Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bresk stjórnmál voru á dagskrá Heimsgluggans í dag. Bogi Ágústsson ræddi við Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðing um miklar vendingar í stjórnmálunum.
Hagvaxtarmælingar segja sína sögu, en þær segja ekki alla söguna. Margt fleira skiptir máli og er mælt í velsældarvísum. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, ræddi við okkur um velsældarhagkerfið.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um Grænland og Norðurslóðir. Grænlendingar sjá fyrir sér fyrirkomulag svipað og Ísland hafði gagnvart Danmörku frá 1918, fullveldi en tengingu við konungsríkið, samkvæmt rannsókn sem Vilborg Ása Guðjónsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands hefur unnið að undanfarið. Vilborg Ása og Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir, sem einnig er doktorsnemi við HÍ, komu á Morgunvaktina.
Tónlist:
Brunaliðið - Ég er á leiðinni.
Neil Young - Heart of gold.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Leikararnir Bjarni Snæbjörnsson og Vala Kristín Eiríksdóttir kynntust á spunanámskeiði fyrir 10 árum og þau tengdu svo vel að Bjarni spurði hana formlega hvort hún vildi vera vinkona hans. Síðan þá hafa þau ferðast saman, unnið saman og verið til staðar ef eitthvað bjátar á. Við ræddum við þau í þættinum í dag um þennan góða vinskap og ást þeirra á tónlist úr söngleikjum og teiknimyndum, en þau, ásamt Karli Olgeirssyni eru með það sem þau kalla söngleikjastæla í Salnum á næstunni.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá því í síðustu viku, þegar hann var að tala um samskipti á vinnustaðnum, að vera helgaður, eða óhelgaður í vinnunni og svo hvernig meðvirkni getur litað samskiptin þar eins og annars staðar.
Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari fjallaði um Langspilið og notagildi þess í námi í grunnskóla, í meistaraverkefni sínu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Í dag hefur Langspilið nánast yfirtekið líf hans með ýmsum hætti, hann rekur tónlistarsmiðju þar sem hann kennir á Langspilið, bæði á grunnskólastigi og háskólastigi. Smiðjunni er einnig ætlað að vekja börnin tilumhugsunar um menningararf og alþýðumenningu fyrri tíðar. Eyjólfur kom með langspilið, spilaði fyrir okkur og leyfði okkur meira að segja að prófa.
Tónlist í þættinum:
Í kjallaranum / Óðinn Valdimarsson og KK sextettinn (Jón Sigurðsson)
Þú ert ungur enn / Erling Ágústson (Price og Logan, texti Erling Ágústsson)
Limbó Rokk / Ragnar Bjarnason (erlent lag, texti Valgeir Sigurðsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga mælist 5,2% og hefur aukist meira en búist var við. Aðilar vinnumarkaðarins kenna stjórnvöldum um. Fjármálaráðherra vísar hins vegar á olíufélögin og bílasala.
Hagfræðingur segir ólíklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.
Ráðgjöf um stóraukinn loðnukvóta var gefin út í morgun, loðnan gæti skilað 20-25 milljörðum í þjóðarbúið segir atvinnuvegaráðherra. Forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir vöntun á mörkuðum eftir mögur ár og mikla vinnu framundan við að pakka loðnu og hrognum.
Bandaríkjaforseti hótar að ráðast inn í Íran ef ekki verður gengið frá nýjum kjarnorkuvopnasamningi. Líklegt þykir að Evrópusambandið setji Íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök.
Tilraunir HSÍ til að fá miða á undanúrslitaleiki EM hafa ekki gengið eftir. HSÍ og Icelandair geta ekki skipulagt hópferðir á viðureign Íslands og Danmerkur annað kvöld.
Stjórnvöld sektuðu elsta sjóð landsins, ölmususjóð sem Brynjólfur biskup stofnaði á sautjándu öld, fyrir að skila ekki inn ársreikningi.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Íslenska þjóðin er svo stemmd fyrir handboltalandsliðinu að fjölmiðlar hafa verið stútfullir af fréttum af því síðustu vikurnar. Dramatísk fréttamál í heiminum falla í skuggann af liðinu og stórar og smáar fréttir af strákunum okkar fara í hæstu hæðir á leslistum íslenskra fjölmiðla.
