Mynd með færslu

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir

„Þetta áfall breytti mér“

Arndís Hrönn Egilsdóttir var aðeins fimmtán ára þegar litli bróðir hennar, sem var tíu árum yngri en hún, lést eftir skammvinn veikindi. Hún lifir með sorginni en segir áföll lífsins hafa breytt sér, jafnvel hafa gert sig að betri leikkonu. Síðan...

„Það var of snemmt að byrja að drekka 11 ára“

„Ég og áfengi áttum aldrei samleið, eða ég og fíkniefni,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem byrjaði að neyta áfengis á barnsaldri, en drakk sinn síðasta drykk fyrir 25 árum. Foreldrar hans voru óreglufólk svo hann segir neyslu...

„Ég stend mig enn að því að tala við pabba“

„Heldur þú að ég ali dætur mínar upp sem vinnukonur fyrir syni þína?“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari við vin sinn sem hneykslaðist á því að karlmaðurinn á heimilinu væri að ryksuga. Dóttir hans, Þorgerður Katrín er fyrsta konan sem situr í...

„Svona sársauki getur tætt mann í sundur og eyðilagt“

„Þetta markar mann alltaf held ég. Mjög djúpur sársauki en dýpkar mann að einhverju leyti,“ segir Freyr Eyjólfsson. Hann og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans urðu fyrir þeirri sáru lífsreynslu að missa barn undir lok meðgöngu.
26.04.2020 - 09:58

„Þetta eru myndir sem ég sýni engum“

Ragnar Axelsson, einn fremsti ljósmyndari þjóðarinnar, hefur oft komist í hann krappan. Hann hefur verið einna fyrstur á vettvang mannskæðra slysa og til að ná sem bestum myndum hefur hann oft komið sér í hættulegar aðstæður. „Ég hef alltaf litið...
03.04.2020 - 11:08

Sögugjöf á degi barnabókarinnar

Íslandsdeild IBBY gefur samkvæmt venju smásögu til allra barna á Íslandi hvar sem þau eru á landinu. Í ár skrifaði Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur smásöguna Haugurinn sem hann les fyrir börnin.

Þáttastjórnendur

sigurlmj's picture
Sigurlaug M. Jónasdóttir