Mynd með færslu

Víðsjá

  Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.  

Iða feminískra strauma í Listasafni Árnesinga

Þrjár sumarsýningar standa nú yfir í Listasafni Árnesinga. Þær tengja samtímalistina við líðandi stund og þá bylgju femínisma sem nú flæðir fram í samfélagi okkar, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gagnrýnandi.

Ný aðferð til sjálfsupphafningar

Með því að láta ástkonu sína segja eigin sjálfsævisögu losnar skáldkonan undan ábyrgðinni af sjálfshólinu sem gegnumsýrir textann, skrifar Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi, um Sjálfsævisögu Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein.

Hvernig gefa skal auðlindir – sálmur um misskiptingu

„Það er ekkert nýtt að auðæfi og auðlindir þjóða séu gefnar yfirstétt undir þeim formerkjum að verið sé að leigja þær út,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson í pistli um endalok rómverska lýðveldisins, íslenskar auðlindir og söluna á Íslandsbanka.
02.07.2021 - 13:38

Engin furða að þær hafi ekki opinberað kynhneigð sína

Í sjálfsævisögu Alice B. Toklas, sem kom út í íslenskri þýðingu á dögunum, kemur hvergi fram að Gertrude Stein höfundur bókarinnar hafi líka verið ástkona hennar. Samkynhneigð var feimnismál þegar bókin kom út en þó fer fjarri að þær hafi falið...

Knöpp frásögn um flókna tilveru nútímakvenna

Önnu Stínu Gunnarsdóttur tekst að byggja upp samlíðan með söguhetjum í frumraun sinni, skáldsögu um flókna tilveru nútímakvenna, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. Sagan sé hins vegar svo stutt að ekki gefst pláss til að rugla lesendur í ríminu...

Eftirtektarverð frumraun um sjúka ást

Sólveig Johnsen spinnur hugvitssamlega frásögn í sinni fyrstu skáldsögu um brenglað samband, sem bendir líka á að ofbeldi og misnotkun eru ekki alltaf líkamleg, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.

Þáttastjórnendur

gudnit's picture
Guðni Tómasson
eirikurg's picture
Eiríkur Guðmundsson

Facebook