Mynd með færslu

Menningin

Menningarþáttur þar sem fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.

Langaði að gera tónlist tónlistarinnar vegna

Atli Örvarsson tónskáld gefur út fyrstu sólóplötu sína á næstunni. Platan hefur verið í gerjun í mörg ár en andlát Jóhanns Jóhannssonar varð honum hvatning til að ljúka við hana.
24.06.2020 - 11:10

Fór á hárgreiðslustofu og bað um „smákrimma-klippingu“

Steindi Jr. leikur á móti stórleikkonunni Eddu Björgvins í kvikmyndinni Ömmu Hófí sem verður frumsýnd 10. júlí. Edda og Laddi leika eldri borgara sem tapa öllum sparnaði sínum í bankahruninu og grípa til sinna ráða. Steindi er í hlutverki glæpamanns...

„Ég hef aldrei keypt mér verk til að græða á því“

Á sýningunni Tíðarandi í Listasafni Árnesinga birtist sneiðmynd af íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Verkin eiga það sameiginlegt að koma öll úr safni Skúla Gunnlaugssonar, hjartalæknis og listaverkasafnara.

„Kom mér óvart upp akademíu í bakgarðinum“

Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur breytti smáhýsum í bakgarðinum hjá sér, sem hún hefur leigt út til ferðamanna, í athvarf fyrir aðra rithöfunda.

Heilög stund að opna pizzakassann

„Ég er alveg viss um að þetta fólk er að fara leggja hönd á plóg í listalífi Íslands,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir, leiðbeinandi útskriftarnema í myndlist frá Listaháskóla Íslands sem sýna nú verk sín á sýningunni Fararsnið á Kjarvalsstöðum.
20.06.2020 - 11:37

Sér flugeldasýningar í hverjum garði

Blómasýning sem er í senn flugelda- og danssýning verður opnuð í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 á þjóðhátíðardaginn.