Mynd með færslu

Vísindavarp Ævars

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.

Áramótaþáttur Ævars

Í þætti dagsins fær Ævar góða gesti frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík, veltir því fyrir sér hvernig flugeldar virka og les upp áramótaávarp Ævars vísindamanns.
30.12.2015 - 18:08

Ævar á afmæli!

9. desember á Ævar afmæli. Og þess vegna ætlar hann að rannsaka afmælisdaga, heimsins stærstu afmælistertu og heimsækja gömlu sveitina sína sem hann ólst upp í þegar hann var lítill: Borgarfjörðinn.
11.12.2015 - 16:32

Kartöflustöpputilraunir og risafótboltar

Í Vísindavarpi dagsins verður farið um víðan fótboltavöll. Við skoðum sögu þessarar vinsælu íþróttar á milli þess sem við gerum tilraunir og skoðum hinar ýmsu stórhættulegu þjóðsagnapersónur.
29.11.2015 - 21:26

Hvalir, göng og dýpsta hola í heimi!

Í þættinum í dag ætlum við að setjast upp í bíl og keyra örlítið. Mig langar að heimsækja Kjalarnesið og Hvalfjörðinn, segja ykkur svakalega þjóðsögu, kíkja ofan í dýpstu holu í heimi og kenna ykkur að búa til vatnshelt sigti.
11.11.2015 - 18:24

Risastórir hlaupbangsar og svefnsnuddur

Póstkassinn hans Ævars er hreinlega að springa! En áður en hann gægist ofan í hann og svarar lífsnauðsynlegum spurningum (m.a. um svefnsnuddur fyrir yngri systur) ætlar hann að kenna okkur þrjár einfaldar tilraunir.
21.09.2015 - 18:01

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag, 16. september, er dagur íslenskrar náttúru. Af því tilefni skoðum við, að sjálfsögðu, íslenska náttúru.

Þáttastjórnendur

aevarth's picture
Ævar Þór Benediktsson

Facebook