Eiga Íslendingar heimsmet meðal þjóðanna í þeirri stemningu og því æði sem grípur um sig í samfélaginu þegar handaboltalandsliðið fer á stórmót?
Egill Helgason fjölmiðlamaður vill meina það á meðan Stefán Pálsson sagnfræðinur telur Ísland hluta af norrænni hefð að þessu leyti. Rætt er við sænska blaðamanninn Anders Svensson um stöðu handboltans í Svíþjóð og Helga Hrafn Guðmundsson sem sér ákveðin líkindi á milli fótboltans í Argentínu og handboltans á Íslanid.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Þrældómur nútímans er yfirskrift málþings sem ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International heldur í næstu viku. fjallað verður um hvernig vinnumansal birtist okkur á Íslandi og á heimsvísu. Við fáum Árna Kristjánsson Ungliða- og aðgerðastjóra og Heiðrúnu Völu Hilmarsdóttur ungliða til okkar í upphafi þáttar.
Síðasta jökulár 2024 til 25 fór illa með jöklana okkar. Þeir rýrnuðu um fimmtán milljarða tonna og virðist sem nú herði á bráðnun þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Andri Gunnarsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun og Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands ætla að segja okkur frá um miðbið þáttar.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hefur verið fastagestur í Samfélaginu um árabil, undanfarin ár höfum við spilað lesna pistla aðra hverja viku, en í dag kemur hann í eigin persónu og við ætlum að líta yfir farinn veg.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
Sugarcubes - Birthday.
Laufey - Bewitched.
Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló - Gítarjukk í B dúr.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Breska tónskáldið Edward Elgar fæddist árið 1857 og lést 1934. Í þessum þætti verður fjallað um eitt frægasta verk hans, „Enigma-tilbrigðin“ sem hann samdi á árunum 1898-99. Þetta er hljómsveitarverk, stef og 14 tilbrigði, en hvert tilbrigði vísar til einhvers af vinum Elgars og gefur tónskáldið í skyn um hvern sé að ræða hverju sinni með því að setja upphafsstafi eða gælunafn við hvert tilbrigði. Elgar sagði að „Enigma“ eða „Ráðgáta“ væri nafnið á stefinu og önnur ráðgáta væri líka falin í verkinu: sjálft stefið væri kontrapunktur við alþekkt lag. Ýmsir tónlistarmenn hafa reynt að komast að því hvaða lag sé átt við, en engin endanleg lausn fundist á þeirri ráðgátu. Í þættinum verður verkið leikið í nokkrum köflum svo að hlustendur geti áttað sig betur á einkennum hvers tilbrigðis. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í dag hefjast Myrkir músíkdagar, sem standa yfir fram á sunnudag. Við lítum við á æfingu fyrir upphafstónleika Myrkra hér í upphafi þáttar og hittum fyrir þær Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Báru Gísladóttur, sem báðar eiga ný hljómsveitarverk sem frumflutt verða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld. Katla Ársælsdóttir rýnir í Merg, nýtt íslenskt tón og leikverk eftir Katrínu Lóu Hafsteinsdóttur, og við lítum inn í Hafnarhús þar sem Katrín Elvarsdóttir opnaði sýninguna Blómstrandi framtíð um liðna helgi. Þar mætast heimar ólíkra plantna sem allar hafa ríkulega sögu að segja.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við ætlum að kryfja eitt vinsælasta popplag síðasta árs, sem var á dögunum tilnefnt til Óskarsverðlaunanna sem besta lagið í kvikmynd. Tónlistarmaðurinn og poppmeinafræðingur Lestarinnar Friðrik Margrétar Guðmundsson rýnir með okkur í Golden sem kemur fyrir í vinsælu Netflix-teiknimyndinni Kpop Demon Hunters.
