Mynd með færslu

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Tsékov á tímum kólerunnar

Sumarið 1892 gaus upp kólerufaraldur í Moskvu, höfuðborg Rússlands, og nágrenni. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða til að reyna að kveða sóttina í kútinn og meðal þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem stóðu í framlínunni var Anton Tsékov, ötull læknir...
20.04.2020 - 09:41

Nóbelshöfundur á flótta undan nasistum

Írski rithöfundurinn Samuel Beckett fékk árið 1969 Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir leikrit og skáldsögur sem „hefja bjargarleysi mannsins upp til nýrra hæða“, eins og Nóbelsnefndin komst að orði. Hann var þá orðinn heimsfrægur fyrir leikritið...

Landnemar útrýma risafugli

Nýja Sjáland komst í sviðsljósið vegna voðaatburða sem þar urðu nýlega og þóttu brjóta mjög í bága við þá friðsælu ímynd sem landið hefur alla jafna í vitund fólks. En Nýja Sjáland á sér merkilegri og fjölskrúðugri sögu en margir gera sér grein...
01.04.2019 - 11:01

Hryllingur í Norðurhöfum

Í lok júní 1942 lagði skipalestin PQ-17 upp frá Hvalfirði og tók stefnuna norður Grænlandssund og síðan út á Norðuríshafið. Ferðinni var heitið til borgarinnar Arkhangelsk við Hvítahafið rússneska.
29.03.2019 - 14:22

Varasamt venslafólk: Kládíus keisari í hættu

Einn sérkennilegasti keisari Rómaveldis var Kládíus sem var helsta söguhetjan í vinsælli sjónvarpsseríu BBC á ofanverðum 8. áratug síðustu aldar. Illugi Jökulsson hefur í þremur þáttum af Frjálsum höndum undanfarnar vikur rakið hina ótrúlegu og...
11.03.2019 - 13:52

Úr algjörri örbirgð til sigurs í heimsstyrjöld

Einn frægasti hershöfðingi síðari heimsstyrjaldar var Rússinn Georgí Konstantínovitsj Súkov. Að öðrum ólöstuðum átti hann einna ríkastan þátt í að stöðva sókn þýska hersins við Moskvu í desember 1941.
18.02.2019 - 13:00