Mynd með færslu

Í ljósi sögunnar

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.

„Ósennilegi morðinginn“ Stig Engström

Fólk um heim allan fylgdist með blaðamannafundi sænskra yfirvalda 10. júní þegar saksóknari yfir rannsókninni á morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti niðurstöður sínar og batt enda á 34 ára langa rannsókn. Marga rak þó í rogastans...
12.06.2020 - 14:08

Ellefu bestu þættir Í ljósi sögunnar

Aðdáendur útvarpsþáttanna Í ljósi sögunnar eiga sér oft uppáhaldsumfjöllunarefni úr þáttunum. Hér má finna þá ellefu þætti sem oftast voru nefndir til sögunnar þegar hlustendur voru spurðir.
12.04.2020 - 10:59

Mesti bókaþjófnaður í sögu Danmerkur ráðgáta í áratugi

Á áttunda áratug síðustu aldar herjaði bíræfinn og stórtækur bókaþjófur á Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn. Á nokkrum árum tókst honum að hafa þaðan á fjórða þúsund fágætra fornrita, milljóna virði. Málið var ekki upplýst fyrr en áratugum síðar.
03.04.2020 - 13:12

Hraktist í sjö daga í fárviðri niður af Drápsfjallinu

Eitt af afrekum fjallgöngusögunnar er þegar nepalski göngumaðurinn Ang Tsering lifði af meira en sjö daga hrakningar án matar og vatns í bandbrjáluðu illviðri, hátt á fjallinu Nanga Parbat í vestanverðum Himalajafjöllum, sumarið 1934. Hann hlaut þó...
27.03.2020 - 14:04

Þegar Sovétmenn skutu niður farþegaþotu

Það hefur sorglega oft komið fyrir í flugsögunni að farþegaflugvélar eru skotnar niður úr háloftunum, að því er virðist fyrir mistök. Eitt frægasta dæmið um slíkan harmleik átti sér stað yfir austanverðum Sovétríkjunum 1983 og endaði með dauða 269...
19.01.2020 - 12:13

Reyndu að myrða sex milljón Þjóðverja

Hópur evrópskra Gyðinga, sem komst lífs af úr Helförinni, tók sig saman í lok síðari heimsstyrjaldar og hét því að hefna fyrir fjöldamorð Þjóðverja á Gyðingum — með því að myrða sex milljónir almennra Þjóðverja. Það tókst ekki, en það munaði mjóu.