Nýtt íslenskt vélbyssudiskó, ógæfupönk og þungarokk
Það er daðrað við undirheimatónlist í Undiröldu kvöldsins og boðið upp á suðrænt vélbyssudiskó frá Hermigervli og Villa Neto, framsækið popp frá Russian.Girls, ógæfupönk frá Pínu Litlum Peysum og svo er það bara þungarokk og harðkjarna helvíti frá... 14.01.2021 - 16:20
Unnsteinn, Inspector Spacetime og Bomars ásamt GDRN
Tónlistarárið 2021 fer heldur betur af stað með látum eins og heyrist í Undiröldu kvöldsins. Við fáum nýja ábreiðu Unnsteins af Páli Óskari auk nýrra laga frá Inspector Spacetime, Inga Bauer, Bomarz og GDRN, Moskvít, Hildi og Margréti Eir. 12.01.2021 - 16:30
Hjálmar, Villi Neto og Sigrún Stella með nýtt
Fyrsta heila vika árins er langt komin og ekki seinna vænna að fara að einbeita sér að nýrri tónlist á árinu 2021. Það er hellingur að frétta og meðal þess helsta er nýr söngull frá Hjálmum og vinsælt áramótalag með Villa Neto auk þess sem Annalísa... 07.01.2021 - 16:40
Nýtt frá Daða Frey og Ásdísi, Hebba G. og Oscari Leone
Nýtt tónlistarár er gengið í garð og íslenskt tónlistarfólkið virðist löngu komið í vinnuna ef marka má útgáfuna á fyrstu dögum ársins. Í boði er nýtt lag frá Daða Frey sem hann vinnur með Ásdísi auk laga frá MGT, Herberti Guðmundssyni, Oscari Leone... 05.01.2021 - 16:10
Rólegheit frá Bríeti og Ólafi Arnalds, stuð frá hinum
Síðasta Undiralda ársins er ágætisblanda af huggulegum rólegheitum og brjáluðu stuði. Með lög í þættinum að þessu sinni eru auk Bríetar og Óla, hressandi slagarar frá Skoffín, Ryba, Inspector Spacetime, Ultraflex og Jói það er síminn til þín. 29.12.2020 - 17:05
Nú eru að koma jól
Það hefur verið mikið líf í útgáfu jólatónlistar í ár og lagalistar Undiröldunnar hafa svo sannarlega endurspeglað það. Nú er hátíðin alveg að skella á og síðasti skammtur ársins (ég lofa) af brakandi ferskum jólalögum inniheldur meðal annars... 22.12.2020 - 16:30