Mynd með færslu

Vikulokin

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur. Þátturinn er í umsjá Helga Seljan og Önnu Kristínar Jónsdóttur og er á dagskrá á laugardögum kl. 11-12.

Segir Samherja-gjöf ekki áfellisdóm yfir kvótakerfinu

Virði hlutabréfanna sem helstu eigendur Samherja létu renna til barna sinna stingur mikið í augun, að mati Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks og formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþlingis. Hann segir að það megi þó ekki gleyma...
23.05.2020 - 14:20

Segir rithöfunda missa stóran hluta tekna vegna COVID

Rithöfundar hafa orðið fyrir miklum tekjumissi vegna COVID-19 faraldursins líkt og aðrir listamenn, segir Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og varaþingmaður. Ástæðan sé sú að upplestrar og önnur verkefni séu stór hluti af tekjum þeirra.

Yfir 4.000 heimili fengið greiðslufrest

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjámálaþjónustu, segir að yfir eitt þúsund fyrirtæki hafi fengið greiðslufrest og yfir fjögur þúsund heimili. Samkomulag banka, sparisjóða og lífeyrissjóða tryggi að fái fólk greiðslufrest...
02.05.2020 - 15:38

Segir að tryggja þurfi framfærslu tugþúsunda í haust

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að tryggja verði með einhverjum hætti framfærslu þeirra tugþúsunda sem klára uppsagnarfrestinn í haust og fara á strípaðar bætur. Hann segir að þessi mánaðarmót hafi verið þau verstu í sögu félagsins.

Nýting hótelherbergja aðeins eitt prósent

Nýting hótelherbergja á Hótel Sögu var eitt prósent í mars og tekjur fyrirtækisins voru innan við fimm prósent miðað við sama tíma í fyrra. Helmingi starfsfólks hótelsins hefur verið sagt upp.

Býst við að 90% starfsfólks Icelandair missi vinnuna

Viðbúið er að níutíu prósentum starfsfólks Icelandair verði sagt upp störfum fyrir mánaðamót. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenksra atvinnuflugmanna. Nú þegar eru 92% starfsmanna á hlutabótaleiðinni, það er í skertu...
25.04.2020 - 12:25