Færslur: Yair Lapid

Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Ísraelsk hjón sökuð um njósnir í Tyrklandi látin laus
Ísraelsku hjónunum Mordi og Natali Orknin var sleppt úr haldi í Tyrklandi í morgun eftir viku varðhald vegna gruns um njósnir. Þau voru handtekin í síðustu viku eftir heimsókn í Camlica turninn í Istanbúl og færð fyrir dómara.
Ísrael
Samþykki fjárlaga tryggir framtíð stjórnar Bennetts
Knesset, ísraelska þingið samþykkti fjárlög fyrir árin 2021 og 2022 í morgun. Niðurstaðan er mikilvæg samsteypustjórn Naftalis Bennett enda þurfti þingið að staðfesta fjárlögin fyrir 14. nóvember til að koma í veg fyrir að efna yrði til kosninga í landinu, þeirra fimmtu á þremur árum.
05.11.2021 - 03:35
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Sjónvarpsfrétt
Hvetur þingmenn til að stöðva „hættulega vinstristjórn“
Átta flokkar hafa komist að samkomulagi um stjórnarsamstarf í Ísrael, sem virðist hafa að markmiði að koma forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu frá. Netanyahu hvetur þingmenn til að stöðva það sem hann kallar stórhættulega vinstristjórn.
Tólf ára stjórnartíð Netanjahús virðist senn á enda
Valdatíð Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels virðist senn á enda því þjóðernissinninn Naftali Bennett hefur samþykkt að ganga til liðs við samsteypustjórn miðjumannsins Yair Lapid. Netanjahú segir slíka stjórn geta skapað hættu fyrir Ísrael.