Rás 1

Rás 1, fyrir forvitna.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Hver er réttur fanga til ástarsambanda?

Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen...

Brexit bergmál í breskum kosningum

Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47

Rúmlega 170 þúsund skammtar í maí og júní

Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar liggur fyrir áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki eru staðfestar...
07.05.2021 - 16:30

Íslenskur bókavörður vekur athygli í Kína

Kínversk heimildamynd um Borgarbókasafnið í Grófinni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar í landi.
07.05.2021 - 15:52

Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli

Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 1 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 1

Pistlar

Hljóð í hernaði

Hljóð getur haft ýmsa virkni í samskiptum dýra, þau syngja til að laða að sér maka, þau öskra og æpa til að hræða andstæðinga. Við mannfólkið erum engin undantekning, við njótum þess að hlusta á fallega tónlist en hávær og skerandi hljóð geta verið...
06.05.2021 - 16:14

Listrænt, lýðræðislegt og skipulagslegt afrek

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar Töfrafundur – áratug síðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða og hreyfir við áhorfandanum með því að færa flókin...

Bók vikunnar

hið stutta bréf og hin langa kveðja - Peter Handke

Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir Nóbelsverðlaunahafann árið 2019, Austuríkismanninn Peter Handke, er bók vikunnar. Verkið kom út fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1972 og vakti eins og önnur verk Peters Handke á þessum tíma mikla athygli.
29.04.2021 - 18:09

Rás 1 - fyrir forvitna

Rás 1 er fyrir fólk með áhuga á sögu, samtíð og framtíð. Hún endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindin og fræði.

Rás 1 er ekkert óviðkomandi. Á Rás 1 geturðu leyft þér að gleyma erli hversdagsins. Hlustendum er boðið í ævintýraferð, þeir heyra sögur af áhugaverðu fólki, umræður um menn og málefni af ýmsu tagi, hlýða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða fara í leikhús.