Mynd með færslu

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Leit að úkraínsku vændi og klámi jókst við innrás Rússa

Leit að úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sérfræðingur hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir mikinn fjölda karlmanna reyna að nýta sér neyð úkraínskra kvenna á flótta og til þess...

Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar

Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari...

Fékk símtal frá systur í Maríupol eftir 56 daga þögn

Sergej Kjartan Artamanov fæddist í úkraínsku hafnarborginni Mariupol árið 1988. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin tíu ár, en systir hans Natasha er enn í Mariupol, borginni sem hefur umsetin af rússneskum hermönnum frá upphafi stríðsins. Sergej...
26.04.2022 - 09:22

Börn fædd af staðgöngumæðrum föst í Úkraínu

Hið minnsta 21 barn, sem fætt er af úkraínskri staðgöngumóður, er fast í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði. Börnin bíða þess að foreldrar þeirra komist inn í landið til að sækja þau. Samkvæmt lögum þar í landi verða foreldrar að koma til Úkraínu og ganga...

Njósnamál í Danmörku

Danska stjórnin sætir harðri gagnrýni vegna njósnamála, ekki síst handtöku og ákæru á Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustu danska hersins. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stjórnina eru Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og...

Danska ríkið leigir fangelsi í Kósóvó

Í lok árs 2021 settust fulltrúar danska ríkisins að samningaborðinu með ríkisstjórn Kósóvó. Dönsk stjórnvöld segja að dönsk fangelsi séu að verða yfirfull og því ætla þau að leigja 300 fangaklefa í Kósóvó. Fulltrúar ríkjanna skrifuðu undir pólitíska...
31.01.2022 - 17:50

Þáttastjórnendur

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Birta Björnsdóttir