Nú á dögunum var haldin ráðstefna gegn gyðingahatri í Ísrael. Þangað var boðið helstu forkólfum hægristjórnmála í Evrópu, meðal annars meðlimum í flokkum sem eiga rætur sínar að rekja til nasismans. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl fjallar um einkennilegar draumfarir eins þessara stjórnmálamanna, Svíþjóðardemókratanum Jimmie Åkesson.
Í kvöld verður heimildarmyndin Melania, sem fjallar um forsetafrú Bandaríkjanna Melania Trump, frumsýnd í menningarmiðstöðinni sem áður hét Kennedy Center, í Washington DC. Við förum yfir umdeilda nafnabreytingu og gabbvefsíðu stofnunarinnar.
Fréttir
Fréttir
Verðbólga eykst úr 4,5% í 5,2% og hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Hækkunin er töluvert meiri en allar opinberar spár gerðu ráð fyrir.
Ný ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um stóraukinn loðnukvóta eru góðar fréttir fyrir sjávarbyggðir þar sem margir vinna við uppsjávarvinnslu.
Evrópusambandið hefur sett íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir þetta löngu tímabært.
HS Orka stefnir á að virkja Eldvörp á Reykjanesi. Lagðar verða leiðslur frá gömlum borholum í Eldvörpum að virkjuninni í Svartsengi og orkan beisluð þar.
Bandaríkjaforseti segir Rússlandsforseta hafa samþykkt að fresta árásum á borgir í Úkraínu í viku vegna vetrarkulda. Íbúar hafa verið án rafmagns og hita vegna árása Rússa á orkuinnviði landsins.
Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju skipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Alls var kostnaður við lagfæringar 169 milljónir króna en skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í nótt og í morgun gerðu Rússar dróna- og eldflaugaárásir á borgir og bæi vítt og breitt um Úkraínu, eins og þeir hafa gert nánast daglega síðustu vikur. Í gær drápu þeir fimm manns í árás á farþegalest og en í nótt drápu þeir tvær manneskjur og særðu fjögur, þar af tvö börn, í árás á íbúðablokk í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs eða Kíev . Veðrið þar er afar íslenskt í dag, grátt yfir, súldviðri og hitinn í kringum frostmark, segir Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr í Kænugarði. Snjórinn hálfbráðinn og slabb á götum. Í síðustu viku var hins vegar sautján stiga frost þar og allt að 30 stiga næturfrost í kortunum víða í Úkraínu í næstu viku. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Óskar um daglegt líf í Úkraínu eftir fjögurra ára stríðsátök.
Það bárust góðar fréttir af loðnunni í morgun og nú telur Hafrannsóknastofnunar óhætt að veiða tæp 200 þúsund tonn á vertíðinni sem er fjórðungi meira en stofnunin hafði áður gefið út. Fólk í sjávarbyggðum hefur beðið í eftirvæntingu eftir hvort loksins yrði af góðri loðnuvertíð og Ágúst Ólafsson brá sér til Þórshafnar til að ræða við Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóra Ísfélagsins þar í bæ.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

frá Veðurstofu Íslands

Umfjöllun um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem í kjölfar þáttarins hljóma í beinni útsendingu Rásar 1 úr Eldborg Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu á Myrkum músíkdögum.
Á efnisskrá:
Benthos eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur - frumflutningur.
Básúnukonsert eftir James MacMillan.
DÆGRIN eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur - frumflutningur.
Konsert nr. 2 fyrir hljómsveit eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Einleikari: Jón Arnar Einarsson.
Stjórnandi: James MacMillan.
Kynnir: Ása Briem.


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Leikararnir Bjarni Snæbjörnsson og Vala Kristín Eiríksdóttir kynntust á spunanámskeiði fyrir 10 árum og þau tengdu svo vel að Bjarni spurði hana formlega hvort hún vildi vera vinkona hans. Síðan þá hafa þau ferðast saman, unnið saman og verið til staðar ef eitthvað bjátar á. Við ræddum við þau í þættinum í dag um þennan góða vinskap og ást þeirra á tónlist úr söngleikjum og teiknimyndum, en þau, ásamt Karli Olgeirssyni eru með það sem þau kalla söngleikjastæla í Salnum á næstunni.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá því í síðustu viku, þegar hann var að tala um samskipti á vinnustaðnum, að vera helgaður, eða óhelgaður í vinnunni og svo hvernig meðvirkni getur litað samskiptin þar eins og annars staðar.
Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari fjallaði um Langspilið og notagildi þess í námi í grunnskóla, í meistaraverkefni sínu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Í dag hefur Langspilið nánast yfirtekið líf hans með ýmsum hætti, hann rekur tónlistarsmiðju þar sem hann kennir á Langspilið, bæði á grunnskólastigi og háskólastigi. Smiðjunni er einnig ætlað að vekja börnin tilumhugsunar um menningararf og alþýðumenningu fyrri tíðar. Eyjólfur kom með langspilið, spilaði fyrir okkur og leyfði okkur meira að segja að prófa.
Tónlist í þættinum:
Í kjallaranum / Óðinn Valdimarsson og KK sextettinn (Jón Sigurðsson)
Þú ert ungur enn / Erling Ágústson (Price og Logan, texti Erling Ágústsson)
Limbó Rokk / Ragnar Bjarnason (erlent lag, texti Valgeir Sigurðsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við ætlum að kryfja eitt vinsælasta popplag síðasta árs, sem var á dögunum tilnefnt til Óskarsverðlaunanna sem besta lagið í kvikmynd. Tónlistarmaðurinn og poppmeinafræðingur Lestarinnar Friðrik Margrétar Guðmundsson rýnir með okkur í Golden sem kemur fyrir í vinsælu Netflix-teiknimyndinni Kpop Demon Hunters.
Nú á dögunum var haldin ráðstefna gegn gyðingahatri í Ísrael. Þangað var boðið helstu forkólfum hægristjórnmála í Evrópu, meðal annars meðlimum í flokkum sem eiga rætur sínar að rekja til nasismans. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl fjallar um einkennilegar draumfarir eins þessara stjórnmálamanna, Svíþjóðardemókratanum Jimmie Åkesson.
Í kvöld verður heimildarmyndin Melania, sem fjallar um forsetafrú Bandaríkjanna Melania Trump, frumsýnd í menningarmiðstöðinni sem áður hét Kennedy Center, í Washington DC. Við förum yfir umdeilda nafnabreytingu og gabbvefsíðu stofnunarinnar.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, fer fram á morgun í Silfurbergi Hörpu undir yfirskriftinni Umbreyting er ákvörðun. Þá mun Harpa fyllast af sjálfbærnifólki,fumkvöðlum og skapandi hugsuðum og þar munu fyrirlesarar ræða loftlatsvísindi, tækni, nýsköpun, matvælaöryggi, menningu og samfélag. Ein þeirra sem ætlar þarna að tala er Arnhildur Pálmadóttir arkitekt en hún beinir sjónum sínum að sjálfbærni í hönnun og mannvirkjagerð á ráðstefnunni og hún kom til okkar ásamt Elvu Rakel Jónsdóttur framkvæmdastýru Festu.
Þúsundir flykktust í Ueno dýragarðinn í Japan á sunnudaginn til að kveðja síðustu tvær pöndur landsins sem eru á leið til Kína. Fólk stóð í röð og sumir í hátt í fjórar klukkustundir til að sjá tvíbur húnana Xiao Xiao og Lei Lei í síðasta sinn. Með brottflutningi pandanna verða Japan pöndulaust í fyrsta sinn síðan 1972. Kínverjar hafa lengi vel notað pöndur til þess að sína löndum sem þeir eiga í góum samskiptum við vinsemd og virðingu en nú vilja þeir pöndurnar til baka og bendir því allt til að aukin spenna sé komin í samskipti ríkjanna. En hvers vegna ? Helgi Steinar Gunnlaugsson sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum kom til okkar.
