Fuglar

Fuglar

Um fiðraðar furður og fólkið sem veltir þeim fyrir sér.

Fjallað verður um fugla með fólki sem veltir þeim fyrir sér. Við gefum þessum fiðruðu furðum gaum og lítum til himins ásamt fuglafræðingum og fuglaunnendum á öllum aldri.

Tónlistin í þættinum er eftir íslenska varpfugla og Kristínu Þóru Haraldsdóttur.

Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir.

Umsjón: Halla Ólafsdóttir. Tækninmaður: Jón Þór Helgason.