Rás 1

Rás 1, fyrir forvitna.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Heimsglugginn: Eric Zemmour og Boris Johnson

Fjallað var um frönsk og bresk stjórnmál í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og enn er hart vegið að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún...

Hægri frambjóðandi í Frakklandi dáist að Dönum

Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, hefur lýst aðdáun á stefnu Dana í innflytjendamálum. Zemmour vill að Frakkar taki sér Dani til fyrirmyndar og þrengi mjög lög um innflytjendur. Zemmour er þekktur...

Vopnaskak á Gotlandi

Liðsflutningar til Gotlands, rússnesk herskip í Eystrasalti, tölvuárásir á sænsk fyrirtæki og stofnanir. Ógnin frá Rússlandi er mjög raunveruleg í sænskri fjölmiðlaumræðu, þótt engin viti hvort hún sé raunveruleg eða í hverju hún felst nákvæmlega.
19.01.2022 - 18:35

Versnandi fjárhagsstaða mikið áhyggjuefni

Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman, samkvæmt nýrri könnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi nýverið. Könnunin var lögð fyrir um 150 þúsund félagsmenn ASÍ og...

„Er búin að skipta um skoðun við það að þjást“

„Þegar hann fellur frá átta ég mig á því hvað veikindi hans höfðu mikil áhrif á mig. Hann deyr um það leyti sem ég er að útskrifast úr jógakennaranáminu svo það eru engar tilviljanir,“ segir Eva María Jónsdóttir. Faðir hennar lést eftir glímu við...
19.01.2022 - 09:57

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 1 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 1

Pistlar

Ánægjulegt inngrip í borgarrýmið

Um hátíðarnar þurftum við óvænt að brjóta heilann um það hvers vegna ekki væri verið að mata okkur á auglýsingum á rafrænum auglýsingaskiltum borgarinnar, en skiltin birtu mynstur sem ekkert áttu skylt við neysluvörur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir...

Kvenskörungar fyrri tíma sem gerðust aðgerðasinnar

Hvað segja aðgerðir fyrri tíma kvenna um viðhorf þeirra til náttúrunnar? Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti og Þorbjörg Sveinsdóttir ákváðu að gerast aktívistar og málsvarar náttúru Íslands og urðu fyrir vikið alþýðuhetjur.

Bók vikunnar

Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?

Síðustu fimm árin hefur myndlistar - og ræktunarkonan Hildur Hákonardóttir leitað í heimildum eftir konum sem frá siðaskiptum og fram til ársins 1805 gegndu virðingarstöðu biskupsfrúar í Skálholti en það ár var embættið flutt til Reykjavíkur. Þetta...
26.05.2021 - 16:48

Rás 1 - fyrir forvitna

Rás 1 er fyrir fólk með áhuga á sögu, samtíð og framtíð. Hún endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindin og fræði.

Rás 1 er ekkert óviðkomandi. Á Rás 1 geturðu leyft þér að gleyma erli hversdagsins. Hlustendum er boðið í ævintýraferð, þeir heyra sögur af áhugaverðu fólki, umræður um menn og málefni af ýmsu tagi, hlýða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða fara í leikhús.