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks mælti á dögunum aftur fyrir tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, allt árið um kring. Tillagan var lögð fram á síðasta þingi en var ekki afgreidd. Er hann bjartsýnn á að hún verði afgreidd á þessu þingi og hvað felst í tillögunni hvers vegna telur Njáll Trausti málið brýnt ?
Ísland vann stórkostlegan sigur á Slóvenum í gær og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Við ætlum að fara halda áfram að tala um handbolta eins og við höfum gert síðan um miðjan mánuðinn og fengum til okkar eina fyrrum handboltahetju okkar íslendinga, Róbert Gunnarsson línumann.
Hvernig eru sportbarir landsins að vígbúast fyrir átök komandi helgar ? , en við gefum okkur það að fjöldi fólks komi saman til að horfa á leikina sem framundan eru í handboltanum. Við ætlum að taka stöðuna á einum af eigendum Ölvers og hringdum í Björn Hlyn haraldsson leikara og kráareiganda.

07:30

08:30

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga mælist 5,2% og hefur aukist meira en búist var við. Aðilar vinnumarkaðarins kenna stjórnvöldum um. Fjármálaráðherra vísar hins vegar á olíufélögin og bílasala.
Hagfræðingur segir ólíklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.
Ráðgjöf um stóraukinn loðnukvóta var gefin út í morgun, loðnan gæti skilað 20-25 milljörðum í þjóðarbúið segir atvinnuvegaráðherra. Forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir vöntun á mörkuðum eftir mögur ár og mikla vinnu framundan við að pakka loðnu og hrognum.
Bandaríkjaforseti hótar að ráðast inn í Íran ef ekki verður gengið frá nýjum kjarnorkuvopnasamningi. Líklegt þykir að Evrópusambandið setji Íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök.
Tilraunir HSÍ til að fá miða á undanúrslitaleiki EM hafa ekki gengið eftir. HSÍ og Icelandair geta ekki skipulagt hópferðir á viðureign Íslands og Danmerkur annað kvöld.
Stjórnvöld sektuðu elsta sjóð landsins, ölmususjóð sem Brynjólfur biskup stofnaði á sautjándu öld, fyrir að skila ekki inn ársreikningi.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Margrét Marteinsdóttir og Kristján Freyr voru við stjórnvölinn
Blaðamannafundi landsliða Íslands og Danmerkur fyrir undanúrslitaleik liðanna á EM karla í handbolta lauk um hálftíma áður en Síðdegisútvarpið heilsaði. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona var á fundinum og fór í Síðdegisútvarpinu yfir það helsta sem þar kom fram.
Knattspyrnumaðurinn Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti leikmaðurinn til þess að skora mark í Evrópuleik á Nývangi, heimavelli spænska stórliðsins Barcelona en Viktor Bjarki er aðeins 17 ára og 213 daga gamall í dag. Hann var sumsé í byrjunarliði FC Köbenhavn þegar liðið mætti Barcelona í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar á Spáni í gær. Viktor var rétt rúmlega 15 ára gamall þegar hann heillaði hug og hjörtu Framara með meistaraflokki Fram í Bestu Deildinni seinni hluta sumars 2023, varð í kjölfarið eftirsóttur af mörgum af stærri liðum Skandinavíu og víðar og fór þá til stóra liðsins í Kaupmannahöfn. Við slógum á þráðinn til hins unga Viktors Bjarka og heyrðum hvernig lífið er í Köben.
Verðbólgan er komin í 5,2 prósent. Frá þessu var greint í morgun en í síðasta mánuði hafði verðbólga aukist hressilega og mældist þá 4,5 prósent. Þá hafði hún ekki verið meiri síðan í janúar í fyrra. Verðbólgan var talsvert meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir um. En hvaða afleiðingar hefur þessi staða fyrir almenning í landinu? Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur kann að útskýra það þannig að við skiljum öll. Eiríkur skrifaði bókina Eikonomics- hagfræði á mannamáli en hún kom út fyrir um fimm árum. Eiríkur sem býr í Þýskalandi fór yfir stöðuna í Síðdegisútvarpinu.
