Mynd með færslu

Með okkar augum

Níunda þáttaröð hefur nú vegferð sína í því að brjóta niður múra, breikka samfélagið og víkka sjóndeildarhringinn. Þáttagerðarfólk eru þau Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð Elín Sveinsdóttir.

„Við erum alveg með skrímsli á heilanum“

„Við erum tíu ára í ár,“ segja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson í hljómsveitinni Of Monsters and Men en áður en sveitin sigraði heiminn vann hún Músíktilraunir á Íslandi árið 2010. „Það markaði svona upphafið hjá okkur,“ sögðu þau...
13.08.2020 - 15:34

„Ég er búinn að vera alveg ómögulegur í mánuð“

„Hún leikur mig mjög illa, ég varð mjög veikur og gat ekki á heilum mér tekið í marga marga daga. Ég er búinn að vera alveg ómögulegur í mánuð,“ segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll sem hefur náð sér af COVID-19. Jón er viðmælandi Andra Freys...
21.04.2020 - 13:52

Má gera grín að fötluðu fólki?

Í lokaþætti níundu þáttaraðar Með okkar augum ræddi Andri Freyr Hilmarsson við sprelligosana sem standa fyrir grínsýningu hvern fimmtudag. Þar koma fram uppistandarar með hinar ýmsu raskanir og gera óspart grín að fötlun sinni.
27.09.2019 - 11:35

Kom aldrei til greina að gefast upp

„Ætli ég sé ekki kallinn úr sjónvarpinu eða útvarpinu eða eftirherman fyrir fólkið sem þekkir mig ekki,“ segir Sólmundur Hólm í viðtali við Elvu Björgu Gunnarsdóttur í þættinum Með okkar augum.
20.09.2019 - 13:55

„Ég hef aldrei verið neitt annað“

Bjarney Anna Jóhannesdóttir hefur elskað söng frá því hún man eftir sér. Hún fer sínar eigin leiðir í sköpuninni og segist hafa fæðst sem listamaður. „Ég hef aldrei verið neitt annað. Þannig að það hlýtur eiginlega að vera.“
05.09.2019 - 14:50

„Mjög snemma sem ég byrjaði að vera með læti“

„Ég er bóndasonur, söngvari, eiginmaður, sköllóttur, en fyrst og fremst þessa dagana er ég pabbi. Ég held það sé orðið aðalstarfið mitt,“ segir Magni Ásgeirsson sem ræddi við Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur í Með okkar augum.
29.08.2019 - 14:32