Mynd með færslu

Undiraldan

Glæný íslensk tónlist úr ýmsum áttum. Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Kristín Sesselja, Sniglabandið og Babies með nýtt

Það er Kristín Sesselja sem ríður á vaðið í Undiröldunni að þessu sinni með lag af væntanlegri plötu. Við kynnumst einnig nýju samstarf Babies og Unu Stef, heyrum hvernig Sniglabandið fagnaði 35 ára afmæli sínu og heyrum ný lög frá Thin Jim and The...
22.10.2020 - 14:35

Ný tónlist frá Barða og Betu Ey, Dr. Spock og fleirum

Það er fullur gangur í tónlistinni þrátt fyrir alls konar vesen og íslensk útgáfa er með miklum blóma. Helst með nýja tónlist í þessari viku eru Popparoft og Zöe með poppaða slagara, Barði og Beta Ey í samstarfi, Gunnar the Fifth og Ásgeir auk þess...
21.10.2020 - 12:35

Nýtt frá Lay Low og unga fólkinu

Nýja stjórnarskráin, sem hefur töluvert verið í fréttum vikunnar, er ofarlega í huga Lay Low sem syngur part af henni í Undiröldu kvöldsins sem fer að mestum hluta í listafólk sem er að stíga sín fyrstu skref í bransanum þrátt fyrir að vera kannski...
15.10.2020 - 15:00

Bríet, Hjálmar og Tómas Welding með nýtt

Hressleikinn í útgáfu á íslenskri heldur áfram og að þessu sinni er boðið upp á nýtt frá sumum af vinsælustu tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar á árinu, þó að reynslan og Suðurnesja-seiglan fái líka að fljóta með í blönduna.
14.10.2020 - 11:20

Nýtt frá Snorra Helga, Raven, Krassasig og Elvari

Merkilegt nokk er sko engin slaki í útgáfu á íslenskri tónlist þrátt fyrir að ýmislegt annað sé komið í hægagang. Þennan þriðjudag er alls konar fólk í Undiröldunni með ný lög en þeirra þekktust líklega vísnaskáldið Snorri Helga og tónlistarkonan...
07.10.2020 - 10:00

Nýtt frá Jónsa og Robyn, Draumförum og Króla og Mammút

Það eru veisluhöld að venju í Undiröldu kvöldsins þegar nýrri íslenskri útgáfu er fagnað. Á veisluborðinu þennan daginn eru ný lög frá Sigurrósar-Jónsa sem bíður upp á samstarf við sænsku poppprinsessuna Robyn; samstarf Draumfara og Króla; nýbylgja...
01.10.2020 - 16:10