Mynd með færslu

Fram og til baka

Felix Bergsson rabbar við hlustendur í morgunsárið og spilar notalega tónlist. Hann býður upp á hlustendagetraun og fær til sín góða gesti sem segja frá fimm skemmtilegum atriðum sem hafa breytt lífi þeirra.

Spurði Schneider til vegar á Kraftwerk-tónleika

Sigurjón Jónsson og vinur hans eyddu heilu eftirmiðdegi með Florian Schneider vorið 2004. Þeir stoppuðu hann úti á götu í Bern og spurðu hvernig þeir ættu að komast leiðar sinnar í tónlistarhöll en þar áttu þeir miða á tónleika og hann eftir að koma...
11.05.2020 - 08:29

„Þetta var eins og Disneyland fyrir víkinga“

Hlutverk höfuðskúrksins í fjórðu seríu víkingaþáttanna The Last Kingdom, sem eru nú í sýningu á streymisveitunni Netflix, er í höndum Eysteins Sigurðarsonar sem landsmenn þekkja meðal annars úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum. Eysteinn býr í London með...

Katrín Halldóra hafnaði Bubba tvisvar

Söng og leikkonan ástsæla Katrín Halldóra Sigurðardóttir kom í morgunkaffi til Felix Bergssonar á Rás 2 og sagði honum af fimm stöðum sem hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Staðirnir hennar Kötu eru:

Þekkir hvern bílskúr og bakgarð í 104

Á æskuslóðum sínum í Vogahverfinu bar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út póst á yngri árum, las Nancybækurnar á Sólheimasafninu á rigningardögum og þekkti hvern krók og kima í hverfinu. Hún segist þó vera hætt að paufast í bakgörðum að kíkja á...

Stal bíl í Blómavali

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mætti á Rás 2 og drakk sunnudagskaffi með Felix Bergssyni í þættinum Fram og til baka. Hún sagði okkur af fimm bílum sem hafa haft áhrif á líf hennar. Þetta hófst allt á appelsínugulum matchboxbíl og endaði í...
17.02.2019 - 12:16

Fangaði stemninguna í Folsom fyrir 51 ári

Þegar ferill bandaríska tónlistarmannsins Johnny Cash virtist í frjálsu falli á sjöunda áratugnum fékk hann þá hugmynd að halda tónleika í Folsom fangelsinu í Kaliforníu. Tvennir tónleikar í fangelsinu og útgáfa hljómplötunnar At Folsom Prison urðu...
13.01.2019 - 15:29

Þáttastjórnendur

felix's picture
Felix Bergsson