Rás 1

Rás 1, fyrir forvitna.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

„Við erum að horfa á endurfæðingu barns okkar“

Höfundar sápuóperunnar Santa Barbara eru dolfallnir yfir framtaki Ragnars Kjartanssonar listamanns, sem opnað hefur sýningu í Moskvu helgaða þáttunum.
09.12.2021 - 13:20

Málsvörn Eiríks Arnar

„Undir lok bókarinnar erum við komin svo djúpt ofan í naflann á Eiríki Erni að ég er ekki viss um að við komumst nokkurn tímann út aftur,“ segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, gagnrýnandi, um bók Eiríks Arnar Norðdahl, Einlægur Önd.

Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið

Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í...

Mér hefur verið sagt að þetta sé partíbók!

Fyrir stuttu sendi Brynja Hjálmsdóttir frá sér ljóðabókina Kona lítur við. Það er aðeins ár síðan fyrsta ljóðabók Brynju, Okfruman, kom út og hlaut afar góðar viðtökur. Í Okfrumunni er sveimað um heim bernskunnar. Í Kona lítur við erum við stödd í...
07.12.2021 - 13:51

Tímalaust verk með gríðarstórt hjarta

Ný leiksýning um Emil í Kattholti ærir krakka af kæti og sendir fullorðna fólkið í nostalgíukast, segir Nína Hjálmarsdóttir gagnrýnandi.

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 1 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 1

Pistlar

Teitur, Teitur, haltu mér

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon er 33 ára gamall en hans þriðja breiðskífa sem kom út á dögunum heitir einmitt 33, og er 33 mínútna löng, og hvað eru margir þrír í því?
28.11.2021 - 15:01

Stórar frásagnir í Norræna húsinu

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hvelfinguna, sýningarsal Norræna hússins, þar sem nú stendur yfir aðkallandi sýning um jarðfræðileg og jarðsöguleg fyrirbæri af ýmsum toga.

Bók vikunnar

Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?

Síðustu fimm árin hefur myndlistar - og ræktunarkonan Hildur Hákonardóttir leitað í heimildum eftir konum sem frá siðaskiptum og fram til ársins 1805 gegndu virðingarstöðu biskupsfrúar í Skálholti en það ár var embættið flutt til Reykjavíkur. Þetta...
26.05.2021 - 16:48

Rás 1 - fyrir forvitna

Rás 1 er fyrir fólk með áhuga á sögu, samtíð og framtíð. Hún endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindin og fræði.

Rás 1 er ekkert óviðkomandi. Á Rás 1 geturðu leyft þér að gleyma erli hversdagsins. Hlustendum er boðið í ævintýraferð, þeir heyra sögur af áhugaverðu fólki, umræður um menn og málefni af ýmsu tagi, hlýða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða fara í leikhús.