þess að hitinn fari aldrei undir 20 gráður með sumarlegum tónum.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
