Mynd með færslu

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.

Dragdrottningin og olíuveldið

Hún er leikkona, söngkona, sjónvarpsþáttafrömuður og fyrirsæta. Hún er sköllóttur karlmaður og hárprúð drottning: dragmóðir heimsins sem berst ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og annarra undirokaðra hópa. En hún er líka olíubarón.
24.05.2020 - 16:50
drag · dragmenning · Gas · Lestin · Olía · RuPaul · Vökvabrot · Menningarefni

Adam Schlesinger – minning um séní

„Svo vertu sæll, ókunnugi maður, og megir þú hvíla í friði. Þú gafst mér innblástur, fegurð og meira að segja von með því sem þú bjóst til,“ segir Halldór Armand í líkræðu sinni fyrir lagahöfundinn Adam Schlesinger sem lést fyrir stuttu úr COVID-19...
24.05.2020 - 15:50

Stórstjarnan sem snerist á sveif með Svörtu hlébörðunum

Kvikmyndin Seberg hefur vakið mikla athygli. Hún fjallar meðal annars um ofsóknir bandarísku alríkislögreglunnar á hendur kvikmyndaleikkonunni Jean Seberg.
24.05.2020 - 14:47

Kappnóg af drama, ástríðu og venjulegu kynlífi

Þættirnir Normal People, sem byggjast á samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Sally Rooney, hafa hlotið talsverða athygli áhorfenda víðs vegar um heim, meðal annars fyrir óvenju margar og langar kynlífssenur.
23.05.2020 - 15:28

Horfinn heimur vídjóleigunnar

Vídjóleigan var í eina tíð stór hluti af samtímanum en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 2007 þegar Netflix fór að bjóða upp á streymi kvikmynda. Þrátt fyrir allt þrauka enn sumar leigur. Pistlahöfundur Lestarinnar fór í ferðalag um...
23.05.2020 - 12:01

Ímynda sér lævi blandið andrúmsloft kaldastríðsáranna

Í dag kom út sjö laga platan Skoffín hentar íslenskum aðstæðum, með íslensku rokksveitinni Skoffín. Platan er hálfgerð þemaplata, en á henni vinnur sveitin með lævi blandið andrúmsloft íslensku kaldastríðsáranna – skapar sína eigin ímynduðu fortíð í...

Þáttastjórnendur

kristjang's picture
Kristján Guðjónsson
annamc's picture
Anna Marsibil Clausen