Mynd með færslu

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir

„Það gefast allir upp á mér“

Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal í 30 fermetra bílskúr fyrir meira en fjórum áratugum síðan sem er nú ein stærsta hönnunar- og húsgagnaverslun landsins með fjórar búðir. Hann lærði húsgagnaarkitektúr í Kaupmannahöfn og vinnan er hans helsta áhugamál,...
18.11.2020 - 14:41

„Hvar eru börnin hennar Ólínu?“

Í bókinni Spegil fyrir Skuggabaldur lýsir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir íslensku samfélagi á þann veg að hagsmunaöfl úr atvinnulífi, stjórnmálum og embættismannakerfinu leggist á eitt við greiða götu hlýðinna pótintáta en halda öðrum frá, og...

Sneri sér að andlátum eftir 500 fæðingar

Guðný Bjarnadóttir er ljósmóðir, útfararstjóri og djákni, en hún segist hafa jafn gaman að því að ræða lífið og dauðann. „Það er nokkurn veginn það sem við vitum öll. Það er líka mikilvægt að ræða hvernig við förum úr þessum heimi, alveg eins og við...
01.11.2020 - 09:27

Ekkert í boði annað en að lifa sorgina af

„Hvern gat ég verið reið við yfir að missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir...
28.10.2020 - 12:41

Gleymir ekki svipnum á mömmu að dansa á þingtröppunum

Katrín Oddsdóttir kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, á galeiðunni í Reykjavík. Þá var Katrín blaðamaður í Neskaupstað og Kristín var í lesbíurokksveitinni Rokkslæðan. Þær ala börnin sín upp í þeirri trú að þau hafi rödd og geti...
11.10.2020 - 10:30

„Kom að þeim punkti að það var ekki annað hægt“

Þingkonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir vakti athygli á dögunum þegar hún sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna þegar til stóð að vísa egypskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli af landi brott. Hún á að baki gifturíkan fótboltaferil með sigursælu liði...
08.10.2020 - 14:10

Þáttastjórnendur

sigurlmj's picture
Sigurlaug M. Jónasdóttir