Færslur: Westminster

Viðtal
„Þetta var kona sem lifði alltaf í þjónustu við aðra“
Íslensku forsetahjónin voru við útför Elísabetar Bretadrottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í gær. Eliza Reid forsetafrú segir stundina hafa verið tilfinningaríka.
Myndskeið
Einstakt myndband sýnir fyrsta fund Karls III og Truss
Karl III konungur hitti Liz Truss forsætisráðherra Bretlands í Buckingham-höll síðdegis í gær á þeirra fyrsta fundi frá því Karl varð konungur við fráfall móður hans. Karl verður formlega lýstur konungur í dag.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Big Ben heilsar árinu 2022 með kunnuglegum klukkuhljómi
Bjallan mikla sem ber gælunafnið Big Ben hljómar á miðnætti í kvöld til að marka upphaf ársins 2022. Viðgerð hefur staðið yfir á klukkunni og klukkuturninum frá árinu 2017.
31.12.2021 - 06:39
Erlent · Evrópa · Bretland · London · Big Ben · Westminster · áramót
Greip valdasprota drottningar í mótmælaskyni
Uppnám varð í neðri málstofu breska þingsins í Westminster í gær þegar þingmaður Verkamannaflokksins, Lloyd Russel-Moyle greip valdasprota drottningarinnar og gekk með hann áleiðis út úr þingsal. Þetta gerði hann í mótmælaskyni við ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, um útgöngu Breta úr ESB. Sprotinn er borinn inn í málstofuna á hverjum degi; hann táknar vald drottningar, og án hans er formlega séð ekki hægt að ræða þingmál eða greiða atkvæði um lagafrumvörp.
11.12.2018 - 11:13