Mynd með færslu

Undiraldan

Glæný íslensk tónlist úr ýmsum áttum. Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Sumir fá þá eitthvað fallegt

Jólatónlistinni snjóar inn til plötusnúða hins opinbera og að þessu sinni eru það jólakanónurnar Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius sem bjóða upp á nýja útgáfu af Bing Crosby-lagi og Mi Arma sem líst ekki vel á allt þetta vesen. Sóley...
07.12.2021 - 16:45

Jólin eru ekkert grín

Við höldum áfram að jóla okkur í drasl í Undiröldunni og að þessu sinni er komið að Birgittu Haukdal í nostalgískri jólastemmningu en Prins Póló er með alls konar efasemdir. Önnur með jólastuð eru Hreimur, Salka Sól, Bragi Þór Valsson ásamt Barnakór...
02.12.2021 - 17:00

Jólin koma reykspólandi fyrir hornið

Nú er það byrjað blessað jólalagatímabilið og það eru heldur betur jólaneglur í boði í Undiröldu kvöldsins. Það er jólakóngurinn Laddi sem ríður á vaðið og að sjálfsögðu er stutt í jólavitringana í Baggalúti sem eru á ítölskum nótum. Önnur með rétta...
30.11.2021 - 16:40

Óskrifað blað sem reynslan fyllir út

Við heyrum lög af nýlegum hljómplötum í Undiröldu kvöldsins sem verður sú síðasta áður en við dembum okkur í jólalagaflóðið. Listafólk kvöldsins hefur sumt hvert reynt að felulita poppið sitt með alls konar trixum en það eru þau Teitur Magnússon,...
25.11.2021 - 15:00

Ástarpungarnir dansa meðan mömmuhjartað slær

Nú er aldeilis farið að styttast í jólavertíðina þar sem jólalögin hljóma en róum okkur aðeins og kíkjum á ójólalög sem eru enn að koma út í Undiröldu kvöldsins. Bomarz, Doktor Viktor og Daníel Ágúst eru með nýstárlega útgáfu og mömmuhjartað slær...
23.11.2021 - 18:20

Sungið um refi og Reykjavíkurnætur

Það er að venju sprellfjörug útgáfa af innlendri tónlist og við spólum okkur í gegnum ný lög frá Sin Fang, Klöru Elías, Suð, Quest, Ottoman og Afkvæmum guðanna ásamt Bent, Gústa B, Tonnataki og Fríd í Undiröldunni að þessu sinni.
18.11.2021 - 20:00