Frakkar munu á næstunni að öllum líkindum skila tugum þúsunda listaverka sem þeir stálu á nýlendutímanum. Lagafrumvarp sem nær sérstaklega yfir muni sem stolið var á árunum 1815-1972 var samþykkt í öldungardeild franska þingsins í fyrradag og fer nú áfram innan þingsins og ætti að verða að lögum fljótlega. Macron forseti Frakklands hét því árið 2017 að öllum munum sem tengjast afrískri menningararfleifð yrði skilað til eigenda sinna. Hann sagði reyndar að það myndi gerast innan fimm ára en síðan eru liðin níu ár. Þetta er mál sem mikið hefur verið fjallað um í frönskum fjölmiðlum og Kristín Jónsdóttir, sem býr í París hefur fylgst með umræðunni og ræddi við Síðdegisútvarpið.
„Það er skelfileg stund í lífi hvers manns þegar tilveran hættir að vera hellað djamm og hótel mamma - og verður virðisauki, viðbótarlífeyrissparnaður og almennur viðbjóður. Snögglega breytist lífið í eitt stórt skyndipróf:“ Þannig hljómar kynningartexta um gamanleikritið Ekki hugmynd sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þar eru í aðalhlutverkum Arnór Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir og Óli Gunnar Gunnarsson og öll eru þau týnd á tímamótum og hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að gera. Arnór og Óli komu Í Síðdegisútvarpið og með þeim var Björk Jakobsdóttir, dramatúrg. Síðdegisútvarpið frumflutti ennfremur titillag sýningarinnar, Ekki hugmynd.
Fréttir
Fréttir
Verðbólga eykst úr 4,5% í 5,2% og hefur ekki mælst meiri í að verða eitt og hálft ár. Hækkunin er töluvert meiri en allar opinberar spár gerðu ráð fyrir.
Ný ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um stóraukinn loðnukvóta eru góðar fréttir fyrir sjávarbyggðir þar sem margir vinna við uppsjávarvinnslu.
Evrópusambandið hefur sett íranska byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir þetta löngu tímabært.
HS Orka stefnir á að virkja Eldvörp á Reykjanesi. Lagðar verða leiðslur frá gömlum borholum í Eldvörpum að virkjuninni í Svartsengi og orkan beisluð þar.
Bandaríkjaforseti segir Rússlandsforseta hafa samþykkt að fresta árásum á borgir í Úkraínu í viku vegna vetrarkulda. Íbúar hafa verið án rafmagns og hita vegna árása Rússa á orkuinnviði landsins.
Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju skipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Alls var kostnaður við lagfæringar 169 milljónir króna en skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í nótt og í morgun gerðu Rússar dróna- og eldflaugaárásir á borgir og bæi vítt og breitt um Úkraínu, eins og þeir hafa gert nánast daglega síðustu vikur. Í gær drápu þeir fimm manns í árás á farþegalest og en í nótt drápu þeir tvær manneskjur og særðu fjögur, þar af tvö börn, í árás á íbúðablokk í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs eða Kíev . Veðrið þar er afar íslenskt í dag, grátt yfir, súldviðri og hitinn í kringum frostmark, segir Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr í Kænugarði. Snjórinn hálfbráðinn og slabb á götum. Í síðustu viku var hins vegar sautján stiga frost þar og allt að 30 stiga næturfrost í kortunum víða í Úkraínu í næstu viku. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Óskar um daglegt líf í Úkraínu eftir fjögurra ára stríðsátök.
Það bárust góðar fréttir af loðnunni í morgun og nú telur Hafrannsóknastofnunar óhætt að veiða tæp 200 þúsund tonn á vertíðinni sem er fjórðungi meira en stofnunin hafði áður gefið út. Fólk í sjávarbyggðum hefur beðið í eftirvæntingu eftir hvort loksins yrði af góðri loðnuvertíð og Ágúst Ólafsson brá sér til Þórshafnar til að ræða við Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóra Ísfélagsins þar í bæ.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.